Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Forsprakk­ar fyr­ir rétt­ind­um trans ein­stak­linga á Ís­landi hafa sætt gagn­rýni og upp­nefn­um fyr­ir orð sem lát­in voru falla í kald­hæðni í hlað­varpi í des­em­ber síð­ast­liðn­um, en er fjall­að um á DV.is í dag. Alda Villi­ljós og Sæ­borg Ninja segja frétt DV um að þau telji karl­menn eiga skil­ið að deyja al­gjör­an út­úr­snún­ing.

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu
Sæborg og Alda Hlaðvarpsþáttur þeirra snerist um fordómafulla sýn á femínisma og átti að vekja fólk til umhugsunar um forréttindastöðu Íslendinga. Mynd: Facebook

Trans aktívistarnir Sæborg Ninja Guðmundsdóttir og Alda Villiljós sögðu hlæjandi frá því að þau hötuðu karlmenn í hlaðvarpsþættinum Hvað er svona merkilegt, í desember síðastliðnum. Í kynningu þáttarins sagði Alda, sem er formaður réttindasamtakanna Trans-Ísland, það vera „fáránlega hugmynd“ að femínistar vildu útrýma karlmönnum.

Þátturinn vakti litla athygli, en í dag birtist hins vegar frétt á DV.is með fyrirsögninni: „Alda og Sæborg segja karlmenn eiga skilið að deyja: „Lítum frekar á þá eins og kakkalakka““. Undir fréttinni er skorað á þau að svipta sig lífi, þau kölluð „fígúrur“ og „trukkalessur“ og andlega veikar. Þá segir einn lesandinn að Alda sé „glæsilegt kvikindi“ með yfirvararskegg.

Í frétt DV, sem er sú mest lesna í dag, er ekki rætt við Sæborgu Ninju eða Öldu Villiljós, en í samtali við Stundina segjast þau sár og leið vegna málsins.

Haft er eftir Sæborgu úr hlaðvarpinu frá því í desember á DV.is: „Við hötum karlmenn líklega meira en þú heldur,“ segir Sæborg við hlustendur. „Þú vanmetur það hatur sem við höfum. Þú heldur kannski að ég vilji skjóta þig í haglabyssu í andlitið, en það er ekki rétt, ég vil binda þig upp í litlu orkuveitunni niðri í Elliðaárdal og láta þig síga ofan í sýrubað, tærnar fyrst, annars deyrðu um leið og sýran fer í heilann þinn. Ó nei, þú ert ekki nógu góður fyrir það“.

Ekki sagt frá kynningu

Frétt DV.isFréttin var sú mest lesna á vef DV í dag, sem er sá þriðji vinsælasti á landinu.

Ekki er tekið fram í fréttinni að bæði Sæborg og Alda hlæja þegar ummælin eru látin falla, enda segjast þau hafa látið þau út úr sér í kaldhæðni til að vekja fólk til umhugsunar. Ekki er heldur tekið fram, í fréttinni sem segir efnislega að þau hati karlmenn og vilji þá almennt feiga, að orðin komu fram í hlaðvarpi undir formerkjum þess að þar ætti að taka umræðu út frá þeim fordómum gegn femínistum að þeir hati karlmenn. 

Í upphafi hlaðvarpsþáttarins sem DV vitnar til kynnir Alda Villiljós þá fyrirætlun þáttarstjórnenda að „hlaupa með“ fordómafulla og „fáránlega“ hugmynd um að femínistar hati karlmenn:  „Já, eins og Sæborg er búin að segja, þetta kom svona upp frá femínískum hugmyndum um mæðraveldið, og þessi hugmynd sko, að femínismi snúist um það að við viljum útrýma öllum karlmönnum, sem er svo fáránleg hugmynd, þannig að við erum bara svona að taka þá hugmynd og bara hlaupa með hana.“

Ekki er greint frá þessari kynningu í frétt DV.

Í þættinum ræða þau kerfislægt misrétti sem felst í samfélaginu, og getur verið illgreinanlegt og undirliggjandi í gildismati fólks.

Hlusta má á þáttinn í fullu samhengi hér.

„Augljós kaldhæðni“

„Ég hélt ekki að það sem ég hélt að væri augljós kaldhæðni yrði tekið alvarlega,“ segir Sæborg Stundinni. „Leið líka, þar sem þetta setur annað fólk í lélega stöðu, fólk sem er að gera mikilvæga vinnu af heilindum. Sár þar sem hin nafnlausa ritstjórn gerði ekki einu sinni tilraun til að hafa samband.“

Alda bætir við: „Já, við höfum sagt í djóki að við og femínistar almennt vilji í raun taka yfir heiminn, útrýma karlkyninu eins og það leggur sig, halda nokkrum karlmönnum eftir sem „breeding machines“ og þrælum, og svo framvegis. Þessi frétt er rosa mikið að koma höggi á femínista sem þora að tala og taka pláss.“

Hlaðvarpið andsvar við karlhatri femínista

Þau segja að „Hvað er svona merkilegt við það“ sé byggt á hlaðvarpinu „Misandry with Marcia and Rae“. „Pointið með þessu er að taka þessa fáránlegu hugmynd og láta eins og okkur sé alvara með það,“ segir Alda. „Ég get lofað því að það eru ekki til femínistar sem hugsa svona í alvörunni—annaðhvort er það þá djók eins og hjá okkur eða þeim hefur verið komið fyrir af antí-femínistum. Það er eins og þessi frétt sé unnin beint upp úr Lord Pepe myndbandinu.“

Í gær birti íslenski myndbandsbloggarinn Lord Pepe myndbandið „Non-Binary Lunacy“ þar sem hann klippti til ummæli Öldu og Sæborgar í sundur úr hlaðvarpi þeirra. Lord Pepe segist sjálfur vera þjóðernissinnaður og samsama sig við hægri væng stjórnmála.

„Hlaðvarpið fæddist sem andsvar við orðræðunni um að femínistir hati karla og vilji bara taka af þeim réttindi,“ segir Sæborg. „Við vildum líka snerta á einhverjum flötum mannréttindabaráttu, svo sem valdajafnvægi og fjölþættri jaðarsetningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trans fólk

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
ÚttektTrans fólk

Trans manni vís­að úr Laug­ar­dals­laug fyr­ir að nota karla­klefa

Starfs­fólk Laug­ar­dals­laug­ar fór fram á að trans mað­ur­inn Prod­hi Man­isha not­aði ekki karla­klefa laug­ar­inn­ar, jafn­vel þótt mann­rétt­inda­stefna borg­ar­inn­ar taki skýrt fram að það sé óheim­ilt að mis­muna fólki eft­ir kyn­hneigð, kyn­vit­und, kyntján­ingu eða kyn­ein­kenn­um. Formað­ur mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­ráðs vill leyfa kyn­vit­und að ráða vali á bún­ings­klef­um í sund­laug­um.
„Ég er ekki kona“
MyndirTrans fólk

„Ég er ekki kona“

Prod­hi Man­isha er pan­kyn­hneigð­ur trans­mað­ur sem jafn­framt er húm­an­isti ut­an trú­fé­lags. Þessi ein­kenni hans voru grund­völl­ur þess að hon­um var veitt staða flótta­manns á Ís­landi. Hann var skráð­ur karl­mað­ur hjá Út­lend­inga­stofn­un á með­an hann hafði stöðu hæl­is­leit­anda en það breytt­ist þeg­ar hon­um var veitt hæli. Nú stend­ur ekki leng­ur karl á skil­ríkj­un­um hans, held­ur kona. Það seg­ir hann seg­ir ólýs­an­lega sárs­auka­fullt eft­ir alla hans bar­áttu. Hann leit­ar nú rétt­ar síns.
Togarajaxlinn sem var kona
ViðtalTrans fólk

Tog­arajaxl­inn sem var kona

Anna Kristjáns­dótt­ir var lengi kona í karl­manns­lík­ama. Dreng­ur­inn Kristján klæddi sig í kven­manns­föt og leyndi því að hann var stúlka. Gekk í hjóna­band og eign­að­ist þrjú börn. Laum­að­ist í föt eig­in­kon­unn­ar. En kon­an varð á end­an­um yf­ir­sterk­ari og fór í kyn­leið­rétt­ingu. Anna er sátt í dag eft­ir að hafa sigr­ast á erf­ið­leik­um við að fá að lifa sem trans­kona.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár