Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aukinn styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti hefur áhrif á næringargildi hrísgrjóna

Minna pró­tín og minni nær­ing í hrís­grjón­um eru einn fylgi­fisk­ur hlýn­un­ar jarð­ar.

Aukinn styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti hefur áhrif á næringargildi hrísgrjóna
Umferðin Einn helsti orsakavaldur aukningar á koltvíoxíði í andrúmsloftinu er útblástur vegna samgangna. Mynd: Shutterstock

Hlýnun jarðar hefur víðtæk áhrif á okkur öll. Eitt af því sem títt hefur verið rætt þegar hlýnun jarðar kemur við sögu er matvælaöryggi. Hugtakið matvælaöryggi vísar til þess hversu örugg við erum um aðgang að þeirri næringu sem við þurfum. 

Matvælaöryggi getur verið ógnað af ýmsum ástæðum en ein þeirra er hlýnun jarðar sem leiðir til verri afkomu þeirra lífvera sem við veljum að neyta. Sem dæmi má nefna að plöntur sem við ræktum okkur til matar geta ekki vaxið við hvaða hitastig sem er. Að auki má nefna að fylgifiskur hlýnunar jarðar er þurrkun á stórum landsvæðum, og landsvæði sem áður gátu reytt sig á árleg úrhelli verða nú verr úti en önnur.

Það er því augljóst að með breytingu ýmissa vistkerfa munum við horfa upp á gríðarlegar breytingar í framleiðslu matvæla. Samhliða sveiflum í matvælaframleiðslu munum við án efa líka sjá breytingar í hagkerfum þeirra ríkja sem reiða sig á ákveðin matvæli sem útflutningsvöru.

Styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur víðtæk áhrif

Eins og þetta sé ekki nógu dramatískt þá er því miður ekki öll sagan sögð. Hitastigsbreytingar eru ekki það eina sem hefur áhrif á lífverurnar sem við borðum. Þau efni sem valda gróðurhúsaáhrifum finnast nú í lofthjúpnum í mun meira magni en áður og fer styrkur þeirra vaxandi. Efnasamsetning lofthjúpsins hefur einnig áhrif á það hversu vel lífverur lifa og hvaða efni þær eru að framleiða.

Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að samhliða auknum styrk koltvíoxíðs í andrúmslofti hafi næringargildi plantna breyst. Ein hugsanleg skýring á því er sú að breyting á styrk koltvíoxíðs skapi ójafnvægi milli þeirra efna sem plöntur nýta úr loftinu og þeirra efna sem þær nýta úr jarðveginum.  

Með tímanum hafa þessar tilgátur fengið meira vægi. Sem dæmi var nýverið hrint af stað rannsókn þar sem gömul yrki af papriku, kaffi og hrísgrjónum eru ræktuð samhliða þeim yrkjum sem nýtt eru í dag. Þessari rannsókn er ætlað að skera úr um vægi erfða og umhverfis í þessum efnum. 

Hlýnun jarðarMeð auknum útblæstri svokallaðra gróðurhúsalofttegunda festist meiri hiti af sólarljósi í andrúmslofti jarðarinnar.

Hrísgrjón tapa næringargildi sínu með áframhaldandi hlýnun

Fleiri hafa lagt sitt á vogaskálarnar til að skilgreina hvort og þá hvaða áhrif koltvíoxíðsaukningin hefur á matvælin okkar. Rannsóknarhópur við University of Tokyo birti í nýjasta tölublaði Science Advances, niðurstöður rannsóknar sinnar á 18 hrísgrjónategundum sem ræktaðar voru  við háan styrk koltvíoxíðs.

Til að mæla áhrifin skoðaði hópurinn afbrigði af hrísgrjónaplöntum sem allar eru notaðar til matvælaræktunar í Japan eða Kína. Styrk koltvíoxíðs var haldið í tæplega 600 ppm sem er sami styrkur og talið er að verði til staðar í andrúmsloftinu þegar líða tekur á seinni hluta þessarar aldar. 

Hópurinn vildi sýna fram á áhrif koltvíoxíðs við sambærilegar ræktunaraðstæður og plönturnar eru ræktaðar í og því var ekki notast við gróðurhús heldur var styrk koltvíoxíðs stjórnað með pípulögnum í kringum lítinn hrísgrjónaakur, þar sem lofttegundinni var dælt út. 

Þegar hrísgrjónin voru skoðuð, með tilliti til næringarefna kom í ljós að í flestum tilfellum voru hrísgrjónin næringarsnauðari, samanborið við næringargildi tegundanna í dag. Prótíninnihald hrísgrjónanna minnkaði að meðaltali um 10,3%, járn minnkaði um 8,0% og zink um 5,1%. Þegar hópurinn bar saman B-vítamín magn í hrísgrjónum ræktuð við herfðbundar aðstæður eða við hækkaðan styrk koltvíoxíðs var sömu sögu að segja.  B1-vítamín minnkaði um 17,1%, B2 um 16,6%, B5 um 12,7% og B9 um 30,3%. 

Ójafnvægi breytir næringargildi?

Ástæða þess að plönturnar breyta næringarinnihaldi sínu getur verið margþætt. Helst má telja að plantan sé þarna að svara þeirri ofgnótt sem hún upplifir af byggingarefni kolvetna. Kolvetni verða til þegar plöntur nota koltvíoxíð úr andrúmslofti og orku frá sólarljósinu til að ljóstillífa. 

Plantan nýtir einnig efni úr jarðvegi til að framleiða t.d. vítamín og prótín en styrkur þeirra efna hefur ekki aukist í jarðvegi á sama hátt og styrkur koltvíoxíðs hefur aukist í andrúmslofti. Þarna myndast því ákveðið ójafnvægi sem leiðir til breytinga í næringagildi hrísgrjónanna. Ekki má svo gleyma að fylgifiskur þessa alls er hlýnun jarðar sem gerir plönturnar ennþá viðkvæmari eða getur a.m.k. haft áhrif á getu hennar til að lifa.

Áhrifin mest í fátækari heimshlutum

Í sumum hlutum heims eru hrísgrjón meginuppistaða í fæðu fólks. Þetta á ekki bara við um ákveðna menningarheima heldur eru hrísgrjón líka ódýr matur og því algengt að fátækari hlutar velmegandi ríkja lifi mikið á hrísgrjónum. 

Gangi það eftir sem þessi rannsókn hefur sýnt fram á, að næringargildi hrísgrjóna dali, mun það án efa hafa áhrif á fjölda fólks sem notar hrísgrjón í miklum mæli. Fyrirsjáanlegar afleiðingar þess er vannæring stórra hópa og aukin tíðni sjúkdóma.

Hér hefur aðeins verið skoðað hvaða áhrif koltvíoxíð hefur á næringargildi hrísgrjóna. Ástæða þess að hrísgrjónaplantan var tekin fyrir er hve stór hlutdeild hennar er í fæðu heimsins. Það má þó ekki gleymast að fleiri plöntur liggja undir og þegar litið verður á heildarmyndina gætum við verið að sjá almennt næringarsnauðari mat þegar fram líða stundir. 

Við skulum þó ekki örvænta strax þar sem að þessar niðurstöður þarf að staðfesta í stærra úrtaki. Að auki innihalda hrísgrjón fleiri næringarefni en hér voru mæld og því er einhver möguleiki á að hlutdeild þeirra aukist eða breytist lítið. Hvað sem því líður þá er löngu tímabært að við lítum öll í eigin barm og finnum hvert og eitt leið til að sporna við aukinni losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár