Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Stund­in býð­ur kjós­end­um í ell­efu stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins upp á að taka kosn­inga­próf. Hvaða fram­boð eða fram­bjóð­andi hef­ur mest­an sam­hljóm með þín­um áhersl­um?

Kosningapróf Stundarinnar opnað
Kosningapróf Stundarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar Kjósendum gefst nú kostur á að máta áherslur framboða og frambjóðenda í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins við sínar eigin áherslur. Mynd: Samsett mynd

Stundin hefur nú birt kosningapróf sitt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og er það aðgengilegt fyrir almenning. Prófið er hugsað sem hjálpartæki fyrir kjósendur í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins og á að auðvelda fólki að kynna sér hversu nærri það stendur framboðum og einstaka frambjóðendum í áherslum.

Þetta er í þriðja sinn sem Stundin býður lesendum sínum upp á að taka kosningapróf en fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar var það einnig gert. Prófið samanstendur af á fjórða tug spurninga. Þá er kosningapróf Stundarinnar það eina sem býður svarendum tækifæri til að ákvarða aukið eða minnkað vægi málefna í svörum sínum.

Niðurstöður prófsins birtast sem listi þeirra stjórnmálaflokka og frambjóðenda sem standa næst áherslum þeirra sem prófið taka. Efstu frambjóðendum allra framboða í sveitarfélögunum ellefu var boðið að taka þátt í prófinu og brugðust flestir við því með þökkum. Þó hafa ekki allir flokkar eða frambjóðendur enn svarað prófinu.

Í Reykjavík hafa frambjóðendur úr öllum framboðum nema Frelsisflokknum og Sjálfstæðisflokknum svarað spurningunum, en boð til þeirra hefur verið ítrekað.

Þá er enn beðið svara flestra framboða í Fjarðabyggð.

Stundin er í dreifðri eignaraðild og hefur engin tengsl við stjórnmálaöfl. Rannsóknarfyrirtækið Maskína veitti ráðgjöf við gerð kosningaprófsins, yfirfór spurningar og aðferðafræði þess. Athugasemdir og ábendingar berist á netfangið kosningaprof@stundin.is.

Taktu prófið hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár