Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Stund­in býð­ur kjós­end­um í ell­efu stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins upp á að taka kosn­inga­próf. Hvaða fram­boð eða fram­bjóð­andi hef­ur mest­an sam­hljóm með þín­um áhersl­um?

Kosningapróf Stundarinnar opnað
Kosningapróf Stundarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar Kjósendum gefst nú kostur á að máta áherslur framboða og frambjóðenda í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins við sínar eigin áherslur. Mynd: Samsett mynd

Stundin hefur nú birt kosningapróf sitt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og er það aðgengilegt fyrir almenning. Prófið er hugsað sem hjálpartæki fyrir kjósendur í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins og á að auðvelda fólki að kynna sér hversu nærri það stendur framboðum og einstaka frambjóðendum í áherslum.

Þetta er í þriðja sinn sem Stundin býður lesendum sínum upp á að taka kosningapróf en fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar var það einnig gert. Prófið samanstendur af á fjórða tug spurninga. Þá er kosningapróf Stundarinnar það eina sem býður svarendum tækifæri til að ákvarða aukið eða minnkað vægi málefna í svörum sínum.

Niðurstöður prófsins birtast sem listi þeirra stjórnmálaflokka og frambjóðenda sem standa næst áherslum þeirra sem prófið taka. Efstu frambjóðendum allra framboða í sveitarfélögunum ellefu var boðið að taka þátt í prófinu og brugðust flestir við því með þökkum. Þó hafa ekki allir flokkar eða frambjóðendur enn svarað prófinu.

Í Reykjavík hafa frambjóðendur úr öllum framboðum nema Frelsisflokknum og Sjálfstæðisflokknum svarað spurningunum, en boð til þeirra hefur verið ítrekað.

Þá er enn beðið svara flestra framboða í Fjarðabyggð.

Stundin er í dreifðri eignaraðild og hefur engin tengsl við stjórnmálaöfl. Rannsóknarfyrirtækið Maskína veitti ráðgjöf við gerð kosningaprófsins, yfirfór spurningar og aðferðafræði þess. Athugasemdir og ábendingar berist á netfangið kosningaprof@stundin.is.

Taktu prófið hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár