Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Föðurbróðir fjármálaráðherra orðinn stjórnarformaður Hvals

Rík­is­stjórn­in mun þurfa að taka af­stöðu til áfram­hald­andi lang­reyða­veiða á næst­unni. Frænd­ur fjár­mála­ráð­herra eru hlut­haf­ar í Hval hf. og Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hef­ur lagst gegn því að hval­veiði­stefna Ís­lands verði end­ur­skoð­uð.

Föðurbróðir fjármálaráðherra orðinn stjórnarformaður Hvals

Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, tók nýlega við stjórnarformennsku í Hval hf. 

Fyrirtækið hóf nýlega veiðar á langreyðum eftir tveggja ára hlé, en um er að ræða einu útgerðina sem stundar slíkar veiðar við Íslandsstrendur. 

Reglugerð frá 2014 sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári og mun þannig ríkisstjórnin þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi veiða. 

Veiðarnar eru umdeildar, hafa bakað Íslandi vandræði á alþjóðavettvangi og um árabil verið einn helsti ásteytingarsteininn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. 

Svo virðist sem ekki ríki einhugur um veiðarnar innan ríkisstjórnarinnar.

Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýlega í svari við fyrirspurn Stundarinnar að hún hefði miklar efasemdir um að hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum sjónarmiðum. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og flokksfélagi Bjarna Benediktssonar, hefur hins vegar lagst gegn því í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Alþingi að hvalveiðistefna Íslands verði endurmetin. Þá telur hann ekki unnt að takmarka veiðar á langreyði með þeim hætti að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári.

Aðeins örfá fyrirtæki stunda hvalveiðar við Íslandsstrendur.

Hvalur hf. er eina útgerðin sem veiðir langreyðar. P 126 ehf., félag í eigu Lúxemborgarfélags Einars Sveinssonar, á 2,24 prósent í Hval samkvæmt gildandi skráningu sem í gagnagrunni Credit info og félagið Eldhrímnir ehf, í eigu Ingimundar Sveinssonar bróður Einars, á 1,53 prósent.

Á meðal fyrirtækja sem stundað hafa hrefnuveiðar eru Hrefnuveiðimenn ehf., Hrafnreyður ehf. og IP Útgerð ehf, félög sem ýmist tengjast náið eða eru í eigu Gunnars Bergmanns Jónssonar, sonar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrsta varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár