Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, er vændur um að hafa keypt sér viðskiptaverðlaun tímaritisins European CEO sem forstjóri ársins í lyfjabransanum í grein sem birtist á vefsíðu DV í gær. Greint var frá verðlaununum á heimasíðu European CEO og í íslenskum fjölmiðlum eins og mbl.is í gær. Talsmaður Róberts neitar því að verðlaunin séu keypt og vill meina að Björgólfur Thor Björgólfsson reyni að rægja hann.
Í frétt European CEO um verðlaunin er haft eftir bandarískum prófessor, Daniel Isenberg, að Róbert sé slíkur hæfileikamaður að bæði Elon Musk hjá Tesla og Bill Gates hjá Microsoft geti lært eitt og annað af honum: „Á ferli mínu hef ég hitt marga framúrskarandi stjórnendur. Róbert er í hópi þeirra fjögurra eða fimm bestu. Að mínu mati geta meira að segja Bill Gates og Elon frá Tesla lært mikið af honum.“
Í kjölfarið benti DV …
Athugasemdir