Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son birti skýrslu um er­lenda áhrifa­þætti hruns­ins á vef evr­ópskr­ar hug­veitu íhalds­manna, en óbirt skýrsla um sama efni fyr­ir fjár­mála­ráðu­neyt­ið er þrem­ur ár­um á eft­ir áætl­un. „Sama efni sem hann fjall­ar um og á að vera í hinni skýrsl­unni,“ seg­ir for­stöðu­mað­ur Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, sem hyggst ekki lesa hana. Ráðu­neyt­ið hef­ur þeg­ar greitt 7,5 millj­ón­ir fyr­ir vinn­una.

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skýrsla Hannesar fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið er þremur árum á eftir áætlun, en ráðuneytið hefur þegar greitt 7,5 milljónir króna fyrir hana.

Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar ætlar ekki að lesa skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem birt var á vef New Direction, evrópskrar hugveitu íhaldsmanna í síðustu viku. Hún segir titilinn og efnið vera sambærilegt óútkominni skýrslu sem Hannes hefur unnið á vegum stofnunarinnar síðan 2014. Hannes hefur þegar kynnt niðurstöður óútkomnu skýrslunnar, sem eru þær sömu og í þeirri sem New Direction birtir.

Skýrslu Hannesar og Félagsvísindastofnunar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins hefur verið beðið í þrjú ár, en áætluð skil voru sumarið 2015. Samningur við fjármála- og efnahagsráðuneytið um skýrsluskrifin hljóðar upp á 10 milljónir króna. Ráðuneytið hefur þegar greitt 7,5 milljónir, en afgangurinn verður greiddur við verklok, samkvæmt svari Benedikts Jóhannessonar, þáverandi ráðherra, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, haustið 2017.

27. júlí síðastliðinn birti Hannes hins vegar skýrslu með titlinum „Lessons for Europe from the …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár