GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, birtu nýlega skýrslu um úttekt á spillingarvörnum Íslands á vettvangi æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu. Þar er að finna 18 formlegar ábendingar til stjórnvalda um úrbætur.
Helstu ábendingarnar hafa verið birtar í íslenskri þýðingu á vef stjórnarráðsins. Skýrslan er hins vegar 44 blaðsíður að lengd, og þar er að finna sitthvað fleira sem er umhugsunarvert.
1. Ekki alltaf nóg að ráðherrar segi af sér

Oft hefur verið gagnrýnt hve tregir íslenskir ráðherrar eru til að segja af sér þegar upp kemst um misgjörðir þeirra. GRECO fagnar því að á Íslandi ríki minni þolinmæði en áður fyrir embættisglöpum og óheilindum ráðherra. Fyrir vikið …
Athugasemdir