Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkislögreglustjóri nefndi dreifendur nýnasistaáróðurs í skýrslu um hryðjuverkaógn

Að­il­ar sem dreifðu nýnas­ista­áróðri í Hlíða­hverfi segj­ast tengd­ir hreyf­ingu sem Evr­ópu­lög­regl­an hef­ur var­að við. Rík­is­lög­reglu­stjóri fjall­aði um hreyf­ing­una í skýrslu um hættu af hryðju­verk­um í fyrra.

Ríkislögreglustjóri nefndi dreifendur nýnasistaáróðurs í skýrslu um hryðjuverkaógn
Áróður nýnasista Nafnlausir aðilar stærðu sig á netinu af dreifingu áróðurs í Hlíðahverfinu.

Ríkislögreglustjóri fjallaði um „The Nordic Resistance Movement“ í skýrslu sinni um mat á hættu af hryðjuverkum á síðasta ári. Hreyfingin virðist nú hafa skotið rótum á Íslandi en aðilar sem segjast tengdir henni hafa dreift áróðri í Hlíðahverfi í Reykjavík í nafni „Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar“.

Samtökin eru samansett af hópum í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku, og nú Íslandi, sem vilja mynda nýtt sameinað ríki Norðurlandanna. Hóparnir á Norðurlöndum beita orðræðu nýnasista og hafa verið bendlaðir við ofbeldisverk. Voru þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð dæmdir í fangelsi í fyrra fyrir sprengjuárás í Gautaborg.

„Evrópulögreglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa“

Í skýrslu sinni „Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum“ frá janúar 2017, er fjallað sérstaklega á samtökin og sagt að Evrópulögreglan (Europol) bendi á að slíkir pólitískir öfgahópar geri málefni flóttafólks og hælisleitenda að deiluefni, stuðli að sundrungu og beiti sér á samfélagsmiðlum af gífuryrðum og hatursorðræðu. „Vakin er athygli á að í sumum aðildarríkjum ESB hafi þess orðið vart að borgarar hafi myndað eftirlitshópa sem fara um götur og hverfi,“ segir í skýrslunni. „Stjórnvöld í Finnlandi hafi upplýst að í sumum bæjum haldi „Finnska andspyrnuhreyfingin“ uppi slíku eftirliti og segja hana vera hluta af „Norrænu andspyrnuhreyfingunni“ en svo nefnist samtök skandinavískra þjóðernissósíalista sem starfræki deildir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“

Virðast ekki hafa vitað af íslenskri starfsemi

Embættið virðist ekki hafa vitað af starfsemi Íslandsdeildarinnar undir nafninu Norðurvígi þegar skýrslan kom út, en lén þessara aðila var skráð hjá ISNIC í maí 2016. Samkvæmt vefsíðunni héldu samtökin vikulega fundi árið 2017 og söfnuðu fjárstuðningi frá meðlimum sínum. Þá segir að tveir hafi farið til Svíþjóðar til að funda með skoðanabræðrum.

Evrópulögreglan bendir á að einstaklingar, stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar og mannréttindasamtök sem andmæla málflutningnum kunni að verða fórnarlömb hatursáróðurs og hvatningar til ofbeldisverka. „Evrópulögreglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa og nefnir að í framtíðinni kunni líkamsárásum, íkveikjum og alvarlegri verknuðum þ.m.t. morðum að fjölga,“ segir í skýrslunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Innflytjendamál

Guðmundur Ingi: „Þurfum virkilega að taka á honum stóra okkar“
FréttirInnflytjendamál

Guð­mund­ur Ingi: „Þurf­um virki­lega að taka á hon­um stóra okk­ar“

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­mála­ráð­herra tel­ur um­ræð­una um út­lend­inga snúa um of að hæl­is­leit­end­um og flótta­fólki á með­an sá hóp­ur tel­ur ein­ung­is um 10% inn­flytj­enda. Þetta hef­ur, að mati ráð­herr­ans, nei­kvæð áhrif á um­ræðu um út­lend­inga á Ís­landi al­mennt og bein­ir sjón­um frá mik­il­væg­um áskor­un­um.
Ekkert samband á milli fjölda innflytjenda og glæpa
FréttirInnflytjendamál

Ekk­ert sam­band á milli fjölda inn­flytj­enda og glæpa

Fjöldi til­kynn­inga um of­beld­is­brot á ár­un­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er áþekk­ur fjöld­an­um fyr­ir far­ald­ur, ef lit­ið er til höfða­tölu. Ekki er sam­band á milli fjölda af­brota og inn­flytj­enda eða hæl­is­leit­enda, en það er mis­jafnt eft­ir lönd­um hvort inn­flytj­end­ur séu lík­legri eða ólík­legri til þess að fremja af­brot en inn­fædd­ir, að sögn af­brota­fræð­ings.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár