Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

Við­ar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, seg­ir ástæðu fyr­ir venju­legt fólk að ótt­ast þeg­ar Hall­ur Halls­son og Pét­ur Gunn­laugs­son séu farn­ir að lýsa yf­ir áhyggj­um af því að góða fólk­ið vilji þá feiga.

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
Ástæða til að óttast Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir fyrsta skrefið í að virkja fólk til þátttöku í pólitískum ofsóknum sé alltaf að fá það til að trúa að setið sé um líf þess. Ástæða sé til að óttast þegar slíkt tal skýtur upp kollinum.

Yfirlýsingar Halls Hallsonar og Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu, sem Stundin greindi frá í gær, eru þess efnis að mögulega þarf venjulegt fólk að óttast um líf sitt. Þetta skrifar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, á Facebook-síðu sína.

Í frétt Stundarinnar var rakið samtal þeirra Péturs og Halls, en sá síðarnefndi var gestur í síðdegisþætti Péturs á Útvarpi Sögu síðastliðinn þriðjudag. Tilefnið var grein Halls í Morgunblaðinu þar sem hann fjallaði um mál enska hægriöfgamannsins Tommy Robinsons. Þeir Pétur og Hallur komust að þeirri niðurstöðu í samtali sínu að hið svokallaða góða fólk vildi koma því svo fyrir að hér á landi ríki aðeins ein ríkisskoðun.

Hallur Hallson

„En hvað vill góða fólkið ganga langt? Vill það til dæmis láta drepa þá sem hefur aðrar skoðanir? Og ef það verður gert og það er kannski stutt í það eftir þetta. Þá eigi hreinlega bara að útrýma þeim, skjóta þá sem hafa vondar skoðanir, eru vondir menn. Og þegar að slíkt gerist að þá eigi ekki að lögsækja þá sem væru að drepa þá og ekki að greina frá því heldur, svo þeir yrðu ekki að píslarvættum,“ sagði Pétur og undir það tók Hallur.

Viðar skrifaði að þrátt fyrir að mögulega megi hlæja að því hversu snargalnar skoðanir þeirra Halls og Péturs séu að engu að síður væri um mjög alvarlega þróun að ræða. Mikil ábyrgð fylgi því að gera því skóna, að ósekju, að aðrir vilji valda fólki fjörtjóni. Slík orðræða hafi ítrekað verið notuð til að virkja gott fólk til þátttöku í pólitískum ofsóknum. „Þegar Hallur Hallsson og Pétur Gunnlaugsson fara að óttast um líf sitt -- já, þá þurfum við kannski að óttast um líf okkar,“ skrifaði Viðar og birti í gærkvöldi.

Hvetur fólk til að verja öryggi annarra

Sema Erla Serdar

Skömmu síðar lýsti Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra og aðgerðarsinni, því á Facebook hvernig Margrét Friðriksdóttir, sem þekkt er fyrir andúð sína á múslimum og innflytjendum, hefði á dögunum ráðist að sér fyrir utan veitingastað á Grensásvegi. Viðar deildi skrifum Semu og sagði með hreinum ólíkindum væri að lesa þá frásögn, aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa deilt frétt um áhyggjur þeirra Péturs og Halls yfir því að góða fólkið hyggðist drepa annað fólk. Viðar lýsir yfir fullkominni samstöðu með Semu, sem og öðrum sem þori að tala gegn fasisma og kynþáttahatri. „Ég hvet alla til að íhuga, eins langt og hver og einn treystir sér, hvað við getum gert til að vernda öryggi fólks sem á það á hættu að lenda í ógnunum og ofbeldi eins og því sem Sema Erla varð fyrir.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu