Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum

Ráð­herra skal að eig­in frum­kvæði leggja fram þær upp­lýs­ing­ar sem veru­lega þýð­ingu hafa við um­fjöll­un mála fyr­ir þing­inu. Á ábyrgð Al­þing­is að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort brot­ið hafi ver­ið gegn lög­un­um.

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum
Sinnti ekki frumkvæðisskyldu Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra upplýsti ekki um þá niðurstöðu velferðarráðuneytisins að Bragi Guðbrandsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt á fundi með velferðarnefnd 28. febrúar síðastliðinn. Það kann að hafa verið brot á því ákvæði þingskaparlaga sem lýtur að frumkvæðisskyldu ráðherra til að láta í té gögn sem máli skipta við umfjöllun mála fyrir þinginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þingmenn telja mögulegt að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafi brotið lög með því að leggja ekki fram upplýsingar þess efnis að Bragi Guðbrandsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt með afskiptum af barnaverndarmáli í Hafnarfirði. Jafnframt upplýsti Ásmundur Einar velferðarnefnd Alþingis ekki um að tilmælum um að halda sig innan síns valdssviðs í framtíðinni hefði verið beint til Braga.

Þingmenn sem Stundin hefur rætt við hafa velt því fyrir sér hvort að Ásmundur Einar hafi, með því að leggja ekki fram tilteknar upplýsingar um aðkomu Braga að barnaverndarmáli því sem Stundin fjallaði um í forsíðufrétt síðastliðinn föstudag, hugsanlega brotið gegn þingskapalögum. Þannig sagði Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, í viðtali við Stundina síðastliðinn mánudag, eftir opinn fund nefndarinnar með Ásmundi Einari að hún teldi að ráðherra hefði ekki fært fram öll þau gögn sem lágu fyrir í málinu á fundi með velferðarnefnd 28. febrúar.

Frumkvæðisskylda á herðum ráðherra

Í 50. gr. þingskaparlaga segir að „við umfjöllun um þingmál, við sérstakar umræður, í svörum við fyrirspurnum þingmanna og í skýrslum, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingmanna, svo og við athugun mála að frumkvæði fastanefnda þingsins, skal ráðherra leggja fram þær upplýsingar sem hann hefur aðgang að og hafa verulega þýðingu fyrir mat þingsins á málinu.“ Hafa þingmenn sérstaklega bent á orðalagið „hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingsins“ í þessum efnum.

Líkt og Stundin greindi frá á föstudag hafði Bragi afskipti af barnaverndarmáli í Hafnarfirði þar sem meint kynferðisbrot föður gegn dætrum sínum voru til skoðunar. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kvartaði undan afskiptum Braga til velferðarráðuneytisins sem kannaði gildi þeirrar kvörtunar, sem og kvartana tveggja annarra barnaverndarnefnda á hendur Braga og starfsfólki Barnaverndarstofu. Niðurstaða þeirra könnunar var sú að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu þegar hann hafði afskipti af umræddu máli. Kemur þetta fram í minnisblaði frá skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu og jafnframt var í því minnisblaði lagt til að Braga yrðu send tilmæli um að halda sig innan síns valdsviðs eftirleiðis.

Greindi ekki frá því að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt

Ásmundur Einar var þýfgaður um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi 26. febrúar síðastliðinn. Í svörum sínum sagði Ásmundur Einar meðal annars: „niðurstaða könnunar ráðuneytisins er sú að forstjóri Barnaverndarstofu, eða Barnaverndarstofa, hafi ekki brotið af sér í starfi.“ Þá mætti Ásmundur Einar á fund velferðarnefndar 28. febrúar síðastliðinn vegna málsins. Þar greindi hann nefndarmönnum ekki frá því að niðurstaða könnunar ráðuneytisins hefði verið sú Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt eða beina hefði átt tilmælum til Braga.

„Ráðherra situr í skjóli þingsins
þannig að þingmenn hafa öll ráð
til að láta hann sæta ábyrgð“

Ásmundur Einar viðurkenndi svo loks í Kastljósi Ríkisútvarpsins síðastliðið mánudagskvöld að niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins hefði verið sú sem að framan greinir. Hann sagði jafnframt að tilmæli hefðu verið send út vegna málsins og hefðu þau verið í takt við minnisblöð sem samin hefðu verið í ráðuneytinu

 50. greinin kjarni málsins

Ragnhildur HelgadóttirForseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík segir að það sé Alþingis að meta hvort ráðherra hafi ekki uppfyllt frumkvæðisskyldu sína.

Stundin hafði samband við Ragnhildi Helgadóttur, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík og sérfræðing í stjórnskipunar- og stjórnsýslurétti, og innti hana eftir því hvort hún teldi að Ásmundur Einar hefði brotið gegn þingskaparlögum með því að upplýsa ekki þingið um að niðurstaða könnunar ráðuneytisins hefði verið að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt, hvorki í óundirbúnum fyrirspurnartíma 26. febrúar eða á fundi velferðarnefndar 28. febrúar.

Ragnhildur segir að það hljóti að ráðast af því hvort niðurstaðan verði sú að þessar upplýsingar hefðu haft verulega þýðingu fyrir mat velferðarnefndar í málinu, eða þingsins.

„Ég get í sjálfu sér bara talað almennt um þetta, þar sem ég hef ekki frekar en aðrir séð þau gögn sem þarna liggja að baki. En þetta er hins vegar kjarni málsins, þetta ákvæði þingskaparlaga. Var þarna þagað yfir upplýsingum gagnvart þinginu sem ekki átti að þegja yfir? Sé það tilfellið, eða öllu heldur ef þingmenn komast að því að svo hafi verið, er síðan spurningin hvernig þingið bregðist við en þingið sjálft hefur verið mjög tregt til að láta brot sem þessi koma í hausinn á ráðherrum með öðrum hætti en opinberri umræðu.“

Nefndarmenn í velferðarnefnd hafa kallað eftir því að trúnaði yfir umræddum gögnum verði aflétt svo hægt verði að fjalla opinskátt um málið. Ragnhildur bendir hins vegar á að það sé í raun ekki nauðsynlegt til að þingmenn geti tekið afstöðu til þess hvort ráðherra hafi farið gegn lögum.

„Það má leggja trúnaðargögn fyrir þingið, og það hefur verið gert, og þingmenn hafa allt í hendi sér til að framfylgja þessu. Ráðherra situr í skjóli þingsins þannig að þingmenn hafa öll ráð til að láta hann sæta ábyrgð, verði niðurstaðan sú að hann hafi ekki lagt fram upplýsingar sem honum bar að leggja fram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár