Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Mið­flokk­ur­inn sæk­ir aft­ur í tím­ann í kosn­inga­mynd­bandi, þar sem Vig­dís Hauks­dótt­ir læt­ur vík­inga bera sig milli borg­ar­hluta. Nýtt lógó Mið­flokks­ins í Reykja­vík skart­ar hrossi gegnt spít­ala.

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi
Vigdís borin Vigdís Hauksdóttir er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mynd: Facebook / Miðflokkurinn

Vigdís Hauksdóttir, sem sækist eftir því að verða kjörinn borgarfulltrúi í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík fyrir Miðflokkinn, hefur tekið upp víkingaþema í kosningamyndböndum sínum.

Myndbandið sýnir meðal annars Vigdísi láta víkinga bera sig á malarvegi samsíða Vesturlandsvegi. „Víkingar, niður hér,“ fyrirskipar Vigdís á áfangastað, þar sem hún vill byggja nýjan Landspítala. 

Lógó Miðflokksins í ReykjavíkVísað er til staðsetningar Landspítalans í lógóinu, og er einkennisdýr flokksins í forgrunni.

Þá hefur lógó Miðflokksins verið stílfært, en flokkurinn á landsvísu skreytir sig með hvítu, prjónandi hrossi undir glitrandi norðurljósum, á meðan Miðflokkurinn í Reykjavík skartar skuggamynd af hrossi framan við teiknað sjúkrahús.

„Miðflokkurinn í Reykjavík ÆTLAR að leggja Sundabraut. Við getum ekki endalaust treyst á víkinga að koma okkar á milli staða innan borgarmarkanna,“ segir Vigdís í myndbandinu.

Tilætlunin virðist vera að koma á framfæri stefnu Miðflokksins, sem er að standa gegn uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut, og mæla fyrir uppbyggingu fjær miðborginni, við Vífilsstaði eða Keldur.

Um helgina var haldið fyrsta landsþing Miðflokksins, en þar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kjörinn formaður með 100 prósent atkvæða. Vigdís var áður þingmaður í Framsóknarflokknum undir formennsku Sigmundar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2018

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann
Fréttir

Var and­víg­ur frek­ari upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is fyr­ir kosn­ing­ar en gagn­rýn­ir nú meiri­hlut­ann fyr­ir að hunsa vand­ann

Ey­þór Arn­alds lýsti sig ger­sam­lega mót­fall­inn auk­inni áherslu á upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is í Reykja­vík í kosn­inga­prófi RÚV í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Nú legg­ur hann fram bók­an­ir þar sem meiri­hlut­inn er gagn­rýnd­ur fyr­ir að „hunsa mála­flokk­inn“.
Hagsmunatengsl borgarfulltrúa: Eyþór enn í stjórnum fimm félaga
ÚttektBorgarstjórnarkosningar 2018

Hags­muna­tengsl borg­ar­full­trúa: Ey­þór enn í stjórn­um fimm fé­laga

Ey­þór Arn­alds sit­ur enn í stjórn­um fimm fé­laga og eru tvö þeirra eign­ar­halds­fé­lög með rúm­an einn og hálf­an millj­arð í eign­ir. Hann lof­aði að skilja sig frá við­skipta­líf­inu þeg­ar hann vann leið­toga­próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í janú­ar. Odd­viti Við­reisn­ar og fleiri ný­ir borg­ar­full­trú­ar sitja í stjórn­um fé­laga.
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Vildi ekki verða „hús­þræll“ í vinstri- og miðju­sam­starfi en mynd­aði at­kvæða­blokk með Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, sæt­ir harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa stillt sér upp með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um af praktísk­um ástæð­um. „Fram­kvæmd­ar­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi fyr­ir hönd allr­ar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skip­an okk­ar í nefnd­ir,“ sagði Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í dag.
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Dag­ur áfram borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta

Full­trú­ar Við­reisn­ar verða formað­ur borg­ar­ráðs og for­seti borg­ar­stjórn­ar. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata var kynnt­ur við Breið­holts­laug í dag. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, raul­aði „Im­per­ial March“, stef Darth Vader úr Star Wars mynd­un­um og upp­skar mik­inn hlát­ur við­staddra.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár