Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Nýr dóm­ur lýs­ir því hvernig Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, lét setja upp tvær heima­síð­ur sér til varn­ar í kjöl­far Pana­maskjal­anna. Síð­urn­ar voru sagð­ar í nafni stuðn­ings­manna hans.

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, bað almannatengil um að setja á fót heimasíður sér til stuðnings í kjölfar Panamaskjalanna. Síðurnar voru sagðar settar saman og reknar af stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs og var þeim ætlað að „setja strik í sandinn og taka til varna“ vegna uppljóstrana um Wintris, aflandsfélags Sigmundar og eiginkonu hans. Síðurnar tvær, Panamaskjölin.is og Íslandiallt.is, eru enn uppi.

Forysta ehf., fyrirtæki almannatengilsins Viðars Garðarssonar, stefndi Framsóknarflokknum vegna ógreiddrar vinnu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á meðan hann var enn formaður flokksins í kjölfar uppljóstrana Panamaskjalanna. Krafa Viðars hljóðaði upp á rúmar fimm milljónir króna. Framsóknarflokkurinn var í dag sýknaður af kröfum Forystu í héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirtækinu var gert að greiða allan málskostnað flokksins, eða 1,1 milljón króna.

Samkvæmt dómnum fékkst ekki sannað að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi samþykkt að greiða fyrir vinnu Forystu. Vinnan hafi verið unnin fyrir Sigmund Davíð og verkefni myndatökumanns sem Viðar sendi á miðstjórnarþing flokksins hafi verið „ætlað fyrir kosningabaráttu Sigmundar en ekki Framsóknarflokksins“. Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði síðar Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins. Sigmundur Davíð borgaði hluta af kröfu Viðars sjálfur, eða rúma eina milljón króna.

Greindi „hverjir hefðu verið Sigmundi Davíði erfiðastir“

Samkvæmt vitnisburði Viðars hittust Sigmundur Davíð og hann til að setja síðurnar á fót, auk þess að stofna til annarrar ímyndarsköpunar. „Í fyrsta lagi að farið yrði með Sigmund Davíð í myndatökur og kvaðst Viðar fyrir dómi hafa skipulagt myndatöku, pantað tíma í stúdíói og ráðið til þess ljósmyndara og förðunarfræðing.“ segir í dómnum. „Í aðilaskýrslu sinni kvað Viðar ástæður myndatökunnar hafa verið þær að myndirnar sem hefðu birst af Sigmundi í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin hafi verið mjög neikvæðar í samræmi við málefnið en samkvæmt reynslu sinni væru fjölmiðlar yfirleitt samstarfsfúsir ef þeim væri útvegað myndefni.“

Þá er fjallað um hvernig Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi tengt Viðar og Sigmund Davíð, enda hafi nöfn Sigmundar, Hrólfs Ölvissonar, þáverandi framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, þáverandi borgarfulltrúa flokksins, öll komið fram í Panamskjölunum.

„Í öðru lagi hefði Viðar látið smíða vefsíðuna panamaskjolin.is en í framburði Viðars kom fram að með henni hefði verið ætlunin að „setja strik í sandinn og taka til varna“,“ segir í dómnum. „Sagði Viðar hugmyndina hafa verið að Sigmundur gæti alltaf vísað í þennan vef ef Panama-skjölin kæmu upp kosningabaráttunni. Þá hefði í þriðja lagi verið smíðaður vefurinn islandiallt.is og lýsti Viðar því að sá vefur hafi verið ætlaður til að „sækja fram“. Aðspurður fyrir dómi nánar um hvaða þjónusta hafi verið veitt til stefnda Framsóknarflokksins á þessum tíma og hvað hafi verið fólgið í störfum Svans Guðmundssonar, eiginmanns vitnisins Guðfinnu Jóhönnu á þessum tíma, kvaðst Viðar hafa fengið hann til að vinna „ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn voru að skrifa hvað“ og „hverjir hefðu verið Sigmundi Davíð erfiðastir.““

Sagðist vera í aðdáendahópnum

Í samtali við Stundina í október 2016, sagðist Viðar vera aðdáandi Sigmundar Davíðs og kvaðst hann vera hluti af hópi stuðningsmanna hans, þrátt fyrir að vera sjálfstæðismaður. „Aðdáun mín á manninum er alveg til staðar ennþá, mér finnst hann standa út úr sem pólitíkus á Íslandi,“ sagði hann.

Á Panamaskjölin.is er sagt að vefnum sé viðhaldið af stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem einnig var nefnd í Panamaskjölunum í tengslum við félagið Wintris. Á síðunni er gripið til varnar vegna umfjöllunar um þau. Vefurinn Íslandiallt.is er hins vegar almennari og fjallar um verk og skoðanir Sigmundar Davíðs. „Vefurinn Íslandiallt.is er settur saman og rekinn af hópi einstaklinga úr ýmsum áttum með ólíkar stjórnmálaskoðanir sem eiga það sameignlegt að vera stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar“ segir á vefnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár