Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Presturinn í barnaníðsmálinu predikaði á uppstigningardag

Prest­ur­inn sem hélt sátta­fundi með konu sem hann braut gegn kyn­ferð­is­lega þeg­ar hún var tíu ára hélt pre­dik­un í guðs­þjón­ustu í maí. Sókn­ar­prest­ur­inn sem bað hann að pre­dika vissi ekki um brot hans og seg­ist mið­ur sín.

Presturinn í barnaníðsmálinu predikaði á uppstigningardag
Ólík meðferð líkra mála Þjóðkirkjan brást hratt og örugglega við máli Helga Hróbjartssonar árið 2010 og var hann útilokaður frá starfsemi kirkjunnar. Í máli prestsins sem hér um ræðir tók málsmeðferðin í hans máli mörg ár og hann hefur fengið að starfa óhikað innan hennar. Mynd: Pressphotos

Presturinn, sem bað konu fyrirgefningar á því að hafa ítrekað brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var tíu ára gömul, heldur ennþá predikanir og messur á vegum Þjóðkirkjunnar. Þetta gerir presturinn þrátt fyrir að biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, og mögulega fleiri starfsmenn kirkjunnar, viti að hann hefur gengist við kynferðisbroti gegn barni. Síðast í byrjun maí, á uppstigningardag, sem er dagur eldri borgara, predikaði maðurinn í kirkju sem Þjóðkirkjan rekur en um var að ræða íhlaupaverk. Predikuninni var einnig útvarpað. Maðurinn er á níræðisaldri og settist í helgan stein fyrir mörgum árum þrátt fyrir að gegna enn slíkum verkum fyrir Þjóðkirkjuna endrum og eins. 

Stundin sagði frá máli mannsins í síðasta tölublaði en hefur ekki nafngreint hann.  Brotin gegn stúlkunni, sem í dag er á áttræðisaldri, áttu sér stað þegar maðurinn var rúmlega tvítugur í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar. Konan hefur ekki viljað tjá sig um málið undir nafni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaníðsmálið í Þjóðkirkjunni

Barnaníðsmál prests gert upp með sáttafundi á skrifstofu biskups
ÚttektBarnaníðsmálið í Þjóðkirkjunni

Barn­aníðs­mál prests gert upp með sátta­fundi á skrif­stofu bisk­ups

Þjóð­kirkj­an þver­brýt­ur ít­rek­að eig­in vinnu­regl­ur við með­ferð kyn­ferð­is­brota­mála. Úr­skurð­ar­nefnd þjóð­kirkj­unn­ar hef­ur gagn­rýnt bisk­up fyr­ir að­komu að með­ferð kyn­ferð­is­brota­mála. Rúm­lega 60 ára gam­alt barn­aníðs­brot prests hefði átt að fara til úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar en bisk­up tók mál­ið að sér og mál­ið varð aldrei op­in­bert.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár