Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, hafn­aði beiðni fé­lags eldri borg­ara á Eyr­ar­bakka um af­nám fast­eigna­skatts þeg­ar hann var formað­ur bæj­ar­ráðs Ár­borg­ar vegna þess að það stóðst ekki lög. Hafði áð­ur lof­að slíku af­námi, og lof­ar því nú í Reykja­vík þótt það stand­ist ekki lög.

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vissi að afnám fasteignaskatts íbúa 70 ára og eldri stæðist ekki lög þegar hann kynnti kosningaloforð sín í vor, enda hafði hann sjálfur hafnað tillögu um slíkt sem formaður bæjarráðs Árborgar árið 2012, einmitt á þeim grundvelli að lagaheimild skorti.

Félag eldri borgara á Eyrarbakka hafði skorað á bæjarráðið að fella niður fasteignaskatta á íbúa 70 ára og eldri en því var hafnað af Eyþóri og bæjarráðinu. Málið var tekið fyrir í mars árið 2012 og segir meðal annars í bókun bæjarráðsins um málið: „Verður að telja að óheimilt sé lögum samkvæmt að verða við beiðni Félags eldri borgara á Eyrarbakka um að fella niður fasteignaskatt hjá íbúum sem eru 70 ára eða eldri.“

„Sjálfstæðisflokkurinn mun fella niður fasteignaskatt á Reykvíkinga, 70 ára og eldri“

Þegar Eyþóri var bent á í apríl að honum og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík væri óheimilt samkvæmt lögum að efna slíkt loforð gagnrýndi hann aðra frambjóðendur. „Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta álögum á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ skrifaði Eyþór á Facebook síðu sinni. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil.“ 

Í kjölfar umræðunnar um ólögmæti afnáms fasteignaskattsins ítrekaði Eyþór að skatturinn yrði afnuminn. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, ekki finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki,“ skrifaði Eyþór. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum að skattleggja eldri borgara út úr íbúðunum sínum. Það er ómannúðlegt. Sjálfstæðisflokkurinn mun fella niður fasteignaskatt á Reykvíkinga, 70 ára og eldri.“

Þannig virðist Eyþór annaðhvort ganga út frá því að lögunum verði breytt eða ætla að ráðast í skattaaðgerðir sem hann veit að standast ekki lög. 

Var gerður afturreka með sama loforðið í Árborg

Eitt af aðalkosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006 var að afnema téðan fasteignaskatt ef flokkurinn fengi lyklavöld að Árborg. Svo fór að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihlutasamstarf og fólst í því samkomulagi að Eyþór myndi taka við embætti formanns bæjarráðs að einu ári liðnu af kjörtímabilinu. Samstarfið entist hins vegar ekki lengi og sprakk stjórnin eftir fimm mánaða samstarf. Í kjölfar þess mynduðu Samfylkingin, Vinstri Grænir og Framsóknarflokkurinn meirihluta.

Loforðið var hins vegar ekki gleymt og snemma í tíð nýja meirihlutans, í september árið 2007, bókaði Eyþór á fundi bæjarráðs Árborgar að heimild væri í lögum til að fella niður fasteignaskatta á eldri borgara og lagði minnihlutinn fram tillögu þess efnis. Meirihlutinn bókaði í kjölfarið á sama fundi að heimildin næði aðeins til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.

Í desember 2007 var tillagan afgreidd af bæjarráði Árborgar með þeim hætti að hún var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Gert var grein fyrir atkvæði meirihlutans þar sem fram kom að útfærslan á innheimtu fasteignaskattar yrði að vera innan marka laga og byggjast á málefnalegum og lögmætum sjónarmiðum.

Málinu lauk ekki þar. Í janúar 2008 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram sömu tillögu og var hún felld á nýjan leik. Ári síðar var málið enn á nýju til umræðu hjá bæjarráði Árborgar. Bæjarráðinu hafði borist bréf frá samgönguráðuneytinu þar sem vísað var til úrskurðar ráðuneytisins sem tók af allan vafa um hvort lögmætt væri að afnema fasteiganskatt án tillits til tekna ellilífeyrisþega.

Þannig segir til dæmis í úrskurðinum: „Því sé óheimilt að veita afslátt með vísan til þessa ákvæðis, án þess að tekið sé tillit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Fastur afsláttur eins og hann er ákveðinn í reglum kærða, án tillits til tekna, er því ekki í samræmi við áskilnað ákvæðisins um tekjulága einstaklinga þar sem hann kemur öllum lífeyrisþegum til góða, án tillits til þess hvaða tekjur þeir hafa.“

Í kjölfar bréfs samgönguráðuneytisins lagði Jón Hjartarson, þáverandi formaður  Vinstri Grænna í Árborg, fram bókun. „Með bréfi þessu er staðfest að margítrekaðar tillögur frá D-listanum í Árborg um niðurfellingu fasteignagjalda hjá 70 ára og eldri stangast á við lög,“ sagði þar meðal annars.

Eyþór þráaðist hins vegar enn við og bókaði: „Heimilt er að fella niður fasteignaskatta að fullu á eldri borgara með reglum sem sveitarfélög setja hverju sinni.“

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Árborg árið 2006Eitt af helstu kosningaloforðum Eyþórs og Sjálfstæðisflokksins árið 2006 var að afnema fasteignaskattinn á íbúa 70 ára og eldri.

Snerist hugur þegar Sjálfstæðisflokkurinn náði meirihluta

Árið 2010 vann Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum og var Eyþór kjörinn formaður bæjarráðs Árborgar. Í mars 2012 barst bæjarráðinu áskorun frá félagi eldri borgara á Eyrarbakka um að fella niður fasteignaskatta íbúa 70 ára og eldri, rétt eins og Eyþór hafði áður lofað.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þar sem áskorunin var afgreidd af bæjarráðinu. Var niðurstaðan sú að óheimilt væri að fella niður fasteignaskatt án þess að taka tillit til tekna. Það var það síðasta sem heyrðist af gamla kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins það kjörtímabilið.

Kosningaloforð Eyþórs enn á ný sagt óheimilt af ráðuneyti

Í kjölfar loforðs Eyþór og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að afnema skattinn áréttaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að óheimilt væri að veita afslátt af fasteignaskatti án þess að tillit væri tekið til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Þá var tekið fram í tilkynningunni að framkvæmd Vestmannaeyjarbæjar á innheimtu skattsins hefði verið til skoðunar, en Eyþór hafði rökstudd lagagildi kosningaloforðsins á þeim grunni að Vestmannaeyjabúar hefðu afnumið skattinn.

Ráðuneytið benti á framkvæmd Vestmannaeyjabæjar hafi verið tekin til skoðunar árið 2013, en bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. Bæjarstjórn hafi samþykkt nýjar reglur árið 2015 þar sem afslátturinn var tekjutengdur og ráðuneytið því lokað málinu án þess að hafast frekar að. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar sé afslátturinn enn tekjutengdur og þar með ekki í samræmi við loforð Eyþórs.

Loforð Eyþórs myndi kosta hálfan milljarð á ári

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefði loforð Eyþórs og Sjálfstæðisflokksins um afnám fasteignaskattsins skilað Reykjavíkurborg 579 milljón krónum lægri tekjum í fyrra. Alls 4.300 manns hefðu bæst við þann hóp sem nú þegar fær skattaafslátt vegna lágra tekna, en þessi rúmi hálfur milljarður króna hefði eingöngu runnið til tekjuhærri hluta eldri borgara.

Reykjavík veitir nú þegar tekjulægri eldri borgurum afslátt af fasteignaskatti. Samkvæmt áætlunum fjármálaskrifstofunnar fyrir árið 2018 verður borgin af 489 milljónum króna vegna þessa, en afsláttur er veittur til einstaklinga með undir 5,2 milljónir króna í árstekjur og samskattaðra með undir 7,2 milljónir króna. Alls 6.238 Reykvíkingar, 67 ára og eldri, munu fá þennan afslátt árið 2018. 4.516 af þeim hópi eru 70 ára og eldri og mundi því sá hluti aldurshópsins sem fengi afslátt nær tvöfaldast yrði kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins að veruleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár