Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstandendur Hauks óttast að lík hans liggi á víðavangi

Mynd­ir sem sagð­ar eru sýna lík óbreyttra borg­ara á berangri birt­ar á net­inu. Að­stand­end­ur Hauks krefja for­sæt­is­ráð­herra og ut­an­rík­is­ráð­herra svara um hvort ekki eigi að krefja Tyrki um að fara að al­þjóða­lög­um.

Aðstandendur Hauks óttast að lík hans liggi á víðavangi
Krefja stjórnvöld svara Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa krefjast þess að fá svör frá íslenskum stjórnvöldum um hvort farið hafi verið fram á við Tyrki að þeir leiti uppi lík á átakasvæðinu í Afrin og fari að alþjóðalögum um meðferð fallinna. Mynd: Af Facebook-síðu Benjamíns Julians

Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem saknað er í Sýrlandi, hafa sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra opið bréf þar sem þau krefjast upplýsinga um aðgerðir íslenskra stjórnvalda við leitina að Hauki.

Tilefnið nú er að birst hafa myndir sem sagðar eru af líkum almennra borgara sem drepnir voru í Afrín-héraði fyrr á þessu ári. Á myndunum má sjá að líkin virðast liggja á víðavangi án þess að Tyrkir, sem hafa svæðið á sínu valdi, hafi annað hvort borið kennsl á þau eða í það minnsta veitt þeim útför.

Aðstandendur Hauks spyrja í bréfinu hvort íslensk stjórnvöld hafi beitt sér gagnvart Tyrkjum og NATÓ varðandi það að lík á svæðinu verði leituð uppi og þeim komið til aðstandenda. Ennfremur spyrja þeir hvort það sé „virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar.“

Stundin varar við myndum

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, birtir bréfið á vefsíðu sinni og þar eru jafnframt birtar myndir af líkum sem sögð eru hafa birst á heimasíðu stuðningsmanna Erdoğans Tyrklandsforseta fyrr í þessum mánuði. Eru myndirnar sagðar sýna lík almennra borgara sem látist hafi í árásum Tyrkja á Afrin-hérað. Stundin varar við myndunum sem birtar eru á síðu Evu.

Í bréfi aðstandenda Hauks segir að myndirnar styðji frásagnig heimamanna um að ekki sé búið að fara um svæðið og fjarlægja þaðan lík fallinna. „Nú hefur okkur borist til eyrna að verið sé að reyna að semja við Tyrki um að fá að leita að líkum. Það ætti þó að vera sjálfsagt mál, en ekki samningsatriði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum ber aðilum að stríðsátökum að hirða lík og veita þeim viðeigandi meðferð tafarlaust, sbr. t.d. 15. gr. Genfarsamnings frá 1949, um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna. Er þvi vandséð annað en að hér séu bandamenn ykkar Tyrkir að brjóta gegn alþjóðasáttmálum um framferði í stríði.“

Í bréfinu segir enn fremur að meintar staðhæfingar tyrkneskra yfirvalda um að Haukur sé hvergi á skrá hjá þeim séu ekki nein sönnun þess að hann sé ekki í haldi þeirra þrátt fyrir það. Tyrkir hafi verið harðlega gagnrýndir fyrir að láta fók hverfa, meðal annars af Mannréttindadómstóli Evrópu. „En ef Haukur er á annað borð látinn þá eiga aðstandendur hans heimtingu á því að líkið sé meðhöndlað í samræmi við alþjóðalög.“

Segja rök utanríkisráðuneytisins fráleit

Þá segir enn fremur að það að tyrknesk stjórnvöld neiti að þau hafi lík Hauks undir höndum stangist á við fréttir tyrkneskra fjölmiðla frá því í mars, þar sem því var haldið fram að lík hans yrði sent heim til Íslands. „Eins og ykkur mun kunnugt um hafa ráðuneyti ykkar synjað óskum fjölskyldu og vina Hauks um að leita skýringa á þeim fréttum. Starfsmenn ykkar skýla sér á bak við þau fráleitu rök að íslensk stjórnvöld hafi ekki rannsóknarheimildir í Tyrklandi, rétt eins og einföld fyrirspurn um efni fréttar eigi eitthvað skylt við lögreglurannsókn. Á sömu forsendum hafa starfsmenn ykkar neitað að spyrja tyrknesk stjórnvöld hvort búið sé að hirða lík af svæðinu. Sé það rétt sem tyrknesk stjórnvöld segja, að þau hafi lík Hauks ekki undir höndum, gæti verið að það sé í fjöldagröf eða undir rúst af eina mannvirkinu á svæðinu þar sem sagt er að hann hafi verið drepinn. Líklegast er þó, samkvæmt frásögnum íbúa Afrín og myndum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, að lík hans liggi á víðavangi, óvarið ágangi dýra.“

Bréfið enda aðstandendur Hauks á þremur spurningum til forsætisráðherra og utanríkisráðherra.

  1. Ætlið þið enn að halda því fram að þið GETIÐ EKKI haft samband við tyrknesk stjórnvöld og spurt þau að minnsta kosti að því hvort þau hafi staðið við þá skyldu sína að hirða lík af svæðinu, og ef ekki, hversvegna þau telji sér stætt á því?
  2. Hafið þið beitt ykkur gagnvart NATO, sem þið sem ríkisstjórn eruð hluti af, og krafist þess að bandalagið gangi hart að tyrkneskum yfirvöldum með kröfu um að þau sinni þeirri skyldu sinni að leita uppi öll lík á svæðinu og koma þeim til aðstandenda?  Ef svo er, með hvaða hætti?  Ef ekki, hvers vegna ekki?
  3. Ef það er virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar – hvað þarf þá eiginlega til þess að ykkur finnist slík afskipti viðeigandi? Væri afstaða ykkar önnur ef faðir Hauks héti ekki Hilmar Bjarnason, heldur Bjarni Benediktsson eða ef móðir hans væri ekki pistlahöfundur heldur forsætisráðherra?

Með ósk um skjót svör og afdráttarlaus
Hilmar Bjarnason, Fatima Hossaini, Darri Hilmarsson og Eva Hauksdóttir 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
6
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár