Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jóhanna spyr hvort Drífa verði næsti forseti ASÍ

Þrýst á Drífu Snæ­dal um að gefa kost á sér. Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, spyr hvort í henni sé ekki kom­inn næsti for­seti Al­þýðu­sam­bands­ins. Drífa vill hvorki segja af eða á um fram­boð.

Jóhanna spyr hvort Drífa verði næsti forseti ASÍ
Næsti forseti ASÍ? Fullyrt er að þrýst sé á Drífu Snædal að gefa kost á sér sem forseta Alþýðusambands Íslands á sambandsþingi í haust. Hún játar því hvorki né neitar að hún hyggist fara fram.

Fullyrt er að þrýst sé á Drífu Snædal, framkvæmdastýru Starfsgreinasambandsins, um að gefa kost á sér í stól forseta Alþýðusambands Íslands á sambandsþingi í haust. Síðast í gær velti Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, því upp á Facebook hvort Drífa yrði ekki næst til að setjast í þann stól. Uppskar færsla Jóhönnu ánægju meðal lesenda. Drífa vill hvorki segja af né á í samtali við Stundina.

Tilefni þess að Jóhanna veltir upp þessari hugmynd er sú að Drífa tjáði sig í gær um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og er ekki par hrifin. Drífa birti kafla úr áætluninni þar sem sagði að ríkisstjórnin leggði áherslu á að gott samstarf tækist milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins „til að varð­veita efna­hags­legan stöð­ug­leika og efla vel­ferð. Þannig megi stuðla að far­sælli nið­ur­stöðu í kjara­samn­ingum næstu ára sem varð­veiti óvenju mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu síð­ustu ára með hóf­legum launa­hækk­unum og skili heim­il­unum áfram auknum kaup­mætti.“ Í framhaldinu spurði Drífa: „Ha? Hóf­legum launa­hækk­un­um? Án þess að nýta skatt­kerfið til tekju­jöfn­unar heldur þvert á móti ýkja mis­skipt­ing­una? Stöð­ug­leika hvers er verið að vernda? Vel­ferð hvers? Hvaða góða sam­starf á að byggja á þessum grunn­i?“

Kemur að því að taka þarf ákvörðun

Drífa var í samtali við Stundina ekki tilbúin til að játa því að hún hyggði á framboð í forsetastólinn. Hún neitaði því hins vegar ekki að það kæmi til greina. „Það er ekki tímabært núna að segja af eða á um það en sá tímapunktur kemur að ég þarf að hugsa þetta, eða taka ákvörðun. Sá tímapunktur er samt ekki núna.“

„Það er ákveðinn samkvæmisleikur í gangi um hvað verður í haust“

Spurð hvort hún hafi fengið áskoranir um að gefa kost á sér vildi Drífa lítið gefa út um það. „Það er ákveðinn samkvæmisleikur í gangi um hvað verður í haust. Ég held ég segi ekki meira í bili, ég er ekki búin að taka ákvörðun.“

Þegar gengið var enn frekar á Drífu og blaðamaður sagði að af svörum hennar mætti þó greina að hún afsegði ekki framboð hló hún við. „Ég held að það segi enginn nei á þessum tímapunkti, það eru ýmis nöfn nefnd og þannig er nú bara það.“

Miklar deilur innan ASÍ

Mikill styrr hefur staðið innan verkalýðshreyfingarinnar upp á síðkastið og hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, legið undir háværri gagnrýni af hálfu forsvarsmanna sumra stærstu aðildarfélaga sambandsins. Þannig vilja fjórir forystumenn verkalýðsfélaga að forystu ASÍ verði skipt út á sambandsþinginu í haust og fer Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, einna fremstur þar í flokki. Ragnar hefur verið afar gagnrýninn á Gylfa síðustu misseri, svo mjög að Gylfi sjálfur lýsti því sem persónulegri heift og nornaveiðum í viðtali við Stundina. Í téðu viðtali var Gylfi hins vegar ekki tilbúinn að segja til um hvort hann hyggðist gefa kost á sér áfram sem forseti í haust.

Drífa hefur starfað sem framkvæmdastýra Starfsgreinasambandsins frá árinu 2012. Áður starfaði hún meðal annars sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samtaka um kvennaathvarf auk þess sem hún var formaður Iðnnemasambands Íslands. Drífa er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í vinnurétti frá Háskólanum í Lundi en einnig er hún menntaður tækniteiknari.

„Eins og að éta skít“

Það vakti mikla athygli þegar Drífa sagði sig úr Vinstri grænum í nóvember síðastliðnum. Ástæðan fyrir úrsögn Drífu var ákvörðunin um ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Drífa hafði átt samleið með flokknum allt frá stofnun hans og var um tíma varaþingmaður hans. Hún sagði í bréfi til flokksmanna að henni væri óvært í flokknum eftir ákvörðunina um ríkisstjórnarsamstarfið. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi,“ skrifaði Drífa.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu