Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður segir líf manna eyðilagt með ásökunum

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýn­ir há­skóla­sam­fé­lag­ið og lög­menn fyr­ir að beita sér ekki gegn „of­stæki“ þeirra sem „koma fram með ásak­an­ir af þessu tagi“.

Þingmaður segir líf manna eyðilagt með ásökunum
Segir líf manna eyðilögð Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir líf manna eyðilögð með ásökunum fólks á hendur þeim, um refsiverða háttsemi.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer hörðum orðum um fólk sem kvartað hefur opinberlega undan kynferðisbrotum gegn sér, sem ekki hafa verið til lykta leidd fyrir dómi. Brynjar telur þolendurna eyðileggja líf annarra með ásökunum á opinberum vettvangi.

Hann nefnir sem dæmi umfjöllun um hátterni landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, mál fyrrverandi biskups og ásakanir kvenna á hendur Gunnari í Krossinum.

Þingmaðurinn gagnrýnir fjölmiðla fyrir að fjalla um ásakanir sem ekki hefur verið sakfellt vegna fyrir dómstólum og hneykslast á því að stjórnmálamenn, lögmannastéttin og háskólasamfélagið beiti sér ekki gegn ásökunum og umfjöllun af þessu tagi. 

Þetta kemur fram í skrifum Brynjars á Facebook í dag. Færslan hefur verið sett í samhengi við umfjöllun sem DV birti í morgun um fyrrverandi dómkirkjuprest sem gekkst við því að hafa framið kynferðisbrot gegn barni en fékk engu að síður að halda áfram að predika og sjá um kirkjuathafnir. Áður hafði Stundin fjallað ítarlega um málið án þess að nafngreina prestinn.  

Hér má sjá færslu Brynjars:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata sem nýlega tók við formennsku í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins, innir Brynjar eftir dæmum og skýringum. Hann bregst við með eftirfarandi hætti:

Brynjar hefur áhyggjur af því að fólk „eyðilegg[i] líf manna“ með ásökunum um eitthvað sem gerst hafi mörgum árum áður. Í þessu samhengi er vert að skoða dæmin sem Brynjar tekur. 

Gunnar Þorsteinsson, kenndur við trúfélagið Krossinn, var sakaður um kynferðisbrot af fimm konum árið 2010. Meint brot voru fyrnd í ljósi þess hve langt var liðið síðan þau áttu að hafa verið framin en fjallað var umtalsvert um málið í fjölmiðlum. Gunnar fór fram á 15 milljóna króna skaðabætur frá Pressunni, fréttastjóra og tveimur konum sem ásökuðu hann, en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að greiða honum skaðabætur, þótt nokkur ummæli væru dæmd dauð og ómerk.

Mál „fyrrverandi biskups“ sem Brynjar vísar til er talsvert eldra. Fjöldi kvenna sakaði Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, um kynferðisbrot á síðasta áratug síðustu aldar. Mörgum árum síðar lýsti Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs, því hvernig hann hefði brotið gegn henni. Konurnar fengu greiddar sanngirnisbætur frá kirkjunni árið 2011. 

Nýjasta málið sem Brynjar tekur sem dæmi eru ásakanir Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu í knattspyrnu, á hendur fyrrverandi þjálfara liðsins sem hún sagði til að mynda hafa drukkið illa í einni keppnisferðinni og reynt að fá leikmenn með sér inn á hótelherbergið sitt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár