Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum

Ráð­herra skal að eig­in frum­kvæði leggja fram þær upp­lýs­ing­ar sem veru­lega þýð­ingu hafa við um­fjöll­un mála fyr­ir þing­inu. Á ábyrgð Al­þing­is að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort brot­ið hafi ver­ið gegn lög­un­um.

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum
Sinnti ekki frumkvæðisskyldu Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra upplýsti ekki um þá niðurstöðu velferðarráðuneytisins að Bragi Guðbrandsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt á fundi með velferðarnefnd 28. febrúar síðastliðinn. Það kann að hafa verið brot á því ákvæði þingskaparlaga sem lýtur að frumkvæðisskyldu ráðherra til að láta í té gögn sem máli skipta við umfjöllun mála fyrir þinginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þingmenn telja mögulegt að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafi brotið lög með því að leggja ekki fram upplýsingar þess efnis að Bragi Guðbrandsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt með afskiptum af barnaverndarmáli í Hafnarfirði. Jafnframt upplýsti Ásmundur Einar velferðarnefnd Alþingis ekki um að tilmælum um að halda sig innan síns valdssviðs í framtíðinni hefði verið beint til Braga.

Þingmenn sem Stundin hefur rætt við hafa velt því fyrir sér hvort að Ásmundur Einar hafi, með því að leggja ekki fram tilteknar upplýsingar um aðkomu Braga að barnaverndarmáli því sem Stundin fjallaði um í forsíðufrétt síðastliðinn föstudag, hugsanlega brotið gegn þingskapalögum. Þannig sagði Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, í viðtali við Stundina síðastliðinn mánudag, eftir opinn fund nefndarinnar með Ásmundi Einari að hún teldi að ráðherra hefði ekki fært fram öll þau gögn sem lágu fyrir í málinu á fundi með velferðarnefnd 28. febrúar.

Frumkvæðisskylda á herðum ráðherra

Í 50. gr. þingskaparlaga segir að „við umfjöllun um þingmál, við sérstakar umræður, í svörum við fyrirspurnum þingmanna og í skýrslum, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingmanna, svo og við athugun mála að frumkvæði fastanefnda þingsins, skal ráðherra leggja fram þær upplýsingar sem hann hefur aðgang að og hafa verulega þýðingu fyrir mat þingsins á málinu.“ Hafa þingmenn sérstaklega bent á orðalagið „hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingsins“ í þessum efnum.

Líkt og Stundin greindi frá á föstudag hafði Bragi afskipti af barnaverndarmáli í Hafnarfirði þar sem meint kynferðisbrot föður gegn dætrum sínum voru til skoðunar. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kvartaði undan afskiptum Braga til velferðarráðuneytisins sem kannaði gildi þeirrar kvörtunar, sem og kvartana tveggja annarra barnaverndarnefnda á hendur Braga og starfsfólki Barnaverndarstofu. Niðurstaða þeirra könnunar var sú að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu þegar hann hafði afskipti af umræddu máli. Kemur þetta fram í minnisblaði frá skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu og jafnframt var í því minnisblaði lagt til að Braga yrðu send tilmæli um að halda sig innan síns valdsviðs eftirleiðis.

Greindi ekki frá því að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt

Ásmundur Einar var þýfgaður um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi 26. febrúar síðastliðinn. Í svörum sínum sagði Ásmundur Einar meðal annars: „niðurstaða könnunar ráðuneytisins er sú að forstjóri Barnaverndarstofu, eða Barnaverndarstofa, hafi ekki brotið af sér í starfi.“ Þá mætti Ásmundur Einar á fund velferðarnefndar 28. febrúar síðastliðinn vegna málsins. Þar greindi hann nefndarmönnum ekki frá því að niðurstaða könnunar ráðuneytisins hefði verið sú Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt eða beina hefði átt tilmælum til Braga.

„Ráðherra situr í skjóli þingsins
þannig að þingmenn hafa öll ráð
til að láta hann sæta ábyrgð“

Ásmundur Einar viðurkenndi svo loks í Kastljósi Ríkisútvarpsins síðastliðið mánudagskvöld að niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins hefði verið sú sem að framan greinir. Hann sagði jafnframt að tilmæli hefðu verið send út vegna málsins og hefðu þau verið í takt við minnisblöð sem samin hefðu verið í ráðuneytinu

 50. greinin kjarni málsins

Ragnhildur HelgadóttirForseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík segir að það sé Alþingis að meta hvort ráðherra hafi ekki uppfyllt frumkvæðisskyldu sína.

Stundin hafði samband við Ragnhildi Helgadóttur, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík og sérfræðing í stjórnskipunar- og stjórnsýslurétti, og innti hana eftir því hvort hún teldi að Ásmundur Einar hefði brotið gegn þingskaparlögum með því að upplýsa ekki þingið um að niðurstaða könnunar ráðuneytisins hefði verið að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt, hvorki í óundirbúnum fyrirspurnartíma 26. febrúar eða á fundi velferðarnefndar 28. febrúar.

Ragnhildur segir að það hljóti að ráðast af því hvort niðurstaðan verði sú að þessar upplýsingar hefðu haft verulega þýðingu fyrir mat velferðarnefndar í málinu, eða þingsins.

„Ég get í sjálfu sér bara talað almennt um þetta, þar sem ég hef ekki frekar en aðrir séð þau gögn sem þarna liggja að baki. En þetta er hins vegar kjarni málsins, þetta ákvæði þingskaparlaga. Var þarna þagað yfir upplýsingum gagnvart þinginu sem ekki átti að þegja yfir? Sé það tilfellið, eða öllu heldur ef þingmenn komast að því að svo hafi verið, er síðan spurningin hvernig þingið bregðist við en þingið sjálft hefur verið mjög tregt til að láta brot sem þessi koma í hausinn á ráðherrum með öðrum hætti en opinberri umræðu.“

Nefndarmenn í velferðarnefnd hafa kallað eftir því að trúnaði yfir umræddum gögnum verði aflétt svo hægt verði að fjalla opinskátt um málið. Ragnhildur bendir hins vegar á að það sé í raun ekki nauðsynlegt til að þingmenn geti tekið afstöðu til þess hvort ráðherra hafi farið gegn lögum.

„Það má leggja trúnaðargögn fyrir þingið, og það hefur verið gert, og þingmenn hafa allt í hendi sér til að framfylgja þessu. Ráðherra situr í skjóli þingsins þannig að þingmenn hafa öll ráð til að láta hann sæta ábyrgð, verði niðurstaðan sú að hann hafi ekki lagt fram upplýsingar sem honum bar að leggja fram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár