Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leitin að draumakartöflunni

Þær eru bleik­ar, dökkrauð­ar, blá­ar, fjólu­blá­ar, svar­blá­ar og jafn­vel gul­ar, kart­öfl­urn­ar sem koma upp úr beð­un­um hjá Dag­nýju Her­manns­dótt­ur. Hún rækt­ar þær af fræi, sem ger­ir það að verk­um að út­kom­an get­ur orð­ið óvænt og oft mjög skraut­leg.

Leitin að draumakartöflunni
Óð í kartöflur Dagný Hermannsdóttir var ein þeirra fyrstu til að rækta kartöflur af fræjum hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nokkuð hefur færst í vöxt hér á landi að rækta kartöflur af fræjum, í stað þess að rækta af útsæði eins og algengast er. Ein af upphafsmanneskjum þessarar ræktunar hér á landi er Dagný Hermannsdóttir sem sjálf lýsir sér sem dellumanneskju af verstu sort. Garðyrkja hefur verið ástríða hennar um áraraðir. Margir tengja hana helst við súrkál og ekki af ástæðulausu, því um það hefur hún skrifað heila bók, heldur úti Facebook-síðunni Súrkál og heimasíðunni www.surkal.is, auk þess að framleiða „Súrkál fyrir sælkera“ sem fæst í ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. „Svo er þetta ótrúlega gott saman, súrkál og kartöflur,“ segir hún. „En ég fór aðallega út í að rækta kartöflur af fræjum því þær geta verið svo ótrúlega fallegar.“

 

Grundvallarmunur er á því að rækta kartöflur af fræjum annars vegar og af útsæði hins vegar. Fyrrnefnda aðferðin er talsvert áhugaverðari, í það minnsta fyrir þá sem vilja láta koma sér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár