Presturinn, sem bað konu fyrirgefningar á því að hafa ítrekað brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var tíu ára gömul, heldur ennþá predikanir og messur á vegum Þjóðkirkjunnar. Þetta gerir presturinn þrátt fyrir að biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, og mögulega fleiri starfsmenn kirkjunnar, viti að hann hefur gengist við kynferðisbroti gegn barni. Síðast í byrjun maí, á uppstigningardag, sem er dagur eldri borgara, predikaði maðurinn í kirkju sem Þjóðkirkjan rekur en um var að ræða íhlaupaverk. Predikuninni var einnig útvarpað. Maðurinn er á níræðisaldri og settist í helgan stein fyrir mörgum árum þrátt fyrir að gegna enn slíkum verkum fyrir Þjóðkirkjuna endrum og eins.
Stundin sagði frá máli mannsins í síðasta tölublaði en hefur ekki nafngreint hann. Brotin gegn stúlkunni, sem í dag er á áttræðisaldri, áttu sér stað þegar maðurinn var rúmlega tvítugur í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar. Konan hefur ekki viljað tjá sig um málið undir nafni …
Athugasemdir