Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Rík­is­stjórn­in bregst við lausa­fjár­vanda Ís­land­s­pósts og ófjár­mögn­uð­um kostn­aði við al­þjón­ustu.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Útlit er fyrir að ríkið veiti Íslandspósti allt að 500 milljóna króna lán vegna lausafjárvanda og ófjármagnaðs kostnaðar við alþjónustu. Málið hefur verið rætt í ríkisstjórn samkvæmt heimildum Stundarinnar og kynnt fjárlaganefnd Alþingis. Má ætla að heimild til lánveitingarinnar rati inn í fjáraukalög yfirstandandi árs. 

Nýlega birti Íslandspóstur hálfsársuppgjör þar sem fram kom að fyrirtækið hefði tapað 161,2 milljónum á fyrri helmingi ársins. Er áætlað að tekjur fyrirtækisins dragist saman um hátt í 400 milljónir á þessu ári vegna fækkunar bréfsendinga. Ófjár­magn­aður kostn­aður vegna svokallaðrar alþjón­ustu Íslandspósts var um 600 millj­ónir króna í fyrra og er reiknað með að hann nemi um 700 millj­ónum árið 2018.

Ráðgjafarfyrirtækið Copenhagen Economics vann skýrslu fyrir Íslandspóst í apríl síðastliðnum um þær fjárhagslegu byrðar sem fylgja alþjónustuskyldunni. Slík skylda er lögð á póstfyrirtæki um allan heim til að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli. Felur alþjónustuskyldan í sér ýmsar kröfur, t.d. skyldu til að safna saman og flytja ákveðnar tegundir af pósti, flytja póst ákveðið marga daga í viku, tryggja að verð sé viðráðanlegt og samræmt og að póstur berist innan tiltekins tímafrests frá póstlagningu.

Fram kom í til­kynn­ingu frá Íslands­pósti vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins að stjórnendur fyr­ir­tæk­is­ins ynnu nú að því „í sam­vinnu við stjórn­völd að leita leiða til að tryggja fjár­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­send­um“. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er áformað að mæta lausafjárþörfinni með því að ríkissjóður veiti allt að 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða. 

Íslandspóstur er í eigu ríkisins og er Ísland eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem einkaréttur á póstþjónustu hefur ekki verið felldur niður. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er lagt til að einkaréttur ríkisins verði afnuminn og alpóstþjónusta veitt á markaðslegum forsendum í samræmi við þriðju pósttilskipun Evrópusambandsins.

Stundin hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum um málið frá fjármálaráðuneytinu og mun uppfæra fréttina eftir að þær berast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár