Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rænt í París

Þeg­ar Sig­ur­björg Vign­is­dótt­ir fékk starf sem au pair í Lúx­em­borg sá hún fyr­ir sér að nú væru æv­in­týr­in rétt að hefjast. Hún sá þarna tæki­færi til að standa á eig­in fót­um, ferð­ast og vera frjáls. Eft­ir um mán­að­ar­dvöl úti fór fjöl­skyld­an til Frakk­lands, þar sem hún drakk í sig menn­ing­una, naut lífs­ins og feg­urð­ar­inn­ar í Par­ís. Þar til allt breytt­ist í einni svip­an og myrkr­ið lagð­ist yf­ir, þeg­ar henni var rænt af aust­ur-evr­ópskri mafíu, sem mis­þyrmdi henni og skildi eft­ir í sár­um sín­um.

„Mig langar að segja frá því hvernig lífið getur breyst á örskotsstundu, hvernig ein nótt getur breytt öllu,“ segir Sigurbjörg. „Ég var átján ára áhyggjulaus unglingur úti að skemmta mér í miðborg Parísar, ástarborginni sem þekkt er fyrir fegurð sína og sjarma, þegar þetta gerðist. Hvernig atburðir geta átt sér stað sem þú hefðir aldrei getað ímyndað þér, trúað að væru svo erfiðir og mikil vinna að yfirstíga þá. Að þú getir varla trúað því að þú komist nokkurn tímann yfir þessar endalausar endurupplifanir, martraðir og svefnleysi. Að einn daginn áttar þú þig á því að þú ert ekki lengur að hugsa um þetta allan daginn alla daga. Að þú getir sofið, borðað og verið glöð. Það er kannski stærsti sigurinn sem þú getur upplifað eftir svona stranga baráttu, því hún hefur kannski ekki verið mjög löng, bara fögur ár, en vissulega ströng og mikið drama, miklar sveiflur, sterkar tilfinningar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu