Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Skil­ur gagn­rýn­ina en minn­ir á að Flokk­ur fólks­ins er í stjórn­ar­and­stöðu. Þess vegna fái bar­áttu­mál hans ekki braut­ar­gengi.

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta
Dapurleg tortryggni Inga Sæland segir dapurlegt hversu mikillar tortryggni gæti í garð hennar og Flokks fólksins, af hálfu kjósenda. Flokkurinn sé í stjórnarandstöðu og fái því ekki málum sínum framgengt. Mynd: Pressphotos

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir dapurlegt en um leið skiljanlegt að kjósendur séu tortryggnir í sinn garð og flokksins. Hún minnir á að flokkurinn sé í stjórnarandstöðu og því fái þeirra baráttumál og vilji ekki brautargengi hjá ríkisstjórninni. Jafnframt kvartar hún yfir því að kjósendur hvetji ekki flokkinn til dáða fremur en að láta ítrekað að því liggja að þingmenn flokksins séu ekkert annað en „hugsjónalausar afætur sem gleymum tilgangi okkar þegar markmiðinu var náð að komast á þing.“

Inga skrifaði færslu á Facebook-síðu sína með þessu inntaki nú í morgun. Rótin að skrifum Ingu eru fyrirspurnir sem hún fékk á síðunni þar sem hún var meðal annars þinguð um hvort hún hefði lagt fram fyrirspurnir um hvort ríkisstjórnin hyggðist afnema skerðingar á eftirlaunagreiðslum vegna tekna og eins hvort hún eða Flokkur fólksins hefði lagt fram frumvarf til laga um hækkun persónuafsláttar þeirra sem væru með tekjur undir framfærsluviðmiði. „Ef ekki, hvert er þá eiginlega hlutverk [FF]?“ var þar spurt.

Gera meira en að leggja fram fyrirspurnir

Inga segir hins vegar að þingmenn flokksins hafi gert miklu meira en að leggja bara fram fyrirspurnir. Þau hafi lagt fram frumvörp. „Vonandi áttið þið ykkur þó á því að við erum í stjornarandstöðu enn sem komið er þannig að það er ekki okkar vilji sem fær brautargengi hjá ríkisstjórninni.“

Inga segir að Flokkur fólksins vonist eftir að á næstunni verði afgreidd út úr nefndum Alþingis tvo mál sem flokksmenn hafa lagt fram, annars vegar um afnám skerðinga vegna launatekna aldraðra og hins vegar um afnám skerðinga vegna styrkveitinga til kaup á hjálpartækjum fyrir aldraða og öryrkja. „Þessir styrkir eru skattlagðir í botn sem hreinar tekjur og skerða auk þess almanatryggingar til öryrkja krónu á móti krónu. Við erum að vona að þetta réttlætismál sé þess eðlis að jafnvel kaldlyndustu stjórnmálamenn geti ekki annað en séð það og samþykkt.“

Inga segir síðan að öll mál flokksins séu lögð fram fyrir örykja, aldraða og þá sem búa við fátækt. „Ég vildi óska þess að þið hvettuð okkur frekar til dáða en að láta ítrekað líta út fyrir að við séum ekkert annað en hugsjónalausar afætur sem gleymum tilgangi okkar þegar markmiðinu var náð að komast á þing.“

„Okkur vantar aflið“ 

Í samtali við Stundina segir Inga að henni þyki þessi gagnrýni ekki ósanngjörn þrátt fyrir allt. „Nei, hún er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki ósanngjarnt að sitja undir gagnrýni þegar fólk er að brasa við það hver einustu mánaðarmót að hafa í sig og á og þegar stjórnvöld sem kosin voru til að hjálpa fólki eru ekki að gera það. Auðvitað sitjum við þá öll 63 undir gagnrýninni, þingmenn. Fólk vill hins vegar kannski ekki alveg horfa á staðreyndirnar í stjórnmálunum, þá staðreynd að við erum bara fjögur og við erum í stjórnarandstöðu. Við í Flokki fólksins getum ekki lagað þetta þó ég sé með grátstafinn í kverkunum. Okkur vantar aflið til þess. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við erum komin að ræðupúltinu, við erum að gera hvað við getum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár