Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráð­herra barna­verndar­mála lækar færslu um öfund­sjúka og eigin­gjarna barna­verndar­starfs­menn

Fólk sem fer með æðstu stjórn og eft­ir­lit barna­vernd­ar­mála á Ís­landi tek­ur und­ir um­mæli um að gagn­rýni á Braga Guð­brands­son sé knú­in áfram af öf­und og eig­in­hags­mun­um „frama­pot­ara í barna­vernd­ar­geir­an­um“.

Ráð­herra barna­verndar­mála lækar færslu um öfund­sjúka og eigin­gjarna barna­verndar­starfs­menn

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að öfundsjúkt fólk hafi vegið að Braga Guðbrandssyni, nýkjörnum fulltrúa Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, undanfarna mánuði.

Gagnrýni á vinnubrögð Braga megi rekja til þess að Bragi þori að „taka hagsmuni barna fram yfir eiginhagsmuni ýmissa meðferðaraðila og framapotara í barnaverndargeiranum“. Þetta skrifar Ólafur á Facebook þar sem hann óskar Braga til hamingju með afburðakosningu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 

Athygli vekur að einn þeirra sem læka færsluna er Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra en kvartanir barnaverndarnefnda undan vinnubrögðum Braga eru nú í rannsóknarfarvegi innan ráðuneytis sem lýtur yfirstjórn Ásmundar. 

Nærtækast er að túlka orð Ólafs, sem Ásmundur Einar tekur undir, sem harða ádeilu á þá aðila innan barnaverndarkerfisins sem leituðu til ráðuneytis Ásmundar vegna ítrekaðra óformlegra afskipta Braga Guðbrandssonar af einstökum barnaverndarmálum. Í færslunni sem ráðherra lækar eru jafnframt ónafngreindum aðilum gerðar upp hvatir, þ.e. öfundsýki og eiginhagsmunasemi. 

Nýleg úttekt héraðsdómara og dósents sýndi að velferðarráðuneytið vanrækti rannsóknarskyldu sína og mistókst að leiða fram staðreyndir þegar barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu kvörtuðu undan vinnubrögðum Braga Guðbrandssonar.

Í úttektinni er ekki lagt heildarmat á stjórnsýslu Barnaverndarstofu og Braga Guðbrandssonar í einstökum barnaverndarmálum, en úttektin staðfestir að sú frásögn af afskiptum Braga af svokölluðu Hafnarfjarðarmáli sem birtist í Stundinni þann 27. apríl síðastliðinn byggði á einu skráðu samtímagögnunum sem til eru um afskiptin.

Eins og Stundin greindi frá beitti Bragi sér fyrir því að faðir fengi að umgangast dætur sínar þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að faðirinn hefði misnotað þær kynferðislega. „Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði í raun og veru engan áhuga á að vita það,“ sagði Bragi í viðtali við Stundina um umrætt mál. 

„Þessi kosning er mikið afrek og sýnir að útlendingar kunna að meta frábær störf Braga fyrir börnin í veröldinni um áratugaskeið,“ skrifar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor á Facebook. „Enda eru útlendingarnir ekki partur af íslensku kunningjasamfélagi, þar sem öfundsjúkir hælbítar hafa gjammað að Braga síðustu mánuði fyrir það eitt að hann þorir að taka hagsmuni barna fram yfir eiginhagsmuni ýmissa meðferðaraðila og framapotara í barnaverndargeiranum. Stundum nær réttlætið fram að ganga ... :) Til hamingju, Bragi Guðbrandsson!“ 

Auk Ásmundar Einars eru Heiða Björg Pálmadóttir, núverandi forstjóri Barnaverndarstofu og Bragi Guðbrandsson sjálfur í hópi þeirra sem læka færsluna. Þannig virðist sú skoðun ríkjandi hjá þeim aðilum sem fara með æðstu stjórn og eftirlit barnaverndarmála á Íslandi að annarlegar hvatir meðferðaraðila og barnaverndarstarfsmanna hafi legið að baki athugasemdum sem gerðar hafa verið við störf Braga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu