Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál

Mæðg­urn­ar Astra­ea Jill Robert­son og Amy Robert­son, af­kom­end­ur konu sem fóst­ur­móð­ir Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar sendi í fóst­ur í Skotlandi ár­ið 1929, komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyld­una. Þeim finnst tími til kom­inn að stíga fram og segja sögu móð­ur þeirra og ömmu sem var alltaf hald­ið í skugg­an­um.

Að kvöldi dags þann 1. apríl 2016 snæddu mæðgurnar Astraea Jill Robertson (Jill) og Amy Robertson síðbúinn kvöldverð heima hjá þeim Júlíusi Vífli Ingvarssyni, þáverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og eiginkonu hans, Svanhildi Blöndal presti, að Hagamel í Reykjavík. Júlíus hafði neyðst til að seinka boðinu um klukkustund eða svo, að eigin sögn vegna fjölmiðlaviðtala, og þótti mæðgunum nokkuð til koma. Þær voru komnar alla leið frá heimalandi sínu, Skotlandi, í minningu móður sinnar og ömmu, Catherine Öldu Laurens Weatherstone (Cathie), sem lést í janúar 2014.

Fæddist í SkotlandiCatherine Alda Laurens Weatherstone fæddist í Skotlandi árið 1929.

Cathie var dóttir Áslaugar Sívertsen, fósturmóður Júlíusar Vífils. Þetta hafði hins vegar alltaf verið leyndarmál. Eitthvað sem enginn hafði hátt um á meðan þær voru báðar á lífi. Kvöldverðurinn við Hagamel var sérstakur fyrir þær sakir að þau Jill og Júlíus höfðu ekkert hist síðan Cathie féll frá, en hún hafði verið tíður gestur á heimili móður sinnar, þ.e. fósturforeldra hans. Þau ræddu um gamla tíma. Meðal annars heimsóknir fjölskyldu hennar til Íslands árin 1963 og 1971 sem og heimsóknir Júlíusar til fjölskyldunnar í Helensburgh í Skotlandi, þar sem hann hafði dvalist langdvölum sumrin 1964 og 1967.

Þegar mæðgurnar voru að skoða gamalt fjölskyldualbúm að loknum kvöldverði síðar um kvöldið bað Júlíus þær hins vegar skyndilega um að fara. Svo mikill var asinn að þeim var tjáð að þær gætu tekið albúmið með sér. Amy og Jill skyldu ekki hvers vegna honum lá svo mikið á að koma þeim út úr húsi. Síðar komust þær að því að þennan dag komu fyrstu fréttir um sjóði Júlíusar í skattaskjólum fram. Frekari uppljóstranir úr Panama-skjölunum áttu eftir að vekja enn fleiri spurningar hjá afkomendum Cathie.

Þráði viðurkenningu

„Það eina sem mamma mín þráði var að verða viðurkennd sem dóttir móður sinnar,“ sagði Jill þegar blaðamaður ræddi við mæðgurnar fyrr í janúar. Þær voru komnar aftur til landsins til þess að leita frekari svara við ýmsum spurningum sem hafa leitað á afkomendur Cathie síðastliðin ár. Jill og systkini hennar, þau David Weatherstone og Susan Barrie, hafa lengi verið forvitin um sögu móður sinnar og lagt sig fram við að setja saman heildstæða mynd. Í þeim leiðangri hafa þau farið margar ferðir til Íslands, rætt við ættingja sína, og komist að því hverjir höfðu vitneskju um það hver hún væri í raun og veru. Þá hafa þau leitað svara við því hvers vegna Áslaug virðist ekki hafa getið einkadóttur sinnar í erfðaskrá þvert á það sem móðir þeirra hafði sagt hana hafa fyrirætlun um. Dæmið gengur ekki upp í þeirra huga þar sem Áslaug lagði sig alltaf í líma við að halda sambandi og vildi allt fyrir dóttur sína gera, þrátt fyrir að sannleikurinn um þær tvær hafi alltaf þurft að fara leynt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár