Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Rík­is­stjórn­in bregst við lausa­fjár­vanda Ís­land­s­pósts og ófjár­mögn­uð­um kostn­aði við al­þjón­ustu.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Útlit er fyrir að ríkið veiti Íslandspósti allt að 500 milljóna króna lán vegna lausafjárvanda og ófjármagnaðs kostnaðar við alþjónustu. Málið hefur verið rætt í ríkisstjórn samkvæmt heimildum Stundarinnar og kynnt fjárlaganefnd Alþingis. Má ætla að heimild til lánveitingarinnar rati inn í fjáraukalög yfirstandandi árs. 

Nýlega birti Íslandspóstur hálfsársuppgjör þar sem fram kom að fyrirtækið hefði tapað 161,2 milljónum á fyrri helmingi ársins. Er áætlað að tekjur fyrirtækisins dragist saman um hátt í 400 milljónir á þessu ári vegna fækkunar bréfsendinga. Ófjár­magn­aður kostn­aður vegna svokallaðrar alþjón­ustu Íslandspósts var um 600 millj­ónir króna í fyrra og er reiknað með að hann nemi um 700 millj­ónum árið 2018.

Ráðgjafarfyrirtækið Copenhagen Economics vann skýrslu fyrir Íslandspóst í apríl síðastliðnum um þær fjárhagslegu byrðar sem fylgja alþjónustuskyldunni. Slík skylda er lögð á póstfyrirtæki um allan heim til að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli. Felur alþjónustuskyldan í sér ýmsar kröfur, t.d. skyldu til að safna saman og flytja ákveðnar tegundir af pósti, flytja póst ákveðið marga daga í viku, tryggja að verð sé viðráðanlegt og samræmt og að póstur berist innan tiltekins tímafrests frá póstlagningu.

Fram kom í til­kynn­ingu frá Íslands­pósti vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins að stjórnendur fyr­ir­tæk­is­ins ynnu nú að því „í sam­vinnu við stjórn­völd að leita leiða til að tryggja fjár­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­send­um“. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er áformað að mæta lausafjárþörfinni með því að ríkissjóður veiti allt að 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða. 

Íslandspóstur er í eigu ríkisins og er Ísland eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem einkaréttur á póstþjónustu hefur ekki verið felldur niður. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er lagt til að einkaréttur ríkisins verði afnuminn og alpóstþjónusta veitt á markaðslegum forsendum í samræmi við þriðju pósttilskipun Evrópusambandsins.

Stundin hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum um málið frá fjármálaráðuneytinu og mun uppfæra fréttina eftir að þær berast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár