Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinir Hauks Hilmarssonar dreifðu límmiðum um miðborgina

„Hvar er Hauk­ur“ og „Þögn­in er ær­andi“ voru áletr­an­irn­ar. Spyrja hvort Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sé sam­mála Er­dog­an. Óska far­ar­heim­ild­ar til Sýr­lands svo hægt sé að leita Hauks.

Vinir Hauks Hilmarssonar dreifðu límmiðum um miðborgina
Hvar er Haukur? Vinir Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi, dreifðu í fyrrakvöld límmiðum um miðborg Reykjavíkur til að minna á mál vinar síns. Mynd: Af Facebook-síðu Benjamíns Julians

Vinir og vandamenn Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi, gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi þegar kemur að leitinni að Hauki. Síðastliðið miðvikudagskvöld dreifði hópur þeirra límmiðum um miðbæ Reykjavíkur þar sem minnt var á mál Hauks. Á límmiðunum var mynd af Hauki og áletranirnar „Þögnin er ærandi“ og „Hvar er Haukur?“. Miðarnir voru meðal annars límdir á Alþingishúsið, Stjórnarráðið og á Utanríkisráðuneytið.

Með aðgerðinni vildi hópurinn minna yfirvöld á að Haukur er enn týndur eftir að hafa farið til Sýrlands að berjast með Kúrdum gegn ISIS. Fyrstu fréttir af hvarfi Hauks bárust 6. mars síðastliðinn en hann var þá sagður hafa fallið í bardögum Kúrda við tyrkneska herinn 24. febrúar, í norðurhluta Sýrlands. Hópurinn sem um ræðir sendi frá sér tilkynningu þar sem segir að þau telji stjórnvöld hafa brugðist í málinu. „Enn hafa stjórnvöld ekki séð sóma sinn í að fordæma árásir Natóríkisins Tyrklands gegn Kúrdum í Sýrlandi, og/eða svarað Tyrkneskum stjórnvöldum sem kallað hafa Hauk hryðjuverkamann. Er Katrín Jakobs sammála Erdogan? Fannst henni árásir Tyrkja í Afrin viðbúnar?“ sagði enn fremur í tilkynningunni.

Vinir Hauks fjölmenntu á þingpalla 10. apríl síðastliðinn þar sem þau óskuðu liðsinnis þingmanna við leitina að Hauki. Í viðtali sem Stundin átti við Lárus Pál Birgisson, vin Hauks, þann sama dag kom fram að vinir Hauks hyggðust fara til Sýrlands og leita hans. Óskuðu þau eftir því að íslensk stjórnvöld tryggðu þeim örugga för á svæðinu, sem er á valdi tyrkneska hersins, með samningum við tyrknesk stjórnvöld. Enn hefur slík ferðaheimild ekki fengist, að því er segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Enga hjálp varðandi það virðist vera að fá frá VG og co. Ekkert heyrist frá þeim um málið. Þögnin er ærandi,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár