Á hópspjallþráðum á Facebook fara fram viðskipti með fíkniefni, lyfseðilsskyld lyf og landa. Spjallþræðirnir eru margir og reynt er að takmarka umræðurnar og viðskiptin við ákveðnar tegundir fíkniefna og eftir landshlutum.
Fyrir um tveimur árum fjölluðu fjölmiðlar um ótal Facebook-hópa þar sem fram fóru álíka viðskipti. Í samtali við Vísi sagði Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, lögreglu reglulega taka rassíur á síðum á borð við þessar. Nú virðast fíkniefnasalar hafa að einhverju leyti flutt söluna úr hópunum og yfir í hópspjallþræðina.
Frambjóðandi á svarta markaðnum
Einn spjallþráðurinn nefnist Svarti Markaðurinn og var stofnaður þann 21. júlí síðastliðinn. Þar er mikið úrval af læknadópi, ávana- og fíkniefnum og landa boðið til sölu. Á meðal þeirra fíkniefna eru MDMA, kókaín, LSD, amfetamín og kannabis. Þá er hægt að kaupa lyfseðilsskyld lyf á borð við ópíumverkjalyfið Oxycontin, flogaveikislyfið Rivotril, kvíðalyfin Mogadon, Trankimazin, Xanax og Alprazolam Mylan, stinningarlyfið Cialis, svefnlyfið Imovane og morfínlyf á borð …
Athugasemdir