Lobbíistar stórra bandarískra og alþjóðlegra tóbaksfyrirtækja hafa beitt sér í lagasetningu um rafsígarettur á Íslandi. Stór bandarísk tóbaksfyrirtæki hafa síðastliðin ár fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða og selja rafsígarettur, meðal annars á fyrirtækið Altria (áður Philip Morris) rafrettufyrirtækið Markten og British American Tobacco á fyrirtækið VYPE. Með þessu móti hafa stór tóbaksfyrirtæki bæði fjárhagslega hagsmuni af sölu venjulegra sígarettna og eins rafsígarettna.
Vilja selja fólki vandamálið og lausnina á því
Samkvæmt rannsóknum á notkun rafsígarettna er um 90 prósent þeirra sem nota rafsígarettur fyrrverandi reykingamenn sem nota rafrettur til að hætta að reykja sígarettur. Sú þróun hefur átt sér stað í eignarhaldi rafsígarettnanna að stóru tóbaksfyrirtækin hafa keypt litla minni framleiðendur rafsígarettna og eru fyrir vikið orðin að risastórum hagsmunaaðilum á rafrettumarkaðnum.
Með þessu móti má segja að tóbaksfyrirtækin vilji bæði hagnast á vandamálinu, sölu tóbaks, en einnig á lausninni við vandamálinu, rafsígarettum. Tóbaksfyrirtækin vilja sem sagt selja fólkinu fíknina …
Athugasemdir