Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Velta Airbnb leigusala sexfaldaðist á þremur árum

Tæp­ar tvær millj­ón­ir gistinátta voru seld­ar í gegn­um Airbnb og sam­bæri­leg­ar vef­síð­ur á Ís­landi í fyrra. Velta þeirra hef­ur sex­fald­ast á þrem­ur ár­um, á með­an velta hót­ela tæp­lega tvö­fald­að­ist.

Velta Airbnb leigusala sexfaldaðist á þremur árum
Miðborg Reykjavíkur Flestar Airbnb íbúðir er að finna í miðborg Reykjavíkur. Mynd: Shutterstock

Tekjur af Airbnb gistingu á Íslandi voru 14,7 milljarðar króna árið 2017. Tæpar tvær milljónir gistinátta voru seldar, en auk þess áttu erlendir ferðamenn um 850 þúsund gistinætur sem ekki var greitt sérstaklega fyrir. Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofan birti í dag.

Árið 2014 var velta Airbnb gistingar á Íslandi 2,5 milljarðar króna og hefur því veltan sexfaldast á þremur árum. Velta hótela á gistiheimila nær tvöfaldaðist á sama tímabili, úr 51,9 milljörðum króna í 94,3 milljarða. Helmingur gistinátta árið 2017 var á hótelum og gistiheimilum, 19% í gegnum Airbnb og sambærilegar síður og 8,5% í bílum utan tjaldstæða, í húsaskiptum eða með öðrum slíkum hætti.

Virðisaukaskyld velta í gististarfsemi, í milljónum kr. 2014 2015 2016 2017
Velta hótela og gistiheimila 51.890 62.516 85.242 94.345
Velta leigusala sem nota Airbnb¹ 2.503 5.524 11.803 14.697

307 þúsund gistinætur á þessu ári

Tölur Hagstofunnar byggjast á virðisaukaskattskilum, en samkvæmt lögum ber aðilum sem kaupa rafræna þjónustu hérlendis að greiða virðisaukaskatt af henni. Airbnb og aðrar slíkar þjónustur innheimta og standa skil á þeim virðisaukaskatti. Telur Hagstofan því gögnin vera með þeim áreiðanlegri þegar kemur að því að fylgjast með virkni skammtímaleigumarkaðarins.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 voru gistinætur ferðamanna í gegnum Airbnb og sambærilegar síður 307 þúsund. Tölur Hagstofunar eru enn ekki aðgreindar eftir landsvæðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.
Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
FréttirLeigumarkaðurinn

Stjórn­ar­formað­ur Ölmu seg­ir breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um óþarf­ar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár