Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lobbíistar tóbaks­fyrir­tækja beita sér fyrir raf­rettu­væðingu á Ís­landi

Stór­fyr­ir­tæki á tób­aks­mark­aðn­um hafa keypt upp rafsíga­rettu­fyr­ir­tæki og beita sér fyr­ir þau. Þetta á líka við á Ís­landi. Aug­lýs­inga­bann á rafsíga­rett­um var þyrn­ir í aug­um tób­aks­fyr­ir­tækj­anna sem reyndu að fá því breytt.

Lobbíistar tóbaks­fyrir­tækja beita sér fyrir raf­rettu­væðingu á Ís­landi
Reynt að þrýsta á Alþingi Bandarísk tóbaksfyrirtæki, sem eiga hlutabréf í rafsígarettufyrirtækjum, reyndu að þrýsta á Alþingi að koma í veg fyrir auglýsingabann á rafrettum á Íslandi í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Mynd: Pressphotos

Lobbíistar stórra bandarískra og alþjóðlegra tóbaksfyrirtækja hafa beitt sér í lagasetningu um rafsígarettur á Íslandi. Stór bandarísk tóbaksfyrirtæki hafa síðastliðin ár fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða og selja rafsígarettur, meðal annars á fyrirtækið Altria (áður Philip Morris) rafrettufyrirtækið Markten og British American Tobacco á fyrirtækið VYPE.  Með þessu móti hafa stór tóbaksfyrirtæki bæði fjárhagslega hagsmuni af sölu venjulegra sígarettna og eins rafsígarettna. 

Vilja selja fólki vandamálið og lausnina á því

Samkvæmt rannsóknum á notkun rafsígarettna er um 90 prósent þeirra sem nota rafsígarettur fyrrverandi reykingamenn sem nota rafrettur til að hætta að reykja sígarettur. Sú þróun hefur átt sér stað í eignarhaldi rafsígarettnanna að stóru tóbaksfyrirtækin hafa keypt litla minni framleiðendur rafsígarettna og eru fyrir vikið orðin að risastórum hagsmunaaðilum á rafrettumarkaðnum.

Með þessu móti má segja að tóbaksfyrirtækin vilji bæði hagnast á vandamálinu, sölu tóbaks, en einnig á lausninni við vandamálinu, rafsígarettum. Tóbaksfyrirtækin vilja sem sagt selja fólkinu fíknina …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lýðheilsa

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis
FréttirLýðheilsa

Ís­lensk­ir „Olíu­vin­ir“ í keðju um­deilds fyr­ir­tæk­is

Yf­ir 800 manns eru í sölu­keðju Young Li­ving ilm­kjarna­ol­íu á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið sæt­ir hóp­mál­sókn í Banda­ríkj­un­um fyr­ir pýra­mída­s­vindl og sögðu sölu­menn vör­urn­ar geta lækn­að Ebóla-smit. Ís­lensk­ar kon­ur sem dreifa vör­un­um segja tengslamark­aðs­setn­ingu nauð­syn­lega til að kenna fólki um virkni ilm­kjarna­ol­íu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár