Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aukinn styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti hefur áhrif á næringargildi hrísgrjóna

Minna pró­tín og minni nær­ing í hrís­grjón­um eru einn fylgi­fisk­ur hlýn­un­ar jarð­ar.

Aukinn styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti hefur áhrif á næringargildi hrísgrjóna
Umferðin Einn helsti orsakavaldur aukningar á koltvíoxíði í andrúmsloftinu er útblástur vegna samgangna. Mynd: Shutterstock

Hlýnun jarðar hefur víðtæk áhrif á okkur öll. Eitt af því sem títt hefur verið rætt þegar hlýnun jarðar kemur við sögu er matvælaöryggi. Hugtakið matvælaöryggi vísar til þess hversu örugg við erum um aðgang að þeirri næringu sem við þurfum. 

Matvælaöryggi getur verið ógnað af ýmsum ástæðum en ein þeirra er hlýnun jarðar sem leiðir til verri afkomu þeirra lífvera sem við veljum að neyta. Sem dæmi má nefna að plöntur sem við ræktum okkur til matar geta ekki vaxið við hvaða hitastig sem er. Að auki má nefna að fylgifiskur hlýnunar jarðar er þurrkun á stórum landsvæðum, og landsvæði sem áður gátu reytt sig á árleg úrhelli verða nú verr úti en önnur.

Það er því augljóst að með breytingu ýmissa vistkerfa munum við horfa upp á gríðarlegar breytingar í framleiðslu matvæla. Samhliða sveiflum í matvælaframleiðslu munum við án efa líka sjá breytingar í hagkerfum þeirra ríkja sem reiða sig á ákveðin matvæli sem útflutningsvöru.

Styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur víðtæk áhrif

Eins og þetta sé ekki nógu dramatískt þá er því miður ekki öll sagan sögð. Hitastigsbreytingar eru ekki það eina sem hefur áhrif á lífverurnar sem við borðum. Þau efni sem valda gróðurhúsaáhrifum finnast nú í lofthjúpnum í mun meira magni en áður og fer styrkur þeirra vaxandi. Efnasamsetning lofthjúpsins hefur einnig áhrif á það hversu vel lífverur lifa og hvaða efni þær eru að framleiða.

Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að samhliða auknum styrk koltvíoxíðs í andrúmslofti hafi næringargildi plantna breyst. Ein hugsanleg skýring á því er sú að breyting á styrk koltvíoxíðs skapi ójafnvægi milli þeirra efna sem plöntur nýta úr loftinu og þeirra efna sem þær nýta úr jarðveginum.  

Með tímanum hafa þessar tilgátur fengið meira vægi. Sem dæmi var nýverið hrint af stað rannsókn þar sem gömul yrki af papriku, kaffi og hrísgrjónum eru ræktuð samhliða þeim yrkjum sem nýtt eru í dag. Þessari rannsókn er ætlað að skera úr um vægi erfða og umhverfis í þessum efnum. 

Hlýnun jarðarMeð auknum útblæstri svokallaðra gróðurhúsalofttegunda festist meiri hiti af sólarljósi í andrúmslofti jarðarinnar.

Hrísgrjón tapa næringargildi sínu með áframhaldandi hlýnun

Fleiri hafa lagt sitt á vogaskálarnar til að skilgreina hvort og þá hvaða áhrif koltvíoxíðsaukningin hefur á matvælin okkar. Rannsóknarhópur við University of Tokyo birti í nýjasta tölublaði Science Advances, niðurstöður rannsóknar sinnar á 18 hrísgrjónategundum sem ræktaðar voru  við háan styrk koltvíoxíðs.

Til að mæla áhrifin skoðaði hópurinn afbrigði af hrísgrjónaplöntum sem allar eru notaðar til matvælaræktunar í Japan eða Kína. Styrk koltvíoxíðs var haldið í tæplega 600 ppm sem er sami styrkur og talið er að verði til staðar í andrúmsloftinu þegar líða tekur á seinni hluta þessarar aldar. 

Hópurinn vildi sýna fram á áhrif koltvíoxíðs við sambærilegar ræktunaraðstæður og plönturnar eru ræktaðar í og því var ekki notast við gróðurhús heldur var styrk koltvíoxíðs stjórnað með pípulögnum í kringum lítinn hrísgrjónaakur, þar sem lofttegundinni var dælt út. 

Þegar hrísgrjónin voru skoðuð, með tilliti til næringarefna kom í ljós að í flestum tilfellum voru hrísgrjónin næringarsnauðari, samanborið við næringargildi tegundanna í dag. Prótíninnihald hrísgrjónanna minnkaði að meðaltali um 10,3%, járn minnkaði um 8,0% og zink um 5,1%. Þegar hópurinn bar saman B-vítamín magn í hrísgrjónum ræktuð við herfðbundar aðstæður eða við hækkaðan styrk koltvíoxíðs var sömu sögu að segja.  B1-vítamín minnkaði um 17,1%, B2 um 16,6%, B5 um 12,7% og B9 um 30,3%. 

Ójafnvægi breytir næringargildi?

Ástæða þess að plönturnar breyta næringarinnihaldi sínu getur verið margþætt. Helst má telja að plantan sé þarna að svara þeirri ofgnótt sem hún upplifir af byggingarefni kolvetna. Kolvetni verða til þegar plöntur nota koltvíoxíð úr andrúmslofti og orku frá sólarljósinu til að ljóstillífa. 

Plantan nýtir einnig efni úr jarðvegi til að framleiða t.d. vítamín og prótín en styrkur þeirra efna hefur ekki aukist í jarðvegi á sama hátt og styrkur koltvíoxíðs hefur aukist í andrúmslofti. Þarna myndast því ákveðið ójafnvægi sem leiðir til breytinga í næringagildi hrísgrjónanna. Ekki má svo gleyma að fylgifiskur þessa alls er hlýnun jarðar sem gerir plönturnar ennþá viðkvæmari eða getur a.m.k. haft áhrif á getu hennar til að lifa.

Áhrifin mest í fátækari heimshlutum

Í sumum hlutum heims eru hrísgrjón meginuppistaða í fæðu fólks. Þetta á ekki bara við um ákveðna menningarheima heldur eru hrísgrjón líka ódýr matur og því algengt að fátækari hlutar velmegandi ríkja lifi mikið á hrísgrjónum. 

Gangi það eftir sem þessi rannsókn hefur sýnt fram á, að næringargildi hrísgrjóna dali, mun það án efa hafa áhrif á fjölda fólks sem notar hrísgrjón í miklum mæli. Fyrirsjáanlegar afleiðingar þess er vannæring stórra hópa og aukin tíðni sjúkdóma.

Hér hefur aðeins verið skoðað hvaða áhrif koltvíoxíð hefur á næringargildi hrísgrjóna. Ástæða þess að hrísgrjónaplantan var tekin fyrir er hve stór hlutdeild hennar er í fæðu heimsins. Það má þó ekki gleymast að fleiri plöntur liggja undir og þegar litið verður á heildarmyndina gætum við verið að sjá almennt næringarsnauðari mat þegar fram líða stundir. 

Við skulum þó ekki örvænta strax þar sem að þessar niðurstöður þarf að staðfesta í stærra úrtaki. Að auki innihalda hrísgrjón fleiri næringarefni en hér voru mæld og því er einhver möguleiki á að hlutdeild þeirra aukist eða breytist lítið. Hvað sem því líður þá er löngu tímabært að við lítum öll í eigin barm og finnum hvert og eitt leið til að sporna við aukinni losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár