Margra mánaða biðlisti er í TOEFL-prófin svokölluðu, enskupróf sem margir erlendir háskólar gera kröfu um við upphaf náms. Framkvæmdastjóri prófamiðstöðvar telur aukna skráningu vera vísbendingu um aukinn straum Íslendinga í nám erlendis.
„Síðustu tíu til tólf mánuði hefur þetta verið með því allra mesta sem við höfum séð,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt. Fyrirtækið hefur verið eina viðurkennda prófamiðstöðin fyrir TOEFL og GRE próf á Íslandi síðastliðinn áratug.
Promennt hefur ekki lengur tök á að fjölga prófadögum samhliða öðrum verkefnum, að sögn Guðmundar. „Í einstaka mánuðum er hægt að skrá sig með tveggja, þriggja vikna fyrirvara, en þetta getur verið upp í tveggja, þriggja mánaða bið,“ segir Guðmundur. „Þó að við séum búin að fjölga prófadögunum okkar eins og við getum. Þetta hefur verið að aukast síðustu tvö til þrjú ár.“
Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands fluttu tæplega 6.000 Íslendingar úr landi umfram aðflutta síðustu átta ár. Erfiðara er að henda …
Athugasemdir