Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður segir líf manna eyðilagt með ásökunum

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýn­ir há­skóla­sam­fé­lag­ið og lög­menn fyr­ir að beita sér ekki gegn „of­stæki“ þeirra sem „koma fram með ásak­an­ir af þessu tagi“.

Þingmaður segir líf manna eyðilagt með ásökunum
Segir líf manna eyðilögð Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir líf manna eyðilögð með ásökunum fólks á hendur þeim, um refsiverða háttsemi.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer hörðum orðum um fólk sem kvartað hefur opinberlega undan kynferðisbrotum gegn sér, sem ekki hafa verið til lykta leidd fyrir dómi. Brynjar telur þolendurna eyðileggja líf annarra með ásökunum á opinberum vettvangi.

Hann nefnir sem dæmi umfjöllun um hátterni landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, mál fyrrverandi biskups og ásakanir kvenna á hendur Gunnari í Krossinum.

Þingmaðurinn gagnrýnir fjölmiðla fyrir að fjalla um ásakanir sem ekki hefur verið sakfellt vegna fyrir dómstólum og hneykslast á því að stjórnmálamenn, lögmannastéttin og háskólasamfélagið beiti sér ekki gegn ásökunum og umfjöllun af þessu tagi. 

Þetta kemur fram í skrifum Brynjars á Facebook í dag. Færslan hefur verið sett í samhengi við umfjöllun sem DV birti í morgun um fyrrverandi dómkirkjuprest sem gekkst við því að hafa framið kynferðisbrot gegn barni en fékk engu að síður að halda áfram að predika og sjá um kirkjuathafnir. Áður hafði Stundin fjallað ítarlega um málið án þess að nafngreina prestinn.  

Hér má sjá færslu Brynjars:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata sem nýlega tók við formennsku í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins, innir Brynjar eftir dæmum og skýringum. Hann bregst við með eftirfarandi hætti:

Brynjar hefur áhyggjur af því að fólk „eyðilegg[i] líf manna“ með ásökunum um eitthvað sem gerst hafi mörgum árum áður. Í þessu samhengi er vert að skoða dæmin sem Brynjar tekur. 

Gunnar Þorsteinsson, kenndur við trúfélagið Krossinn, var sakaður um kynferðisbrot af fimm konum árið 2010. Meint brot voru fyrnd í ljósi þess hve langt var liðið síðan þau áttu að hafa verið framin en fjallað var umtalsvert um málið í fjölmiðlum. Gunnar fór fram á 15 milljóna króna skaðabætur frá Pressunni, fréttastjóra og tveimur konum sem ásökuðu hann, en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að greiða honum skaðabætur, þótt nokkur ummæli væru dæmd dauð og ómerk.

Mál „fyrrverandi biskups“ sem Brynjar vísar til er talsvert eldra. Fjöldi kvenna sakaði Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, um kynferðisbrot á síðasta áratug síðustu aldar. Mörgum árum síðar lýsti Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs, því hvernig hann hefði brotið gegn henni. Konurnar fengu greiddar sanngirnisbætur frá kirkjunni árið 2011. 

Nýjasta málið sem Brynjar tekur sem dæmi eru ásakanir Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu í knattspyrnu, á hendur fyrrverandi þjálfara liðsins sem hún sagði til að mynda hafa drukkið illa í einni keppnisferðinni og reynt að fá leikmenn með sér inn á hótelherbergið sitt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu