Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Efla samstarf við NATO og stefna að heræfingum

Vinstri græn gefa eft­ir and­stöð­una við hern­að og hern­að­ar­banda­lög í sam­starfi sínu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Efla samstarf við NATO og stefna að heræfingum
Áhersla á samstarf Ríkisstjórnin vill viðhalda sterku samstarfi við aðrar NATO-þjóðir. Mynd: Alþingi

Ríkisstjórnin hyggst styrkja samstarf Íslands við Atlantshafsbandalagið (NATO) og gerir ráð fyrir umfangsmiklum heræfingum á Íslandi næstu árin. Þar ber hæst þátttaka í varnaræfingunni Trident Juncture sem fer fram næsta haust, en jafnframt er æfingin Dynamic Mongoose haldin á Íslandi annað hvert ár. Northern Viking æfingin verður einnig haldin hér annað hvert ár frá og með 2020 en auk þess tekur Ísland þátt í hinni árlegu Northern Challenge-æfingu NATO um varnir gegn hryðjuverkum. 

Þetta kemur fram í kafla um stefnumótun á sviði utanríkismála í viðauka við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð er sá flokkur sem leiðir ríkisstjórnina, en allt frá stofnun hefur flokkurinn haft á stefnuskrá sinni að Ísland skuli standa utan allra hernaðarbandalaga og hafna vígvæðingu. „Binda á enda á hersetu í landinu og hverfa úr NATO. Útgjöldum íslenska ríkisins vegna varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins og þátttöku í NATO er betur varið til annarra þarfa samfélagsins,“ segir meðal annars í stefnunni sem Vinstri græn kynntu í aðdraganda síðustu þingkosninga. „Ekki á að leyfa heræfingar í landinu eða innan lögsögu þess.“

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að „þjóðaröryggisstefna Íslands sem samþykkt var af Alþingi“ verði höfð að leiðarljósi næstu ár. Í umræddri stefnu, sem samþykkt var í formi þingsályktunar þann 13. apríl 2016, kemur fram að „Atlantshafsbandalagið verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja“. Þetta stangast á við stefnu Vinstri grænna, sem lagðist gegn þingsályktunartillögunni, en er í samræmi við stefnu flestra annarra flokka á Alþingi.

„Markvisst er unnið að því að tryggja varnir Íslands og styrkja samstarfið innan NATO. Rekstur varnarmannvirkja á öryggissvæðinu og starfræksla ratsjárkerfisins sem nær yfir umfangsmikið svæði á Norður-Atlantshafinu er veigamikill þáttur í framlagi Íslands til sameiginlegra varna NATO og fyrir dyrum stendur allnokkur endurnýjun á þeim kerfum og ýmis viðhaldsverkefni eru í farvatninu,“ segir í greinargerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 

Flokksforysta Vinstri grænna þurfti að gefa eftir í andstöðu sinni við hernað og hernaðarbandalög þegar flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkinguna á tímabilinu 2009 til 2013. Á þeim árum jukust framlög hins opinbera til Atlantshafsbandalagsins auk þess sem Ísland varð, sem eitt af aðildarríkjum NATO, óbeinn þátttakandi í hernaðaraðgerðum bandalagsins í Líbíu. Á þessum árum fór Samfylkingin með utanríkisráðuneytið auk þess sem mikill þingmeirihluti var og er enn fyrir áframhaldandi veru Íslands í NATO. Nú er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, utanríkisráðherra ríkisstjórnar undir forsæti Vinstri grænna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár