Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

Skort­ur er á upp­lýs­inga­öfl­un og sér­stök­um verk­ferl­um inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins um áverka af völd­um hunda, sam­kvæmt svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar. Ár­lega eru að með­al­tali 150 til­felli um áverka eft­ir hund skráð.

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda
Mikill fjöldi áverka af völdum hunda ár hvert Í fyrra voru um 160 tilfelli skráð innan heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa sem áverkar eftir hund. Mynd: Shutterstock

Skortur er á upplýsingaöflun og sérstökum verkferlum innan heilbrigðiskerfisins varðandi áverka af völdum hunds, af svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurnar Björns Levís Gunnarssonar að dæma. Á seinasta ári rötuðu um það bil 160 inn á borð heilbrigðisstofnana á landsvísu þar sem áverkar eftir hund áttu í hlut. Fyrr á árinu slasaðist barn alvarlega eftir að hafa verið bitið í andlitið af hundi af gerðinni alaskan malamute.

Í fyrirspurninni spyr Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, hversu margir hafi leitað til læknis seinastliðin fimm ár vegna áverka eftir hund, hverjir verkferlarnir séu leiti einstaklingur læknisaðstoðar vegna áverka eftir hund og hvaða upplýsinga sé aflað í slíkum tilvikum. Þá spyr hann einnig hvort að áverkarnir séu flokkaðir eftir alvarleika.

Björn LevíÞingmaðurinn sendi heilbrigðisráðherra fyrirspurn um fjölda áverka af völdum hunda ásamt verklags.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir engar heildstæðar upplýsingar  til um fjölda einstaklinga sem leita til læknis árlega vegna áverka eftir hund. Hún segir heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús ekki heldur vera með sérstaka verkferla vegna áverka af völdum hunds en skjólstæðingur sé spurður hvort atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu og slíkt ráðlagt sé viðkomandi ekki eigandi hundsins. Hún segir áverkum lýst í sjúkraskrá en ekki sé viðhöfð sérstök flokkun á áverkum eftir hund.

Svandís segir þó öll slys vera flokkuð eftir alvarleikastigi á Landspítalanum, en skorin séu sjö talsins; enginn, lítill, meðal, mikill, alvarlegur, lífshættulegur, deyr. Á seinastliðnum fimm árum hafa flestir áverkar eftir hund verið skráðir undir alvarleikastiginu “enginn” eða “lítill”. Sjö tilfelli voru skáð undir “meðalalvarleika”. Samkvæmt töflu sem fylgdi svari heilbrigðisráðherra hafa allt að 743 áverkar eftir hund verið skráðir innan heilbrigðiskerfisins en þess má þó geta að ekki er tilgreint sérstaklega hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands af völdum hvaða dýrategundar bitin eru. Heilbrigðisstofnum Vestfjarða gat einungis áætlað fjölda áverka af völdum hunds sem 3-4 á hverju ári, og þá fengust ekki svör frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í tæka tíð og er fjöldi tilfella því líkast til meiri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu