Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Drullusama“ þótt stjórnmálamenn séu ranglega titlaðir skipulagsfræðingar eða stærðfræðingar

Helgi Hrafn set­ur gagn­rýni á koll­ega sína í sam­hengi við um­ræðu um hvernig Sig­mund­ur Dav­íð var titl­að­ur doktor í skipu­lags­fræð­um án þess að hann hefði lok­ið prófi.

„Drullusama“ þótt stjórnmálamenn séu ranglega titlaðir skipulagsfræðingar eða stærðfræðingar
„Druuuullusama“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svaraði gagnrýni á kollega sína á Facebook síðunni Kosningar. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir gagnrýni á kollega sína sem kemur fram í nafnlausu áróðursmyndbandi á Facebook. 

Í myndbandinu sem birtist á síðunni Kosningar er rifjað upp hvernig Jón Þór Ólafsson hefur titlað sig stjórnmálafræðing, heimspeking og stjórnmálaheimspeking og Smári McCarthy titlað sig stærðfræðing án þess að þeir hafi útskrifast með slíkar gráður úr háskóla. 

„Mér var druuuullusama þegar fréttahrinan byrjaði um að Sigmundur Davíð hefði verið titlaður skipulagsfræðingur og er drullusama nú,“ skrifar Helgi á Facebook og vísar þannig til umræðu um hvernig fyrrverandi forsætisráðherra varð margsaga um menntun sína og var ítrekað titlaður sem doktor í skipulagsfræðum frá Oxford án þess að hafa lokið doktorsprófi.

Helgi segist ekki hafa mikið út á að setja að áróðurinn sé nafnlaus nema í samhengi við lög um fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu.

„Homminn í hommafóbíska samfélaginu þarf að geta tjáð sig nafnlaust. Mér finnst stærsta vandamálið vera hvað fólk er almennt ginkeypt fyrir þvættingi og gjarnt á að elta eitthvað sem skiptir ekki máli. Ef fólk væri bara aðeins meira til í að velta fyrir sér hvers vegna hvað skiptir máli, og miklu minna til í að láta einföld skilaboð um flókna hluti ráða skoðunum sínum, þá væri ekkert tiltökumál að fólk skrifaði einhverja útúrsnúningu undir nafnleynd,“ skrifar hann á Facebook. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði nýlega nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og  upplýsingaskyldu þeirra, en nefndinni er einnig ætlað að finna leiðir til að takast á við nafnlausan áróður. „Ég óskaði eftir því að nefndin fengi lengri tíma til að vinna að tillögum að leiðum til að koma vörnum við gegn nafnlausum áróðri, hliðarkennitölum og sjálfskipuðum hópum sem vaða uppi með hatursáróður og falsfréttir í tengslum við stjórnmálin og kosningar,“ sagði Björg Eva Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar,  í viðtali við Stundina á dögunum. 

Nafnlaus og kostaður kosningaáróður á samfélagsmiðlum var óvenju umfangsmikill í aðdraganda síðustu tveggja Alþingiskosninga, einkum efni frá síðunum Kosningar 2016 og Kosningar 2017. Nú virðast sömu aðilar aftur komnir á kreik, en nýjasta myndbandið fjallar um þingmenn Pírata og menntun þeirra. 

Eins og Stundin greindi frá 4. nóvember síðastliðinn sá hver Íslendingur að meðaltali tvö áróðursmyndbönd frá nafnlausa auglýsandanum Kosningar 2017 með leynilegri fjármögnun á YouTube fyrir síðustu kosningar. Það segir aðeins brot af sögunni, því að meðaltali hefur áróðursmyndband verið spilað fjórum til fimm sinnum á hvern Íslending af sömu aðilum á Facebook, eða vel yfir milljón sinnum. Þannig má gera ráð fyrir því að meðal-Íslendingur hafi séð leynilega fjármögnuð áróðursmyndbönd frá þessum eina aðila minnst fimm sinnum í aðdraganda alþingiskosninga á landinu á rúmu ári.

Þingmenn fjög­urra stjórn­mála­flokka hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra þar sem afhjúpað verði hverjir stóðu að áróðrinum og hvernig viðkomandi aðilar tengdust stjórnmálasamtökum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár