Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinir Hauks Hilmarssonar dreifðu límmiðum um miðborgina

„Hvar er Hauk­ur“ og „Þögn­in er ær­andi“ voru áletr­an­irn­ar. Spyrja hvort Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sé sam­mála Er­dog­an. Óska far­ar­heim­ild­ar til Sýr­lands svo hægt sé að leita Hauks.

Vinir Hauks Hilmarssonar dreifðu límmiðum um miðborgina
Hvar er Haukur? Vinir Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi, dreifðu í fyrrakvöld límmiðum um miðborg Reykjavíkur til að minna á mál vinar síns. Mynd: Af Facebook-síðu Benjamíns Julians

Vinir og vandamenn Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi, gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi þegar kemur að leitinni að Hauki. Síðastliðið miðvikudagskvöld dreifði hópur þeirra límmiðum um miðbæ Reykjavíkur þar sem minnt var á mál Hauks. Á límmiðunum var mynd af Hauki og áletranirnar „Þögnin er ærandi“ og „Hvar er Haukur?“. Miðarnir voru meðal annars límdir á Alþingishúsið, Stjórnarráðið og á Utanríkisráðuneytið.

Með aðgerðinni vildi hópurinn minna yfirvöld á að Haukur er enn týndur eftir að hafa farið til Sýrlands að berjast með Kúrdum gegn ISIS. Fyrstu fréttir af hvarfi Hauks bárust 6. mars síðastliðinn en hann var þá sagður hafa fallið í bardögum Kúrda við tyrkneska herinn 24. febrúar, í norðurhluta Sýrlands. Hópurinn sem um ræðir sendi frá sér tilkynningu þar sem segir að þau telji stjórnvöld hafa brugðist í málinu. „Enn hafa stjórnvöld ekki séð sóma sinn í að fordæma árásir Natóríkisins Tyrklands gegn Kúrdum í Sýrlandi, og/eða svarað Tyrkneskum stjórnvöldum sem kallað hafa Hauk hryðjuverkamann. Er Katrín Jakobs sammála Erdogan? Fannst henni árásir Tyrkja í Afrin viðbúnar?“ sagði enn fremur í tilkynningunni.

Vinir Hauks fjölmenntu á þingpalla 10. apríl síðastliðinn þar sem þau óskuðu liðsinnis þingmanna við leitina að Hauki. Í viðtali sem Stundin átti við Lárus Pál Birgisson, vin Hauks, þann sama dag kom fram að vinir Hauks hyggðust fara til Sýrlands og leita hans. Óskuðu þau eftir því að íslensk stjórnvöld tryggðu þeim örugga för á svæðinu, sem er á valdi tyrkneska hersins, með samningum við tyrknesk stjórnvöld. Enn hefur slík ferðaheimild ekki fengist, að því er segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. „Enga hjálp varðandi það virðist vera að fá frá VG og co. Ekkert heyrist frá þeim um málið. Þögnin er ærandi,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu