Reglulega koma upp mál þar sem eigendur jarða reyna að stöðva ferðir almennings um landareignir, þrátt fyrir ríkan almannarétt í lögum sem heimilar för um landið. Dæmi er um að ferðamannastöðum sé lokað varanlega. Þetta segja forsprakkar í ferða- og útivistargeiranum.
„Þessi þróun að jarðeignir séu að fara í hendur annarra en þeirra sem búa á jörðunum, hún hefur aðeins aukið þetta vandamál,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins Útivist. „Bændur hafa í gegnum árin verið ósköp skilningsríkir á að útivistarfólk vilji komast um landið, svo framarlega sem ekki er verið að fara inn á bæi eða ganga yfir ræktarland.“
Þótt stærstur hluti jarðnæðis á Íslandi sé í eigu íslenskra bænda, ríkis, kirkna og sveitarfélaga er þó verulegur hluti í eigu stórefnafólks sem, í sumum tilfellum, hefur safnað að sér fjölda jarða að hluta eða í heild. Þá hafa erlendir auðmenn keypt upp jarðir …
Athugasemdir