Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður vitnaði í Braga og sagði ásakanir „tilhæfulausar“

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu full­yrti í dag­sektar­úrskurði gegn móð­ur að ekk­ert benti til þess að fað­ir hefði brot­ið gegn dætr­um sín­um þrátt fyr­ir að for­stöðu­mað­ur Barna­húss teldi vís­bend­ing­ar frá list­með­ferð­ar­fræð­ingi um kyn­ferð­is­brot trú­verð­ug­ar. „List­með­ferð­ar­fræð­ing­um er ekki að mér vit­andi ætl­að það hlut­verk að rann­saka grun um meint kyn­ferð­is­brot,“ seg­ir lög­mað­ur föð­ur­ins.

Sýslumaður vitnaði í Braga og sagði ásakanir „tilhæfulausar“
Þórólfur Halldórsson er sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu og andlit embættisins. Úrskurðurinn sem hér er fjallað um var kveðinn upp af sýslumannsfulltrúa. Mynd: Pressphotos

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fullyrti í dagsektarúrskurði gegn móðurinni í Hafnarfjarðarmálinu sem Stundin fjallaði um á föstudag að ekkert benti til þess að barnsfaðir hennar hefði brotið gegn dætrum sínum þrátt fyrir að vísbendingar um slíkt hefðu komið fram hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar og í skýrslum frá meðferðaraðila sem forstöðumaður Barnahúss taldi áreiðanlegar samkvæmt gögnum málsins. 

Í úrskurðinum, sem kveðinn er upp af sýslumannsfulltrúa þann 10. maí 2017, er móðirin sökuð um „tilhæfulausar“ ásakanir gegn föður og sögð hafa kært föðurinn til lögreglu. Raunin er hins vegar sú að það voru barnavernd Hafnarfjarðar og heimilislæknir í Hafnarfirði sem tilkynntu vísbendingar um meint kynferðisbrot mannsins til lögreglu. Þetta kemur skýrt fram í gögnum lögreglu og barnaverndar Hafnarfjarðar sem Stundin hefur undir höndum. 

Sýslumaður fer rangt með nöfn stúlknanna í úrskurði sínum auk þess sem misræmi er milli niðurstöðukafla úrskurðarins og úrskurðarorða að því er varðar fjárhæð dagsektanna sem móðurinni er gert að greiða. 

Þetta er aðeins brot af þeim fjölmörgu atriðum sem vekja athygli þegar rýnt er í dagsektarúrskurð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu með hliðsjón af gögnum málsins.

Úrskurðurinn var kærður til dómsmálaráðuneytisins sem felldi hann úr gildi þann 17. nóvember síðastliðinn, meðal annars með vísan til þess að mál stúlknanna væri enn til skoðunar vegna meintra kynferðisbrota.

Bragi leggur áherslu á að hann
hafi ekki snúið sér til sýslumanns

Í viðtölum undanfarna daga hefur Bragi Guðbrandsson lagt áherslu á að hann hafi ekki haft afskipti af umgengnisdeilu foreldranna í Hafnarfjarðarmálinu.

„Ef ég hefði nú ætlað að tryggja föðurnum aðgang að þessu barni, þá hefði ég þurft að beina mínum erindum til sýslumanns, sem er sá aðili sem tekur slíkar ákvarðanir,“ sagði Bragi í Speglinum í gær. Þetta endurtók hann svo í Kastljósi: „Ef ég ætlaði að hafa áhrif á að maðurinn fengi umgengni þá hefði ég snúið mér til sýslumanns.“

Hann lét þess ógetið að við meðferð dagsektarmáls föður gegn móður hjá sýslumanni var byggt á tölvupósti frá Braga sjálfum og ummæli hans um samtal sitt við barnaverndarstarfsmann notuð til að undirbyggja þá niðurstöðu sýslumanns að leggja bæri dagsektir á móðurina.

Áður hafði jafnframt Bragi, samkvæmt tölvupóstssamskiptum lögmanna, ráðlagt föðurnum að leggja fram skýrslu hjá sýslumanni um atvikið þann 28. desember, þegar móðir hætti við að senda dætur sínar á samverustund þar sem lá fyrir að faðir yrði viðstaddur. 

Sýslumaður segir ekkert hafa komið fram

Í úrskurði sýslumanns er fullyrt að samkvæmt greinargerð lögfræðings móðurinnar hafi móðirin sjálf „kært netnotkun föður til lögreglu þann 10. desember 2014“. Ekkert slíkt kemur fram í umræddri greinargerð og eftir því sem Stundin kemst næst liggja ekki fyrir gögn sem sýna að móðirin hafi kært netnotkun föðurins til lögreglu. Hins vegar er skjalfest að slík tilkynning barst frá barnavernd Hafnarfjarðar til lögreglu þann 10. desember 2014. 

„Ásakanir um ofbeldi gagnvart börnum ber að taka alvarlega en ítrekaðar ásakanir um alvarleg brot gagnvart börnum sem virðast hafa verið tilhæfulausar eru ekki síður alvarlegar,“ segir sýslumaður. „Þrátt fyrir ítrekaðar kannanir hefur ekkert komið fram sem bendir til að faðir hafi brotið gegn börnum sínum.“ 

Við meðferð málsins hjá sýslumanni lágu fyrir gögn um a) áhyggjur barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar af umgengni stúlknanna við föðurinn og frásögn af vísbendingum um kynferðisbrot, b) grunsemdir listmeðferðarfræðings um kynferðislega misnotkun föður, og c) fullyrðingar forstöðumanns Barnahúss um að upplýsingarnar frá listmeðferðarfræðingnum hefðu komið fram í frjálsri frásögn stúlknanna og teldust áreiðanlegar.

Í kæru lögfræðings móðurinnar til dómsmálaráðuneytisins er bent á að sýslumaður hafi nær einvörðungu byggt á því að móðirin væri að „gera sér upp áhyggjur sínar“ jafnvel þótt hún hefði lagt fram gögn við málsmeðferðina sem styddu áhyggjurnar.

Sýslumaður vitnaði í Braga

Við meðferð málsins leitaði sýslumaður hvorki umsagnar barnaverndar Hafnarfjarðar né listmeðferðarfræðings stúlknanna. Þá var sálfræðingi ekki falið að ræða við stúlkurnar sjálfar. 

Hins vegar vitnar sýslumaður sérstaklega í tölvupóst Braga Guðbrandssonar sem Stundin hefur birt, ummæli um að móðir hefði „ekki verið hvött til að brjóta ákvæði umgengnissamnings“.

Í sama pósti kom fram að barnaverndarnefnd hefði ekkert við það að athuga að faðirinn umgengist stúlkurnar, en staðfestur útdráttur úr símtalinu bendir ekki til þess að það hafi komið fram í máli barnaverndarstarfsmannsins sem Bragi ræddi við. 

Í kæru lögfræðings móðurinnar til dómsmálaráðuneytisins var gagnrýnt sérstaklega að svo virtist sem sýslumaður hafi tekið orð Braga trúanleg án þess að hafa samband við barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar sem hafði, ólíkt því sem Bragi hélt fram, ráðlagt móðurinni að halda stúlkunum í öruggu skjóli meðan meint kynferðisbrot væru til skoðunar. 

Þegar sýslumaður afhenti málsaðilum gögn málsins í upphafi fylgdu tölvupóstssamskipti Braga Guðbrandssonar og afans ekki með þrátt fyrir að vitnað væri til samskiptanna í úrskurðinum.

Var móðurinni tjáð að tölvupóstssamskiptin væru ekki hluti af gögnum máls vegna þess að afinn væri ekki aðili þess. Síðar þurfti sýslumannsfulltrúi að draga í land, afhenda tölvupóstssamskiptin og biðja móðurina afsökunar enda var augljóslega um málsgögn að ræða.

Sem kunnugt er átti Bragi Guðbrandsson ítrekuð samskipti við afann og sagði honum frá samskiptum sínum við barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar þrátt fyrir að afinn væri ekki aðili máls.

Segir fordæmi fyrir því að rætt sé við yngri börn

Í úrskurðinum fullyrðir sýslumaður án rökstuðnings að það hefði verið þýðingarlaust fyrir úrlausn málsins að fá fram afstöðu barnanna. Lögfræðingur móðurinnar benti á í kæru sinni til dómsmálaráðuneytisins að fordæmi væru fyrir því að sálfræðingur sýslumanns tæki viðtöl við mun yngri börn en þær.

„Umbjóðandi minn telur mat sýslumanns óskiljanlegt og sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem fyrir lágu í málinu. Skýrslur listmeðferðarfræðingsins eru til þess fallnar að vekja spurningar og því ærin ástæða fyrir sýslumann að rannsaka málið betur áður en hann felldi úrskurðinn,“ segir í kærunni. „Með því að afla frekari upplýsinga um málið hefði sýslumaður getað fengið frekari útskýringar á því hvers vegna móðir vill ekki setja stúlkurnar í eftirlitslausa umgengni við föður þeirra og hvers vegna stúlkurnar vilja ekki vera einar með föður sínum. Þess í stað kýs sýslumaður að minnast varla á skýrslur listmeðferðarfræðingsins sem þó eru mikilvægt gagn í máli þessu né afstöðu barnaverndar til málsins sem þó kom fram í fylgigögnum.“ 

Lögfræðingur móðurinnar telur í ljósi þessa að ekki hafi verið gætt að rannsóknarreglu stjórnsýslulaga við meðferð málsins, reglu 10. gr. stjórnsýslulaga um að stjórnvaldi beri að gæta að því áður en ákvörðun er tekin að mál sé nægilega upplýst. 

„Að mati umbjóðanda míns er það bagalegt að sýslumaður hafi unnið svo hroðvirknislega í máli þessu og með engu móti hægt að gera ráð fyrir því að málsástæður umbjóðanda míns hafi verið teknar til fullnægjandi skoðunar við málsmeðferð sýslumanns. Það að saksókn hafi ekki verið talin rétt í fyrri málum og núverandi rannsókn sé í bið losar ekki sýslumannsembættið undan því að kanna sjálfstætt hvort eitthvað í málinu geti réttlætt það að umgengni fari ekki fram. Sú ákvörðun lögreglu að sækja ekki í málinu skiptir ekki aðalmáli, enda fer um sönnun í opinberum málum eftir öðrum meginreglum en gilda um sönnun í öðrum málum.“ 

Móðir sökuð um lygar 

Í úrskurði sýslumanns var móðurinni gefið að sök að hafa farið vísvitandi með rangt mál þegar hún mætti við fyrirtöku þann 30. janúar 2017 og greindi frá því að meint kynferðisbrot föðurins væru til skoðunar hjá lögreglu og í Barnahúsi.

Sýslumaður rökstyður þetta með því að vísa til þess að þann 23. febrúar 2017 hafi lögfræðingi móðurinnar verið greint frá því að mál stúlknanna færi ekki strax í Barnahús heldur yrði áfram í vinnslu hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar og hjá listmeðferðarfræðingi.

„Því liggur fyrir að móðir hafði fengið þær upplýsingar áður en málið var tekið fyrir á skrifstofu sýslumanns,“ segir í úrskurði sýslumanns. 

Í kæru móðurinnar til dómsmálaráðuneytisins er bent á að þann 30. janúar, í fyrirtökunni hjá sýslumanni, vissi móðirin ekki betur en að lögreglurannsókn væri í gangi og dæturnar á leiðinni í Barnahús, enda hafði hún í höndum afrit af tilvísun fyrir stúlkurnar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar í Barnahús og tilkynningu til lögreglu.

„Móðir hafði ekki vitneskju um að lögregla hygðist bíða eftir niðurstöðu Barnahúss og Barnahús hefði ákveðið að bíða með að taka stúlkurnar í könnunarviðtöl þar til frekari upplýsingar kæmu frá listmeðferðarfræðingi stúlknanna en málið yrði áfram í vinnslu hjá barnavernd Hafnarfjarðar þegar hún mætti á fund sýslumanns þann 30. janúar 2017 líkt og sýslumaður heldur fram í úrskurðinum heldur fékk hún upplýsingar um stöðu málsins hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar þann 23. febrúar 2017 líkt og kemur fram í gögnum málsins (sjá fskj. 17 og 18). Upplýsingar um stöðu málsins hjá lögreglu fékk hún þann 30. mars 2017 þegar barnavernd Hafnarfjarðar sendi lögfræðingi hennar afrit af bréfi lögreglunnar til barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um stöðu málsins hjá lögreglu (sjá fskj. 19). Sýslumanni var því vel kunnugt um að þann 30. janúar 2017 hafði barnavernd Hafnarfjarðar sent beiðni um rannsóknarviðtal við stúlkurnar í Barnahús ásamt því að málinu hafði verið vísað til lögreglu og umbjóðandi minn því ekki að fara með rangt mál (fskj. 12 og 13).“ 

Byggt á greinargerð laga sem féllu úr gildi fyrir 15 árum

Athygli vekur að í mati sýslumanns á því hvort móðir hafi tálmað umgengni með ólögmætum hætti er byggt sérstaklega á greinargerð sem fylgdi barnalögunum frá 1992 en lögin féllu úr gildi fyrir 15 árum síðan.

„Að mati umbjóðanda míns er það óskiljanlegt að sýslumaður styðjist við greinargerð með brottföllnum lögum þegar hann tekur ákvörðun um svo íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem álagning dagsekta er. Sýslumaður byggir m.a. mat sitt á því hvort móðir tálmi umgengni föður við dætur hennar á greinargerð með brottföllnum lögum sem sett voru fyrir 25 árum síðan,“ segir í kæru móðurinnar. 

Bent er á að þegar dagsektarmálið hófst hafði móður ekki gefist svigrúm til að leita til sýslumanns og óska eftir breytingum á fyrri umgengnissamningi enda lagði faðir inn beiðni um dagsektir nær umsvifalaust eftir að fulltrúi barnaverndarnefnar Hafnarfjarðar tjáði honum að búið væri að vísa málinu til lögreglu. 

Lögfræðingur móðurinnar fór fram á að dómsmálaráðuneytið tæki málsástæður hennar til fullnægjandi skoðunar fyrst sýslumaður hefði vanrækt þá skyldu sína. Ráðuneytið gerði það og kallaði þann 30. júní 2017 eftir ljósritum af öllum gögnum sýslumanns. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að fella bæri úrskurð sýslumanns úr gildi.  

Telja barnavernd ganga erinda móðurinnar

Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins um dagsektarúrskurð sýslumanns er fjallað ítarlega um sjónarmið föðurins. Haft er eftir honum að móðir setji ítrekað fram ásakanir sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Hún geri allt til að koma í veg fyrir að faðirinn fái að hitta börnin sín. „Ef ekki séu notuð upplogin veikindi barnanna hafi móðir vísað í fyrirmæli stjórnvalda og lögreglu sem aldrei hafi reynst eiga sér stoð í raunveruleikanum.“ Frá árinu 2015 hafi móðir ýmist bent á lögreglu eða barnaverndaryfirvöld til að réttlæta tálmun sína á umgengni. Fullyrt er að „í öllum tilvikum hafi rannsókn lögreglu einnig hafist að frumkvæði móður“ og að félagsráðgjafi hjá barnavernd Hafnarfjarðar sé vinkona móðurinnar. Þá hafi móðirin „farið með ásakanir sínar til læknis“. Rétt er að taka fram að það var langamma stúlknanna sem fór með þær til heimilislæknis sem síðan taldi ástæðu til að kalla til lögreglu.

Móðirin hefur hafnað því að starfsmaður barnaverndar sé vinkona hennar, en faðirinn segir það ekki rétt. Starfsmaðurinn hafi í störfum sínum hjá barnavernd verið tilsjón á heimili móðurinnar og hann geti sjálfur staðfest að hún hafi heimsótt móðurina utan vinnutíma. Þær séu góðar vinkonur þrátt fyrir mikinn aldursmun. Starfsmaðurinn sem var tilsjón er þó ekki sá sami og fer með málið hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar.

Fram kemur í þeim sjónarmiðum föður sem reifuð eru í úrskurði dómsmálaráðuneytisins að faðirinn telji móðurina fara með rangt mál þegar hún fullyrði að upplýsingar um netnotkun föðurins hafi borist frá þriðja aðila. Upplýsingarnar hafi þvert á móti komið frá móðurinni sjálfri. „Það eina sem faðir hafi verið sekur um hafi verið að vera skráður á klámsíðu á netinu. Ekkert hafi bent til þess að hann hafi skoðað slíkar síður þegar börnin hafi verið hjá honum eða að þau hefðu aðgang að slíku efni.“ Þá sé „með ólíkindum að hún hafi ásakað hann um kynferðisbrot byggt á því að hann skoði klámsíður á netinu eins og meirihluti karlmanna á hans aldri geri“.

Fram kemur að „þrátt fyrir tilraunir móður til að hafa áhrif á framburð barnanna og nota þau þannig sem vopn gegn föður hafi það verið niðurstaða barnahúss og lögreglu að ekkert benti til að neitt væri hæft með ásökunum móður“.

Faðirinn telur niðurstöður listmeðferðarfræðingsins ekki trúverðugar.

„Ætla verði að túlkun listmeðferðaraðila á myndum þeirra hafi verið lituð af frásögn móður en faðir hafi aldrei hitt meðferðaraðilann og aldrei rætt þessi mál við börnin. Teikningar barnanna séu í fullu samræmi við þann framburð sem móðir hafi reynt að fá annað barnið til að hafa eftir í upptöku sem hún hafi komið til lögreglu.“ Við meðferð málsins í ráðuneytinu var skorað á föðurinn að afhenda umrædda upptöku en hann varð ekki við því.

Afi stúlknanna segir í samtali við Stundina að myndbandið sé afhjúpandi. „Í myndbandinu sést móðirin yfirheyra stúlkuna með mjög leiðandi spurningum og fær hana loks til að játa að pabbinn hafi einhvern tímann komið við hana að neðan – eins og hann hafi ekki einhvern tímann skeint henni eða skipt um bleiu á henni – en spurningarnar eru það leiðandi að mér er sagt að í amerísku réttarfari væri beinlínis búið að ógilda málið vegna þessa myndbands. Þannig er það hins vegar ekki hér á landi, hér myndi þetta bara velta á mati dómarans. Þessu myndbandi var komið til Barnahúss, þær voru enn og aftur kallaðar inn en ekkert kom fram.“

„Það er til nokkuð sem heitir falskar 
minningar og það er mjög auðvelt að 
búa til falskar minningar hjá börnum“

Hann furðar sig á því í samtali við Stundina hve lengi listmeðferðin hefur staðið yfir. „Málið er að síðast þegar við vissum – og það er orðið hálft ár síðan – þá voru þessar heimsóknir að verða fimmtíu talsins. Og eins og fulltrúi sýslumanns sagði: Hvað er í gangi? Ég hef aldrei heyrt um svona. Er bara verið að bíða eftir … ég veit ekki hvort þú hefur sett þig inn í þessi mál, en það er til nokkuð sem heitir falskar minningar og það er mjög auðvelt að búa til falskar minningar hjá börnum. Hvað er eiginlega í gangi þegar svona er þjösnast á börnum? Er þá verið að reyna smám saman að búa til eitthvað þegar ekkert kemur?“

Lögmaður föðurfjölskyldunnar segir í samtali við Stundina að hafa verði í huga að listmeðferðarfræðingur sé ekki lögverndað starfsheiti. „Án þess að hafa sérstakar upplýsingar um það hvaða kröfur barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar gerir til þeirra sem sinna listmeðferð á þeirra vegum bendir ekkert til að um sé að ræða faglærðan einstakling hvað varðar rannsóknir á kynferðisbrotum, sbr. 2. mgr. 123. gr. sml,“ segir hann og bætir við: „Er enda ekki þörf á því, þar sem listmeðferðarfræðingum er ekki að mér vitandi ætlað það hlutverk að rannsaka grun um meint kynferðisbrot. Það gilda um það strangar reglur hverjir mega taka skýrslur af börnum ef grunur leikur um kynferðisbrot gagnvart þeim og listmeðferðarfræðingar eru ekki þar á meðal.“

„Það gilda um það strangar reglur hverjir mega taka skýrslur af börnum ef grunur leikur um kynferðisbrot gagnvart þeim og listmeðferðarfræðingar eru ekki þar á meðal“

Hann segir listmeðferðina ekki hafa verið rannsóknaraðgerð og að enginn hafi komið að henni sem hafði það hlutverk að rannsaka grun um kynferðisbrot gagnvart börnum. „Það má vel vera að sá sem sér um listmeðferð hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar sé mjög hæf manneskja í að aðstoða börn félagslega, en listmeðferðarfræðingur má ekki undir neinum kringumstæðum setja sig í hlutverk dómara, sérfræðinga Barnahúss eða lögreglu. Þar sem að skjólstæðingur minn var aldrei grunaður um nein refsiverð brot í framhaldi af nýjustu tilraun barnsmóðir hans til að bera á hann sakir hef ég ekki fengið nein rannsóknargögn og veit ekki á hverju margar fullyrðingar í fjölmiðlum eru byggðar. Ég hef séð einhver gögn sem stafa fá barnsmóður í forsjár- og umgengnisdeilu aðila, en þar virðist hafa verið handvalið úr gögn um ásakanir hennar og fjölskyldu hennar, en ekki fylgja með gögn um þegar komist var að þeirri niðurstöðu að þær ásakanir hefðu þegar verið rannsakaðar og ekkert væri hæft í þeim.“

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, hefur sagt barnavernd Hafnarfjarðar að hún telji upplýsingarnar frá listmeðferðarfræðingnum trúverðugar. Í skjali barnaverndar frá 2. júní 2017 kemur meðal annars eftirfarandi fram:

Ólöf ræddi við [listmeðferðarfræðinginn] og taldi frásagnir stúlknanna trúverðugar og að þær kæmu fram í frjálsri frásögn. Hún taldi því ekki ástæðu til að þær færu í Barnahús að svo stöddu en ef að frásagnir verða nákvæmari eða nýjar upplýsingar komi fram væri vert að endurskoða það. Stúlkurnar eru því áfram í listmeðferð og sendi listmeðferðarfræðingur nýja skýrslu í apríl þar sem fram koma sterkar vísbendingar um kynferðislega misnotkun föður. 

Föðurfjölskyldan telur að með þeirri ráðgjöf barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til móðurinnar um að halda stúlkunum í „öruggu skjóli“ hafi nefndin farið út fyrir valdsvið sitt. Kvartaði faðirinn til Barnaverndarstofu, en gagnrýni föðurfjölskyldunnar lýtur meðal annars að því að barnaverndarnefndin hafi gefið málsaðila einhliða fyrirmæli, forðast að taka formlegar og rökstuddar stjórnvaldsákvarðanir og þannig ekki fylgt lögum og reglum við meðferð málsins. Barnavernd hafi farið offari, sem hafi bitnað harkalega á föðurnum.

Uppfært: 
Ólöf Ásta Farestveit hafði samband við Stundina og segist telja ummælin hér að ofan rangt höfð eftir sér af barnavernd Hafnarfjarðar „Í símtalinu var ekki verið að meta trúverðugleika frásagnar barnsins hjá listmeðferðarfræðingi heldur upplýsa barnavernd Hafnarfjarðar hvað viðkomandi listmeðferarfræðingur hefði sagt undirritaðri,“ segir Ólöf. „Eins og fram kemur ef barnið færi að tala um kynferðisbrot hefði undirrituð að sjálfsögðu óskað eftir því að málið yrði kært á nýjan leik til lögreglu og það er hlutverk barnaverndar Hafnarfjarðar að aðhafast um slíkt. Undirrituð taldi vinnu listmeðferðarfræðings faglega með tilliti til úrvinnslu tilfinninga en ekkert mat var gert á trúverðugleika upplýsinganna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár