Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Föðurbróðir fjármálaráðherra orðinn stjórnarformaður Hvals

Rík­is­stjórn­in mun þurfa að taka af­stöðu til áfram­hald­andi lang­reyða­veiða á næst­unni. Frænd­ur fjár­mála­ráð­herra eru hlut­haf­ar í Hval hf. og Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hef­ur lagst gegn því að hval­veiði­stefna Ís­lands verði end­ur­skoð­uð.

Föðurbróðir fjármálaráðherra orðinn stjórnarformaður Hvals

Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, tók nýlega við stjórnarformennsku í Hval hf. 

Fyrirtækið hóf nýlega veiðar á langreyðum eftir tveggja ára hlé, en um er að ræða einu útgerðina sem stundar slíkar veiðar við Íslandsstrendur. 

Reglugerð frá 2014 sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári og mun þannig ríkisstjórnin þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi veiða. 

Veiðarnar eru umdeildar, hafa bakað Íslandi vandræði á alþjóðavettvangi og um árabil verið einn helsti ásteytingarsteininn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. 

Svo virðist sem ekki ríki einhugur um veiðarnar innan ríkisstjórnarinnar.

Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýlega í svari við fyrirspurn Stundarinnar að hún hefði miklar efasemdir um að hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum sjónarmiðum. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og flokksfélagi Bjarna Benediktssonar, hefur hins vegar lagst gegn því í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Alþingi að hvalveiðistefna Íslands verði endurmetin. Þá telur hann ekki unnt að takmarka veiðar á langreyði með þeim hætti að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári.

Aðeins örfá fyrirtæki stunda hvalveiðar við Íslandsstrendur.

Hvalur hf. er eina útgerðin sem veiðir langreyðar. P 126 ehf., félag í eigu Lúxemborgarfélags Einars Sveinssonar, á 2,24 prósent í Hval samkvæmt gildandi skráningu sem í gagnagrunni Credit info og félagið Eldhrímnir ehf, í eigu Ingimundar Sveinssonar bróður Einars, á 1,53 prósent.

Á meðal fyrirtækja sem stundað hafa hrefnuveiðar eru Hrefnuveiðimenn ehf., Hrafnreyður ehf. og IP Útgerð ehf, félög sem ýmist tengjast náið eða eru í eigu Gunnars Bergmanns Jónssonar, sonar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrsta varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár