Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son birti skýrslu um er­lenda áhrifa­þætti hruns­ins á vef evr­ópskr­ar hug­veitu íhalds­manna, en óbirt skýrsla um sama efni fyr­ir fjár­mála­ráðu­neyt­ið er þrem­ur ár­um á eft­ir áætl­un. „Sama efni sem hann fjall­ar um og á að vera í hinni skýrsl­unni,“ seg­ir for­stöðu­mað­ur Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, sem hyggst ekki lesa hana. Ráðu­neyt­ið hef­ur þeg­ar greitt 7,5 millj­ón­ir fyr­ir vinn­una.

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skýrsla Hannesar fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið er þremur árum á eftir áætlun, en ráðuneytið hefur þegar greitt 7,5 milljónir króna fyrir hana.

Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar ætlar ekki að lesa skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem birt var á vef New Direction, evrópskrar hugveitu íhaldsmanna í síðustu viku. Hún segir titilinn og efnið vera sambærilegt óútkominni skýrslu sem Hannes hefur unnið á vegum stofnunarinnar síðan 2014. Hannes hefur þegar kynnt niðurstöður óútkomnu skýrslunnar, sem eru þær sömu og í þeirri sem New Direction birtir.

Skýrslu Hannesar og Félagsvísindastofnunar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins hefur verið beðið í þrjú ár, en áætluð skil voru sumarið 2015. Samningur við fjármála- og efnahagsráðuneytið um skýrsluskrifin hljóðar upp á 10 milljónir króna. Ráðuneytið hefur þegar greitt 7,5 milljónir, en afgangurinn verður greiddur við verklok, samkvæmt svari Benedikts Jóhannessonar, þáverandi ráðherra, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, haustið 2017.

27. júlí síðastliðinn birti Hannes hins vegar skýrslu með titlinum „Lessons for Europe from the …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu