Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkislögreglustjóri nefndi dreifendur nýnasistaáróðurs í skýrslu um hryðjuverkaógn

Að­il­ar sem dreifðu nýnas­ista­áróðri í Hlíða­hverfi segj­ast tengd­ir hreyf­ingu sem Evr­ópu­lög­regl­an hef­ur var­að við. Rík­is­lög­reglu­stjóri fjall­aði um hreyf­ing­una í skýrslu um hættu af hryðju­verk­um í fyrra.

Ríkislögreglustjóri nefndi dreifendur nýnasistaáróðurs í skýrslu um hryðjuverkaógn
Áróður nýnasista Nafnlausir aðilar stærðu sig á netinu af dreifingu áróðurs í Hlíðahverfinu.

Ríkislögreglustjóri fjallaði um „The Nordic Resistance Movement“ í skýrslu sinni um mat á hættu af hryðjuverkum á síðasta ári. Hreyfingin virðist nú hafa skotið rótum á Íslandi en aðilar sem segjast tengdir henni hafa dreift áróðri í Hlíðahverfi í Reykjavík í nafni „Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar“.

Samtökin eru samansett af hópum í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku, og nú Íslandi, sem vilja mynda nýtt sameinað ríki Norðurlandanna. Hóparnir á Norðurlöndum beita orðræðu nýnasista og hafa verið bendlaðir við ofbeldisverk. Voru þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð dæmdir í fangelsi í fyrra fyrir sprengjuárás í Gautaborg.

„Evrópulögreglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa“

Í skýrslu sinni „Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum“ frá janúar 2017, er fjallað sérstaklega á samtökin og sagt að Evrópulögreglan (Europol) bendi á að slíkir pólitískir öfgahópar geri málefni flóttafólks og hælisleitenda að deiluefni, stuðli að sundrungu og beiti sér á samfélagsmiðlum af gífuryrðum og hatursorðræðu. „Vakin er athygli á að í sumum aðildarríkjum ESB hafi þess orðið vart að borgarar hafi myndað eftirlitshópa sem fara um götur og hverfi,“ segir í skýrslunni. „Stjórnvöld í Finnlandi hafi upplýst að í sumum bæjum haldi „Finnska andspyrnuhreyfingin“ uppi slíku eftirliti og segja hana vera hluta af „Norrænu andspyrnuhreyfingunni“ en svo nefnist samtök skandinavískra þjóðernissósíalista sem starfræki deildir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“

Virðast ekki hafa vitað af íslenskri starfsemi

Embættið virðist ekki hafa vitað af starfsemi Íslandsdeildarinnar undir nafninu Norðurvígi þegar skýrslan kom út, en lén þessara aðila var skráð hjá ISNIC í maí 2016. Samkvæmt vefsíðunni héldu samtökin vikulega fundi árið 2017 og söfnuðu fjárstuðningi frá meðlimum sínum. Þá segir að tveir hafi farið til Svíþjóðar til að funda með skoðanabræðrum.

Evrópulögreglan bendir á að einstaklingar, stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar og mannréttindasamtök sem andmæla málflutningnum kunni að verða fórnarlömb hatursáróðurs og hvatningar til ofbeldisverka. „Evrópulögreglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa og nefnir að í framtíðinni kunni líkamsárásum, íkveikjum og alvarlegri verknuðum þ.m.t. morðum að fjölga,“ segir í skýrslunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Innflytjendamál

Guðmundur Ingi: „Þurfum virkilega að taka á honum stóra okkar“
FréttirInnflytjendamál

Guð­mund­ur Ingi: „Þurf­um virki­lega að taka á hon­um stóra okk­ar“

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­mála­ráð­herra tel­ur um­ræð­una um út­lend­inga snúa um of að hæl­is­leit­end­um og flótta­fólki á með­an sá hóp­ur tel­ur ein­ung­is um 10% inn­flytj­enda. Þetta hef­ur, að mati ráð­herr­ans, nei­kvæð áhrif á um­ræðu um út­lend­inga á Ís­landi al­mennt og bein­ir sjón­um frá mik­il­væg­um áskor­un­um.
Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa
FréttirInnflytjendamál

Ekk­ert sam­band á milli fjölda inn­flytj­enda og glæpa

Fjöldi til­kynn­inga um of­beld­is­brot á ár­un­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er áþekk­ur fjöld­an­um fyr­ir far­ald­ur, ef lit­ið er til höfða­tölu. Ekki er sam­band á milli fjölda af­brota og inn­flytj­enda eða hæl­is­leit­enda, en það er mis­jafnt eft­ir lönd­um hvort inn­flytj­end­ur séu lík­legri eða ólík­legri til þess að fremja af­brot en inn­fædd­ir, að sögn af­brota­fræð­ings.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár