„Það er þennan dag í september 2010 þegar ég sendi bréfið til Biskupsstofu. Þetta var eftir að ég hafði heyrt þessa áskorun í útvarpinu að láta vita af mögulegum kynferðisbrotum innan kirkjunnar,“ segir Unnur Guðjónsdóttir, fyrrverandi balletmeistari Þjóðleikhússins og blaðamaður sem rekur Kínasafn Unnar í miðbæ Reykjavíkur, aðspurð um hvenær hún hafi fyrst bent þjóðkirkjunni á kynferðisbrot prestsins gegn stúlkubarninu á sjötta áratug síðustu aldar. Stundin fjallaði um málið í blaði sínu sem kom út föstudaginn 11. maí.
Unnur segir að hún hafi vitað um kynferðisbrot prestsins í nokkur ár þegar þetta var. Umræða um biskupsmálið svokallaða, kynferðislega áreitni Ólafs Skúlasonar biskups, hafði verið mikil á þessum tíma í samfélaginu.
Í bréfi Unnar til Biskupsstofu, sem dagsett er þann 17. september 2010, segir meðal annars: „Ég var að hlusta á Gunnar Rúnar Matthíasson [sjúkrahúsprest og formann fagráðs þjóðkirkjunnar] í hádegisútvarpinu áðan, þar sem hann uppmanaði fólk að láta vita ef …
Athugasemdir