Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráð­herra barna­verndar­mála lækar færslu um öfund­sjúka og eigin­gjarna barna­verndar­starfs­menn

Fólk sem fer með æðstu stjórn og eft­ir­lit barna­vernd­ar­mála á Ís­landi tek­ur und­ir um­mæli um að gagn­rýni á Braga Guð­brands­son sé knú­in áfram af öf­und og eig­in­hags­mun­um „frama­pot­ara í barna­vernd­ar­geir­an­um“.

Ráð­herra barna­verndar­mála lækar færslu um öfund­sjúka og eigin­gjarna barna­verndar­starfs­menn

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að öfundsjúkt fólk hafi vegið að Braga Guðbrandssyni, nýkjörnum fulltrúa Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, undanfarna mánuði.

Gagnrýni á vinnubrögð Braga megi rekja til þess að Bragi þori að „taka hagsmuni barna fram yfir eiginhagsmuni ýmissa meðferðaraðila og framapotara í barnaverndargeiranum“. Þetta skrifar Ólafur á Facebook þar sem hann óskar Braga til hamingju með afburðakosningu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 

Athygli vekur að einn þeirra sem læka færsluna er Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra en kvartanir barnaverndarnefnda undan vinnubrögðum Braga eru nú í rannsóknarfarvegi innan ráðuneytis sem lýtur yfirstjórn Ásmundar. 

Nærtækast er að túlka orð Ólafs, sem Ásmundur Einar tekur undir, sem harða ádeilu á þá aðila innan barnaverndarkerfisins sem leituðu til ráðuneytis Ásmundar vegna ítrekaðra óformlegra afskipta Braga Guðbrandssonar af einstökum barnaverndarmálum. Í færslunni sem ráðherra lækar eru jafnframt ónafngreindum aðilum gerðar upp hvatir, þ.e. öfundsýki og eiginhagsmunasemi. 

Nýleg úttekt héraðsdómara og dósents sýndi að velferðarráðuneytið vanrækti rannsóknarskyldu sína og mistókst að leiða fram staðreyndir þegar barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu kvörtuðu undan vinnubrögðum Braga Guðbrandssonar.

Í úttektinni er ekki lagt heildarmat á stjórnsýslu Barnaverndarstofu og Braga Guðbrandssonar í einstökum barnaverndarmálum, en úttektin staðfestir að sú frásögn af afskiptum Braga af svokölluðu Hafnarfjarðarmáli sem birtist í Stundinni þann 27. apríl síðastliðinn byggði á einu skráðu samtímagögnunum sem til eru um afskiptin.

Eins og Stundin greindi frá beitti Bragi sér fyrir því að faðir fengi að umgangast dætur sínar þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að faðirinn hefði misnotað þær kynferðislega. „Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði í raun og veru engan áhuga á að vita það,“ sagði Bragi í viðtali við Stundina um umrætt mál. 

„Þessi kosning er mikið afrek og sýnir að útlendingar kunna að meta frábær störf Braga fyrir börnin í veröldinni um áratugaskeið,“ skrifar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor á Facebook. „Enda eru útlendingarnir ekki partur af íslensku kunningjasamfélagi, þar sem öfundsjúkir hælbítar hafa gjammað að Braga síðustu mánuði fyrir það eitt að hann þorir að taka hagsmuni barna fram yfir eiginhagsmuni ýmissa meðferðaraðila og framapotara í barnaverndargeiranum. Stundum nær réttlætið fram að ganga ... :) Til hamingju, Bragi Guðbrandsson!“ 

Auk Ásmundar Einars eru Heiða Björg Pálmadóttir, núverandi forstjóri Barnaverndarstofu og Bragi Guðbrandsson sjálfur í hópi þeirra sem læka færsluna. Þannig virðist sú skoðun ríkjandi hjá þeim aðilum sem fara með æðstu stjórn og eftirlit barnaverndarmála á Íslandi að annarlegar hvatir meðferðaraðila og barnaverndarstarfsmanna hafi legið að baki athugasemdum sem gerðar hafa verið við störf Braga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár