Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launa­kostn­að­ur að­stoð­ar­manna mun nema um 1,7 millj­örð­um króna á kjör­tíma­bil­inu en hann hef­ur auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förn­um ár­um. Aldrei hafa fleiri að­stoð­ar­menn starf­að í einu fyr­ir sömu rík­is­stjórn­ina en í dag eru þeir 22 tals­ins.

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Aldrei hafa fleiri aðstoðarmenn starfað í einu fyrir sömu ríkisstjórnina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Áætlaður heildarlaunakostnaður vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir króna í ár.

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Launakostnaðurinn aðstoðarmanna árið 2013 nam 175 milljónum króna sem runnu til 14 aðstoðarmanna.

Alls hafa 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir af ríkisstjórn Katrínar en í dag eru 22 starfandi. Það er jafnframt mesti fjöldi aðstoðarmanna sem starfað hefur í einu fyrir ríkisstjórn en fyrir ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar voru 20 aðstoðarmenn að störfum.

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna aðstoðarmanna ráðherra nemur því um 1,7 milljörðum króna á kjörtímabilinu en mánaðarlaun aðstoðarmanna eru tæpar 1,2 milljónir króna.

Meginhlutverk aðstoðarmanns ráðherra er að vinna að stefnumótun á málefnasviði ráðuneytis undir yfirstjórn ráðherra og í samvinnu við ráðuneytisstjóra samkvæmt lögum Stjórnarráð Íslands. Stöður aðstoðarmanna eru ekki auglýstar enda eru þeir pólítískt skipaðir.

Launakostnaður aðstoðarmanna aukist gríðarlega

Samkvæmt núgildandi lögum um Stjórnarráð Íslands hefur hver ráðherra heimild til þess að ráða tvo aðstoðarmenn án auglýsingar. Þá getur ríkisstjórnin tekið þá ákvörðun að ráða þrjá aðstoðarmenn til viðbótar en slík ákvörðun hefur ekki verið tekin enn. „Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort sú heimild verði nýtt,“ segir í svari Katrínar.

Kostnaður vegna rekstur ríkisstjórnarinnar hefur aukist um rúmar 200 milljónir króna frá árinu 2012 og er áætlað, samkvæmt fjárlögum 2018, að hann nemi 461 milljón króna í ár. Fjárheimildin dugir því rétt rúmlega fyrir launum aðstoðarmannanna en þá á eftir að greiða ráðherrunum laun. Þannig er ljóst að kostnaðurinn við rekstur ríkisstjórnarinnar mun fara langt fram úr fjárheimildum samkvæmt fjárlögum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár