Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar ætlar ekki að lesa skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem birt var á vef New Direction, evrópskrar hugveitu íhaldsmanna í síðustu viku. Hún segir titilinn og efnið vera sambærilegt óútkominni skýrslu sem Hannes hefur unnið á vegum stofnunarinnar síðan 2014. Hannes hefur þegar kynnt niðurstöður óútkomnu skýrslunnar, sem eru þær sömu og í þeirri sem New Direction birtir.
Skýrslu Hannesar og Félagsvísindastofnunar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins hefur verið beðið í þrjú ár, en áætluð skil voru sumarið 2015. Samningur við fjármála- og efnahagsráðuneytið um skýrsluskrifin hljóðar upp á 10 milljónir króna. Ráðuneytið hefur þegar greitt 7,5 milljónir, en afgangurinn verður greiddur við verklok, samkvæmt svari Benedikts Jóhannessonar, þáverandi ráðherra, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, haustið 2017.
27. júlí síðastliðinn birti Hannes hins vegar skýrslu með titlinum „Lessons for Europe from the …
Athugasemdir