Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Rík­is­stjórn­in bregst við lausa­fjár­vanda Ís­land­s­pósts og ófjár­mögn­uð­um kostn­aði við al­þjón­ustu.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Útlit er fyrir að ríkið veiti Íslandspósti allt að 500 milljóna króna lán vegna lausafjárvanda og ófjármagnaðs kostnaðar við alþjónustu. Málið hefur verið rætt í ríkisstjórn samkvæmt heimildum Stundarinnar og kynnt fjárlaganefnd Alþingis. Má ætla að heimild til lánveitingarinnar rati inn í fjáraukalög yfirstandandi árs. 

Nýlega birti Íslandspóstur hálfsársuppgjör þar sem fram kom að fyrirtækið hefði tapað 161,2 milljónum á fyrri helmingi ársins. Er áætlað að tekjur fyrirtækisins dragist saman um hátt í 400 milljónir á þessu ári vegna fækkunar bréfsendinga. Ófjár­magn­aður kostn­aður vegna svokallaðrar alþjón­ustu Íslandspósts var um 600 millj­ónir króna í fyrra og er reiknað með að hann nemi um 700 millj­ónum árið 2018.

Ráðgjafarfyrirtækið Copenhagen Economics vann skýrslu fyrir Íslandspóst í apríl síðastliðnum um þær fjárhagslegu byrðar sem fylgja alþjónustuskyldunni. Slík skylda er lögð á póstfyrirtæki um allan heim til að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli. Felur alþjónustuskyldan í sér ýmsar kröfur, t.d. skyldu til að safna saman og flytja ákveðnar tegundir af pósti, flytja póst ákveðið marga daga í viku, tryggja að verð sé viðráðanlegt og samræmt og að póstur berist innan tiltekins tímafrests frá póstlagningu.

Fram kom í til­kynn­ingu frá Íslands­pósti vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins að stjórnendur fyr­ir­tæk­is­ins ynnu nú að því „í sam­vinnu við stjórn­völd að leita leiða til að tryggja fjár­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­send­um“. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er áformað að mæta lausafjárþörfinni með því að ríkissjóður veiti allt að 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða. 

Íslandspóstur er í eigu ríkisins og er Ísland eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem einkaréttur á póstþjónustu hefur ekki verið felldur niður. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er lagt til að einkaréttur ríkisins verði afnuminn og alpóstþjónusta veitt á markaðslegum forsendum í samræmi við þriðju pósttilskipun Evrópusambandsins.

Stundin hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum um málið frá fjármálaráðuneytinu og mun uppfæra fréttina eftir að þær berast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu