36 prósent útgjalda Íslands til þróunarsamvinnu er kostnaður vegna komu flóttamanna og hælisleitenda hingað til lands. Hvergi innan OECD er hlutfallið jafn hátt. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, bendir á þetta í umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir að á Íslandi hafi tíðkast að skilgreina 50 prósent af kostnaði vegna útlendingamála sem þróunarsamvinnu.
Um leið og stór hluti þróunarsamvinnu Íslands rennur til flóttamannamála er Ísland eftirbátur hinna Norðurlandanna bæði hvað varðar móttöku flóttamanna og framlög til þróunaraðstoðar. Miðað við útgjaldarammana sem birtast í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að breytingar verði þar á næstu árin.
Hlutfallið „mjög hátt“
„Hlutfall þessa hluta [kostnaðar vegna móttöku hælisleitenda] innan DAC, Þróunarsamvinnustofnunar OECD, er 10,9% á meðan það hlutfall er 36% á Íslandi, það hæsta innan samtakanna. Þótt heimilt sé að telja þetta til þróunarsamvinnu er þetta mjög hátt hlutfall,“ skrifar …
Athugasemdir