Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Drullusama“ þótt stjórnmálamenn séu ranglega titlaðir skipulagsfræðingar eða stærðfræðingar

Helgi Hrafn set­ur gagn­rýni á koll­ega sína í sam­hengi við um­ræðu um hvernig Sig­mund­ur Dav­íð var titl­að­ur doktor í skipu­lags­fræð­um án þess að hann hefði lok­ið prófi.

„Drullusama“ þótt stjórnmálamenn séu ranglega titlaðir skipulagsfræðingar eða stærðfræðingar
„Druuuullusama“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svaraði gagnrýni á kollega sína á Facebook síðunni Kosningar. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir gagnrýni á kollega sína sem kemur fram í nafnlausu áróðursmyndbandi á Facebook. 

Í myndbandinu sem birtist á síðunni Kosningar er rifjað upp hvernig Jón Þór Ólafsson hefur titlað sig stjórnmálafræðing, heimspeking og stjórnmálaheimspeking og Smári McCarthy titlað sig stærðfræðing án þess að þeir hafi útskrifast með slíkar gráður úr háskóla. 

„Mér var druuuullusama þegar fréttahrinan byrjaði um að Sigmundur Davíð hefði verið titlaður skipulagsfræðingur og er drullusama nú,“ skrifar Helgi á Facebook og vísar þannig til umræðu um hvernig fyrrverandi forsætisráðherra varð margsaga um menntun sína og var ítrekað titlaður sem doktor í skipulagsfræðum frá Oxford án þess að hafa lokið doktorsprófi.

Helgi segist ekki hafa mikið út á að setja að áróðurinn sé nafnlaus nema í samhengi við lög um fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu.

„Homminn í hommafóbíska samfélaginu þarf að geta tjáð sig nafnlaust. Mér finnst stærsta vandamálið vera hvað fólk er almennt ginkeypt fyrir þvættingi og gjarnt á að elta eitthvað sem skiptir ekki máli. Ef fólk væri bara aðeins meira til í að velta fyrir sér hvers vegna hvað skiptir máli, og miklu minna til í að láta einföld skilaboð um flókna hluti ráða skoðunum sínum, þá væri ekkert tiltökumál að fólk skrifaði einhverja útúrsnúningu undir nafnleynd,“ skrifar hann á Facebook. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði nýlega nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og  upplýsingaskyldu þeirra, en nefndinni er einnig ætlað að finna leiðir til að takast á við nafnlausan áróður. „Ég óskaði eftir því að nefndin fengi lengri tíma til að vinna að tillögum að leiðum til að koma vörnum við gegn nafnlausum áróðri, hliðarkennitölum og sjálfskipuðum hópum sem vaða uppi með hatursáróður og falsfréttir í tengslum við stjórnmálin og kosningar,“ sagði Björg Eva Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar,  í viðtali við Stundina á dögunum. 

Nafnlaus og kostaður kosningaáróður á samfélagsmiðlum var óvenju umfangsmikill í aðdraganda síðustu tveggja Alþingiskosninga, einkum efni frá síðunum Kosningar 2016 og Kosningar 2017. Nú virðast sömu aðilar aftur komnir á kreik, en nýjasta myndbandið fjallar um þingmenn Pírata og menntun þeirra. 

Eins og Stundin greindi frá 4. nóvember síðastliðinn sá hver Íslendingur að meðaltali tvö áróðursmyndbönd frá nafnlausa auglýsandanum Kosningar 2017 með leynilegri fjármögnun á YouTube fyrir síðustu kosningar. Það segir aðeins brot af sögunni, því að meðaltali hefur áróðursmyndband verið spilað fjórum til fimm sinnum á hvern Íslending af sömu aðilum á Facebook, eða vel yfir milljón sinnum. Þannig má gera ráð fyrir því að meðal-Íslendingur hafi séð leynilega fjármögnuð áróðursmyndbönd frá þessum eina aðila minnst fimm sinnum í aðdraganda alþingiskosninga á landinu á rúmu ári.

Þingmenn fjög­urra stjórn­mála­flokka hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra þar sem afhjúpað verði hverjir stóðu að áróðrinum og hvernig viðkomandi aðilar tengdust stjórnmálasamtökum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár