Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Skil­ur gagn­rýn­ina en minn­ir á að Flokk­ur fólks­ins er í stjórn­ar­and­stöðu. Þess vegna fái bar­áttu­mál hans ekki braut­ar­gengi.

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta
Dapurleg tortryggni Inga Sæland segir dapurlegt hversu mikillar tortryggni gæti í garð hennar og Flokks fólksins, af hálfu kjósenda. Flokkurinn sé í stjórnarandstöðu og fái því ekki málum sínum framgengt. Mynd: Pressphotos

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir dapurlegt en um leið skiljanlegt að kjósendur séu tortryggnir í sinn garð og flokksins. Hún minnir á að flokkurinn sé í stjórnarandstöðu og því fái þeirra baráttumál og vilji ekki brautargengi hjá ríkisstjórninni. Jafnframt kvartar hún yfir því að kjósendur hvetji ekki flokkinn til dáða fremur en að láta ítrekað að því liggja að þingmenn flokksins séu ekkert annað en „hugsjónalausar afætur sem gleymum tilgangi okkar þegar markmiðinu var náð að komast á þing.“

Inga skrifaði færslu á Facebook-síðu sína með þessu inntaki nú í morgun. Rótin að skrifum Ingu eru fyrirspurnir sem hún fékk á síðunni þar sem hún var meðal annars þinguð um hvort hún hefði lagt fram fyrirspurnir um hvort ríkisstjórnin hyggðist afnema skerðingar á eftirlaunagreiðslum vegna tekna og eins hvort hún eða Flokkur fólksins hefði lagt fram frumvarf til laga um hækkun persónuafsláttar þeirra sem væru með tekjur undir framfærsluviðmiði. „Ef ekki, hvert er þá eiginlega hlutverk [FF]?“ var þar spurt.

Gera meira en að leggja fram fyrirspurnir

Inga segir hins vegar að þingmenn flokksins hafi gert miklu meira en að leggja bara fram fyrirspurnir. Þau hafi lagt fram frumvörp. „Vonandi áttið þið ykkur þó á því að við erum í stjornarandstöðu enn sem komið er þannig að það er ekki okkar vilji sem fær brautargengi hjá ríkisstjórninni.“

Inga segir að Flokkur fólksins vonist eftir að á næstunni verði afgreidd út úr nefndum Alþingis tvo mál sem flokksmenn hafa lagt fram, annars vegar um afnám skerðinga vegna launatekna aldraðra og hins vegar um afnám skerðinga vegna styrkveitinga til kaup á hjálpartækjum fyrir aldraða og öryrkja. „Þessir styrkir eru skattlagðir í botn sem hreinar tekjur og skerða auk þess almanatryggingar til öryrkja krónu á móti krónu. Við erum að vona að þetta réttlætismál sé þess eðlis að jafnvel kaldlyndustu stjórnmálamenn geti ekki annað en séð það og samþykkt.“

Inga segir síðan að öll mál flokksins séu lögð fram fyrir örykja, aldraða og þá sem búa við fátækt. „Ég vildi óska þess að þið hvettuð okkur frekar til dáða en að láta ítrekað líta út fyrir að við séum ekkert annað en hugsjónalausar afætur sem gleymum tilgangi okkar þegar markmiðinu var náð að komast á þing.“

„Okkur vantar aflið“ 

Í samtali við Stundina segir Inga að henni þyki þessi gagnrýni ekki ósanngjörn þrátt fyrir allt. „Nei, hún er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki ósanngjarnt að sitja undir gagnrýni þegar fólk er að brasa við það hver einustu mánaðarmót að hafa í sig og á og þegar stjórnvöld sem kosin voru til að hjálpa fólki eru ekki að gera það. Auðvitað sitjum við þá öll 63 undir gagnrýninni, þingmenn. Fólk vill hins vegar kannski ekki alveg horfa á staðreyndirnar í stjórnmálunum, þá staðreynd að við erum bara fjögur og við erum í stjórnarandstöðu. Við í Flokki fólksins getum ekki lagað þetta þó ég sé með grátstafinn í kverkunum. Okkur vantar aflið til þess. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við erum komin að ræðupúltinu, við erum að gera hvað við getum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár