Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA hefur glímt við rekstrarerfiðleika sem leitt hafa til þess að félagið hefur verið selt til Kviku banka fyrir 3,75 milljarða króna. Þessir rekstrarerfiðleikar eru ekki nefndir í markaðstilkynningunni þar sem greint er frá sölunni á fyrirtækinu. Erfiðleikar GAMMA hafa meðal annars falist í lausafjárskorti.
Aðdragandann að erfiðleikum GAMMA er meðal annars að finna í hraðri stækkun og útrás fyrirtækisins. GAMMA fór í dýra erlenda útrás sem gekk ekki vel og skilaði ekki miklu nema kostnaði fyrir fyrirtækið, meðal annars var hætt við að opna skrifstofu í Zurich i Sviss sem tilkynnt var um að myndi opna með sérstakri fréttatilkyningu á sínum tíma. Af þessu varð þó ekki.
Forstjóri og stofnandi GAMMA, Gísli Hauksson, lét af störfum sem forstjóri GAMMA fyrr á árinu og varð starfandi stjórnarformaður en lét einnig af því starfi skömmu síðar. Gísli var arktitekinn …
Athugasemdir