Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

Formað­ur Efl­ing­ar bregst við for­síðu­um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og þakk­ar kjara­full­trú­um fyr­ir vel unn­in störf. Seg­ir Kri­stýnu Králová hafa orð­ið fyr­ir mis­notk­un, svik­um og of­beldi.

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist stolt af árangri stéttafélagsins og aðstoðinni sem það veitti Kristýnu Králová við að sækja rétt sinn eftir að brotið var gegn henni á Hótel Adam. 

Í tilkynningu sem Efling sendi út í dag er haft eftir Sólveigu að mál Kristýnar sýni fram á mikilvægi stéttarfélaga til að verja berskjaldað vinnufólk.

„Hér er kona af erlendum uppruna blekkt með loforðum um vinnu á Íslandi en lendir svo í misnotkun, svikum og ofbeldi sem ganga út yfir öll mörk. Aðstæðurnar sem Kristýna var látin búa við eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“.

Saga Kristýnar er rakin í nýútkomnu blaði Stundarinnar.  Hún segir söguna alla af starfsaðstæðunum, svindli og svikum, hvernig hótelgestir voru blekktir til að kaupa vatn og hvernig henni var gert að sofa í sama rúmi og eigandi hótelsins sem síðar var dæmdur til að greiða henni tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eiganda Hótel Adam til að greiða Kristýnu tæpar þrjár milljón krónur fyrir vangoldin laun, en yfirmaður hennar var með hana í starfi til margra mánaða án þess að gefa henni kennitölu eða borga laun. 

Sólveig Anna þakkar starfsfólki Eflingar fyrir að hafa staðið vörð um réttindi Kristýnar. „Þrautreyndur kjaramálafulltrúi okkar fór á staðinn í vinnustaðaeftirlit sem skipti miklu við að svipta hulunni af þessu ógeðslega máli. Kjaramálafulltrúi gerði svo launakröfu fyrir hönd starfsmannsins um leið og hún leitaði til okkar. Svo fóru lögmenn okkar með málið fyrir dóm og unnu. Ég er ótrúlega stolt af starfsfólkinu hér hjá Eflingu sem notaði reynslu sína og þekkingu til verja rétt þessa félagsmanns alla leið. Ég hvet allt verkafólk á Íslandi sem lendir í misnotkun af þessu tagi til að leita aðstoðar hjá sínu verkalýðsfélagi. Það skilar árangri.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta blaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár