„Það er bara ekkert rétt að við séum að flytja til útlanda. Starfseminni hér verður haldið áfram. Við erum með framleiðslusamninga og það er óbreytt,“ segir Össur Kristinsson, stoðtækjafræðingur og stofnandi eins þekktasta og farsælasta fyrirtækis landsins sem heitir eftir honum, aðspurður um bátafyrirtækið Rafnar sem hann á og hefur fjármagnað síðastliðin tíu ár. Á þessum áratug hefur Rafnar tapað um 5 milljörðum króna sem koma nær alfarið frá Össuri sjálfum í gegnum eignarhaldsfélag sem hann á í Lúxemborg, Mallard AS. Rafnar hefur meðal annars hannað og smíðað báta sem Landhelgisgæslan hefur keypt af fyrirtækinu.
Eigandi og framkvæmdastjóri missaga
Í byrjun júní voru sagðar fréttir af því að Rafnar hefði sagt upp öllu starfsfólki sínu á Íslandi – um 30 talsins – að félagið myndi hætta starfsemi á Íslandi og flytja til „útlanda“. Ekki …
Athugasemdir