Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðherra um hvalveiðar Íslendinga: „Ég hef haft miklar efasemdir“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hef­ur mikl­ar efa­semd­ir um að hval­veið­ar Ís­lend­inga séu sjálf­bær­ar út frá um­hverf­is­leg­um, sam­fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um sjón­ar­mið­um. Reglu­gerð­in sem heilm­ar hval­veið­ar Hvals hf. fell­ur úr gildi á næsta ári.

Forsætisráðherra um hvalveiðar Íslendinga: „Ég hef haft miklar efasemdir“
Efast um forsendur hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra efast um forsendur hvalveiða og réttmæti þeirra. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa miklar efasemdir um að hvalveiðar Íslendinga sé réttlætanlegar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Reglugerð frá árinu 2014 sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári en hún var sett í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi samgönguráðherra, þegar hann var ráðherra sjávarútvegsmála. Ríkisstjórn Katrínar Jakbosdóttur þarf að taka afstöðu til þess hvort hvalveiðum Íslendinga verði haldið áfram eða ekki og setja þarf nýja reglugerð til að heimila áframhaldandi veiðar. 

Orðrétt segir Katrín: „Ég hef haft miklar efasemdir um að veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur geti talist sjálfbærar út frá umhverfis-, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum.“  Þetta segir Katrín í svörum sínum við spurningum Stundarinnar um viðhorf hennar og ríkisstjórnar hennar til hvalveiða.

 

Fyrsta langreyðurinn í valnum

Svör Katrínar eru birt í úttekt blaðsins um Kristján Loftsson sem keyrt hefur hvalveiðar Hvals hf. áfram um árabil, allt frá árinu 2006 þegar 20 ára banni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár