Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Rík­is­stjórn­in bregst við lausa­fjár­vanda Ís­land­s­pósts og ófjár­mögn­uð­um kostn­aði við al­þjón­ustu.

Útlit fyrir að ríkið láni Íslandspósti 500 milljónir

Útlit er fyrir að ríkið veiti Íslandspósti allt að 500 milljóna króna lán vegna lausafjárvanda og ófjármagnaðs kostnaðar við alþjónustu. Málið hefur verið rætt í ríkisstjórn samkvæmt heimildum Stundarinnar og kynnt fjárlaganefnd Alþingis. Má ætla að heimild til lánveitingarinnar rati inn í fjáraukalög yfirstandandi árs. 

Nýlega birti Íslandspóstur hálfsársuppgjör þar sem fram kom að fyrirtækið hefði tapað 161,2 milljónum á fyrri helmingi ársins. Er áætlað að tekjur fyrirtækisins dragist saman um hátt í 400 milljónir á þessu ári vegna fækkunar bréfsendinga. Ófjár­magn­aður kostn­aður vegna svokallaðrar alþjón­ustu Íslandspósts var um 600 millj­ónir króna í fyrra og er reiknað með að hann nemi um 700 millj­ónum árið 2018.

Ráðgjafarfyrirtækið Copenhagen Economics vann skýrslu fyrir Íslandspóst í apríl síðastliðnum um þær fjárhagslegu byrðar sem fylgja alþjónustuskyldunni. Slík skylda er lögð á póstfyrirtæki um allan heim til að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli. Felur alþjónustuskyldan í sér ýmsar kröfur, t.d. skyldu til að safna saman og flytja ákveðnar tegundir af pósti, flytja póst ákveðið marga daga í viku, tryggja að verð sé viðráðanlegt og samræmt og að póstur berist innan tiltekins tímafrests frá póstlagningu.

Fram kom í til­kynn­ingu frá Íslands­pósti vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins að stjórnendur fyr­ir­tæk­is­ins ynnu nú að því „í sam­vinnu við stjórn­völd að leita leiða til að tryggja fjár­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­send­um“. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er áformað að mæta lausafjárþörfinni með því að ríkissjóður veiti allt að 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða. 

Íslandspóstur er í eigu ríkisins og er Ísland eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem einkaréttur á póstþjónustu hefur ekki verið felldur niður. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er lagt til að einkaréttur ríkisins verði afnuminn og alpóstþjónusta veitt á markaðslegum forsendum í samræmi við þriðju pósttilskipun Evrópusambandsins.

Stundin hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum um málið frá fjármálaráðuneytinu og mun uppfæra fréttina eftir að þær berast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu