Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þegjandi samþykki þingmanna fyrir hátíðarræðu Piu Kjærsgaard

Bregða þurfti út af þingsköp­um til þess að heim­ila Piu Kjærs­ga­ard að halda há­tíð­ar­ræðu á þing­fundi Al­þing­is á Þing­völl­um í dag. Eng­inn þing­manna gerði at­huga­semd við af­brigð­in frá þingsköp­um en í dag hafa Pírat­ar til­kynnt að þeir muni ekki taka þátt í há­tíð­ar­þing­fund­in­um.

Þegjandi samþykki þingmanna fyrir hátíðarræðu Piu Kjærsgaard
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins.

Þingmenn þurftu að samþykkja á þingfundi í gær að Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana og fyrrverandi formanni Danska þjóðarflokksins, væri heimilt að halda hátíðarræðu á þingfundi Alþingis á Þingvöllum. Í ljósi þess að Pia er hvorki þingmaður né ráðherra á Íslandi þurfti að bregða út af þingsköpum Alþingis til þess að veita henni heimild til ræðuhaldanna.

Þannig segir í 94. gr. laga um þingsköp Alþingis að eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum samkvæmt lögunum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja.

Steingrímur J. Sigfússon flutti tillöguna í gær. „Enn fremur mun forseti danska Þjóðþingsins sitja fundinn og ávarpa hann fyrir hönd dönsku þjóðarinnar. Ræðan verður þýdd á íslensku. Verður þetta í fyrsta sinn á seinni árum sem erlendur maður ávarpar Alþingi. Forseti og forsætisnefnd telur að tilefnið sé að þessu sinni ærið, á þessum hátíðarfundi þingsins til að minnast svo mikilsverðs samnings milli þjóðanna.

„Ég vona að engar athugasemdir séu gerðar við þessar fyrirætlanir forseta,“ sagði Steingrímur. Þingmenn gerðu engar athugasemdir og með því samþykktu þeir þegjandi að Pia héldi hátíðarræðu á þingfundi.

Píratar láta ekki sjá sig

Þingflokkur Pírata ætlar að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag. Fram kemur í tilkynningu að ástæðan sé „óforsvaranleg ákvörðun“ um að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga.

„Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni. Að utanþingsmanni sem hefur unnið jafn ötullega að því að ala á sundrungu, útlendingahatri og Pia Kjærsgaard hefur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðarfundi sem sameina ætti okkur Íslendinga, burtséð frá trú okkar og uppruna er hneyksli,“ segir meðal annars í tilkynningu Pírata.

Eins og Stundin fjallaði um í gær er Pia þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn fjölmenningu og íslam. Árið 2010 kallaði hún eftir því að stjórnvöld bönnuðu innflytjendum sem ekki væru af vestrænum uppruna að setjast í Danmörku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár