Nokkuð hefur færst í vöxt hér á landi að rækta kartöflur af fræjum, í stað þess að rækta af útsæði eins og algengast er. Ein af upphafsmanneskjum þessarar ræktunar hér á landi er Dagný Hermannsdóttir sem sjálf lýsir sér sem dellumanneskju af verstu sort. Garðyrkja hefur verið ástríða hennar um áraraðir. Margir tengja hana helst við súrkál og ekki af ástæðulausu, því um það hefur hún skrifað heila bók, heldur úti Facebook-síðunni Súrkál og heimasíðunni www.surkal.is, auk þess að framleiða „Súrkál fyrir sælkera“ sem fæst í ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. „Svo er þetta ótrúlega gott saman, súrkál og kartöflur,“ segir hún. „En ég fór aðallega út í að rækta kartöflur af fræjum því þær geta verið svo ótrúlega fallegar.“
Grundvallarmunur er á því að rækta kartöflur af fræjum annars vegar og af útsæði hins vegar. Fyrrnefnda aðferðin er talsvert áhugaverðari, í það minnsta fyrir þá sem vilja láta koma sér …
Athugasemdir