Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jóhanna spyr hvort Drífa verði næsti forseti ASÍ

Þrýst á Drífu Snæ­dal um að gefa kost á sér. Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, spyr hvort í henni sé ekki kom­inn næsti for­seti Al­þýðu­sam­bands­ins. Drífa vill hvorki segja af eða á um fram­boð.

Jóhanna spyr hvort Drífa verði næsti forseti ASÍ
Næsti forseti ASÍ? Fullyrt er að þrýst sé á Drífu Snædal að gefa kost á sér sem forseta Alþýðusambands Íslands á sambandsþingi í haust. Hún játar því hvorki né neitar að hún hyggist fara fram.

Fullyrt er að þrýst sé á Drífu Snædal, framkvæmdastýru Starfsgreinasambandsins, um að gefa kost á sér í stól forseta Alþýðusambands Íslands á sambandsþingi í haust. Síðast í gær velti Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, því upp á Facebook hvort Drífa yrði ekki næst til að setjast í þann stól. Uppskar færsla Jóhönnu ánægju meðal lesenda. Drífa vill hvorki segja af né á í samtali við Stundina.

Tilefni þess að Jóhanna veltir upp þessari hugmynd er sú að Drífa tjáði sig í gær um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og er ekki par hrifin. Drífa birti kafla úr áætluninni þar sem sagði að ríkisstjórnin leggði áherslu á að gott samstarf tækist milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins „til að varð­veita efna­hags­legan stöð­ug­leika og efla vel­ferð. Þannig megi stuðla að far­sælli nið­ur­stöðu í kjara­samn­ingum næstu ára sem varð­veiti óvenju mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu síð­ustu ára með hóf­legum launa­hækk­unum og skili heim­il­unum áfram auknum kaup­mætti.“ Í framhaldinu spurði Drífa: „Ha? Hóf­legum launa­hækk­un­um? Án þess að nýta skatt­kerfið til tekju­jöfn­unar heldur þvert á móti ýkja mis­skipt­ing­una? Stöð­ug­leika hvers er verið að vernda? Vel­ferð hvers? Hvaða góða sam­starf á að byggja á þessum grunn­i?“

Kemur að því að taka þarf ákvörðun

Drífa var í samtali við Stundina ekki tilbúin til að játa því að hún hyggði á framboð í forsetastólinn. Hún neitaði því hins vegar ekki að það kæmi til greina. „Það er ekki tímabært núna að segja af eða á um það en sá tímapunktur kemur að ég þarf að hugsa þetta, eða taka ákvörðun. Sá tímapunktur er samt ekki núna.“

„Það er ákveðinn samkvæmisleikur í gangi um hvað verður í haust“

Spurð hvort hún hafi fengið áskoranir um að gefa kost á sér vildi Drífa lítið gefa út um það. „Það er ákveðinn samkvæmisleikur í gangi um hvað verður í haust. Ég held ég segi ekki meira í bili, ég er ekki búin að taka ákvörðun.“

Þegar gengið var enn frekar á Drífu og blaðamaður sagði að af svörum hennar mætti þó greina að hún afsegði ekki framboð hló hún við. „Ég held að það segi enginn nei á þessum tímapunkti, það eru ýmis nöfn nefnd og þannig er nú bara það.“

Miklar deilur innan ASÍ

Mikill styrr hefur staðið innan verkalýðshreyfingarinnar upp á síðkastið og hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, legið undir háværri gagnrýni af hálfu forsvarsmanna sumra stærstu aðildarfélaga sambandsins. Þannig vilja fjórir forystumenn verkalýðsfélaga að forystu ASÍ verði skipt út á sambandsþinginu í haust og fer Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, einna fremstur þar í flokki. Ragnar hefur verið afar gagnrýninn á Gylfa síðustu misseri, svo mjög að Gylfi sjálfur lýsti því sem persónulegri heift og nornaveiðum í viðtali við Stundina. Í téðu viðtali var Gylfi hins vegar ekki tilbúinn að segja til um hvort hann hyggðist gefa kost á sér áfram sem forseti í haust.

Drífa hefur starfað sem framkvæmdastýra Starfsgreinasambandsins frá árinu 2012. Áður starfaði hún meðal annars sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samtaka um kvennaathvarf auk þess sem hún var formaður Iðnnemasambands Íslands. Drífa er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í vinnurétti frá Háskólanum í Lundi en einnig er hún menntaður tækniteiknari.

„Eins og að éta skít“

Það vakti mikla athygli þegar Drífa sagði sig úr Vinstri grænum í nóvember síðastliðnum. Ástæðan fyrir úrsögn Drífu var ákvörðunin um ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Drífa hafði átt samleið með flokknum allt frá stofnun hans og var um tíma varaþingmaður hans. Hún sagði í bréfi til flokksmanna að henni væri óvært í flokknum eftir ákvörðunina um ríkisstjórnarsamstarfið. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi,“ skrifaði Drífa.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár