Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Föðurbróðir fjármálaráðherra orðinn stjórnarformaður Hvals

Rík­is­stjórn­in mun þurfa að taka af­stöðu til áfram­hald­andi lang­reyða­veiða á næst­unni. Frænd­ur fjár­mála­ráð­herra eru hlut­haf­ar í Hval hf. og Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hef­ur lagst gegn því að hval­veiði­stefna Ís­lands verði end­ur­skoð­uð.

Föðurbróðir fjármálaráðherra orðinn stjórnarformaður Hvals

Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, tók nýlega við stjórnarformennsku í Hval hf. 

Fyrirtækið hóf nýlega veiðar á langreyðum eftir tveggja ára hlé, en um er að ræða einu útgerðina sem stundar slíkar veiðar við Íslandsstrendur. 

Reglugerð frá 2014 sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári og mun þannig ríkisstjórnin þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi veiða. 

Veiðarnar eru umdeildar, hafa bakað Íslandi vandræði á alþjóðavettvangi og um árabil verið einn helsti ásteytingarsteininn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. 

Svo virðist sem ekki ríki einhugur um veiðarnar innan ríkisstjórnarinnar.

Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýlega í svari við fyrirspurn Stundarinnar að hún hefði miklar efasemdir um að hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum sjónarmiðum. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og flokksfélagi Bjarna Benediktssonar, hefur hins vegar lagst gegn því í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Alþingi að hvalveiðistefna Íslands verði endurmetin. Þá telur hann ekki unnt að takmarka veiðar á langreyði með þeim hætti að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári.

Aðeins örfá fyrirtæki stunda hvalveiðar við Íslandsstrendur.

Hvalur hf. er eina útgerðin sem veiðir langreyðar. P 126 ehf., félag í eigu Lúxemborgarfélags Einars Sveinssonar, á 2,24 prósent í Hval samkvæmt gildandi skráningu sem í gagnagrunni Credit info og félagið Eldhrímnir ehf, í eigu Ingimundar Sveinssonar bróður Einars, á 1,53 prósent.

Á meðal fyrirtækja sem stundað hafa hrefnuveiðar eru Hrefnuveiðimenn ehf., Hrafnreyður ehf. og IP Útgerð ehf, félög sem ýmist tengjast náið eða eru í eigu Gunnars Bergmanns Jónssonar, sonar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrsta varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár