Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvorki umhverfisráðuneytið né Umhverfisstofnun kolefnisjöfnuð

Hið op­in­bera hvet­ur til kol­efnis­jöfn­un­ar en tek­ur sjálft tak­mark­að­an þátt. Stjórn­ar­formað­ur Kol­við­ar er undr­andi á að­gerð­ar­leys­inu og vill sjá rík­ið ganga á und­an með góðu for­dæmi.

Hvorki umhverfisráðuneytið né Umhverfisstofnun kolefnisjöfnuð
Samningar um kolefnisjöfnun Landsvirkjun er eitt örfárra ríkisfyrirtækja sem eru þátttakendur í Kolviði. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning þar um árið 2013 og hefur fyrirtækið verið þátttakandi síðan. Mynd: Kolviður

Ekkert ráðuneyti, engin ríkisstofnun og nálega engin fyrirtæki í eigu hins opinbera eru þátttakendur í Kolviði, sjóði sem hefur það verkefni að gefa fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum færi á að gerast kolefnishlutlaus. Hvorki umhverfisráðuneytið né Umhverfisstofnun eru þannig þátttakendur í verkefninu. Stjórnarformaður Kolviðar segir það koma sér spánskt fyrir sjónir að hið opinbera ætlist til þess að aðrir kolefnisjafni sig en taki ekki þátt sjálft.

Kolviður er verkefni sem ýtt var úr vör árið 2006 og hóf starfsemi árið 2007. Í stofnskrá sjóðsins kemur fram að hann sé stofnaður með stuðningi ríkisstjórnar Íslands en stofnendur eru Landvernd og Skógræktarfélag Íslands. Markmið Kolviðar er að binda kolefni með plöntun trjágróðurs og draga þannig úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Sjóðurinn gerir aðilum kleyft að taka ábyrgð á eigin losun, sínu kolefnisfótspori, með því að greiða fyrir trjáplöntun sem aftur kolefnisjafnar starfsemi fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka eða heimilshald einstaklinga. Einkum er þar horft til samgangna, hvort sem er á láði, legi eða í lofti.

Efnahagshrunið dró úr þátttöku

Sjóðurinn hóf sem fyrr segir starfsemi árið 2007 og strax fyrsta árið tóku tólf fyrirtæki eða opinberir aðilar þátt. Þar að auki voru öll ráðuneytin þátttakendur í verkefninu og kolefnisjöfnuðu bifreiðaflota sinn. Meðal þeirra sem voru þátttakendur á þessu fyrsta starfsári sjóðsins voru flugfélögin Icelandair og Iceland Express, bílaleigan Hertz og Garðabær. Árið eftir, árið 2008, fækkaði þeim sem tóku þátt í verkefninu talsvert. Þannig var fjármálaráðuneytið eitt eftir af ráðuneytunum, ekkert flugfélag var þátttakandi og ekkert sveitarfélag. Árið 2009 hallaði enn undan fæti og aðeins þrír aðilar tóku þátt í verkefninu. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, segir að efnahagshrunið hafi þarna gert útslagið. „Það var heilmikil vakning þarna fyrir hrun, menn töldu jafnvel að fjölskyldur myndu taka sig saman og kolefnisjafna heimilisbílinn. Ekkert slíkt gerðist hins vegar, efnahagshrunið hafði slík áhrif að fólk og fyrirtæki höfðu alveg nóg með að borga af skuldbindingum sínum. Það var svo sem skiljanlegt.“

Landið að rísa

Planta skógiKolviður plantar árlega um 100 þúsund trjáplöntum til að kolefnisjafna starfsemi þeirra fyrirtækja og samtaka sem hafa gert samninga við sjóðinn.

Eftir því sem frá hruni leið jókst þátttaka í verkefninu þó hægt og bítandi, en alls ekki í eins miklu mæli og forsvarsmenn sjóðsins hefðu viljað sjá. Á síðasta ári voru það ekki nema 30 aðilar sem kolefnisjöfnuðu starfsemi sína að einhverju eða öllu leyti í gegnum sjóðinn. Reynir segir þó að þar á bæ hafi menn von um bjartari tíma.

„Festa, félag um samfélagsábyrgð, fór af stað hvað þetta varðar og fékk ríflega 100 fyrirtæki til að skrifa undir loftslagsyfirlýsingu í tengslum við Parísarsamkomulagið, í lok árs 2015. Þetta hefur ýtt við fyrirtækjum, þau hafa látið vinna úttektir á sinni kolefnislosun og þess vegna höfum við verið að fá þau hægt og bítandi inn í verkefnið hjá okkur. Sum þeirra hafa meira að segja óskað eftir því að kolefnisjafna sig afturvirkt, við höfum til dæmis fengið inn fyrirtæki hjá okkur sem óska eftir því að kolefnisjafna útblástur sinn á árunum 2016 og 2017 á þessu ári. Til þess að vera fyrirmyndar fyrirtæki í samfélagsábyrgð þurfa þau að tikka í þessi box og því erum við að sjá þau bætast í hópinn.“

Vill að ríkið sýni gott fordæmi

Þrátt fyrir að hægt gangi að fjölga fyrirtækjum í verkefninu er staðan þó sú að Kolviður plantar um 100 þúsund trjáplöntum á ári til að standa við skuldbindingar sínar um kolefnisjöfnun þeirra aðila sem taka þátt í samstarfinu. Reynir segir að planta þurfi í ríflega 20 hektara á ári og að í framtíðinni muni þurfa einhver hundruð hektara til skógræktar.

Hins vegar séu það vonbrigði að ekki hafi tekist að fá hið opinbera til að taka þátt í verkefninu. Til hafi staðið að kolefnisjafna flugferðir opinberra starfsmanna en aldrei hafi orðið af því. Þá hafi bílafloti hins opinbera ekki verið kolefnisjafnaður frá árinu 2007, sem fyrr segir. „Við viljum mjög gjarnan fá ríkið aftur inn í verkefnið, að það kolefnisjafni starfsemi sína. Bara rekstur bílaflota ríkisins, skipafloti Landhelgisgæslunnar og flug opinberra starfsmanna veldur gríðarlegum kolefnisútblæstri. Ríkið ætlast til þess af fyrirtækjunum í landinu að þau kolefnisjafni sig en gengur ekki á undan með góðu fordæmi, alla vega alls ekki í nægilega miklum mæli. Mér finnst hæpið að ætlast til þess að aðrir geri ákveðna hluti en taka svo ekki þátt sjálfur. Það eru tveir aðilar sem við myndum sérstaklega gjarnan vilja sjá taka þátt. Það eru umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun. Hvorugur aðilinn hefur hins vegar ljáð því máls.“

Bílaleigur, rútufyrirtæki og flugfélög sitja hjá

Ferðaþjónustufyrirtæki hafa í auknum mæli séð hag sinn í því að taka þátt í Kolviði að sögn Reynis. Hins vegar vanti þar inn þá aðila sem mengi langmest, bílaleigurnar, rútufyrirtækin og flugfélögin. „Ég veit ekki með hversu mörgum bílaleigum við höfum átt fundi en þær hafa þrátt fyrir það ekki hoppað um borð. Það væri mjög æskilegt, og raunar eðlilegt, að þær tækju þátt í þessu verkefni og ég verð að játa að ég er hissa á því að enginn þeirra hafi séð hag sinn í ríða á vaðið, taka þátt í Kolviði og markaðssetja sig sem grænt fyrirtæki. Við höfum heldur ekki séð rútufyrirtækin í verkefninu og flugfélögin hafa eiginlega verið undanskilin í allri þessari umræðu, svo undarlegt sem það er.“

Berum öll ábyrgð

Þá eru engin sveitarfélaganna á landinu þátttakendur í Kolviði og ekki byggðasamlög eða fyrirtæki á þeirra vegum. Þannig kolefnisjafnar Strætó sig til að mynda ekki í gegnum Kolvið. Útgerðarfyrirtæki hafa heldur ekki verið þátttakendur. Reynir segir að þarna sé um aðila að ræða sem í mörgum tilvikum skilji mikið kolefnisfótspor eftir sig og hvetur þá eindregið til að sýna samfélagslega ábyrgð og kolefnisjafna sína starfsemi. „Það skiptir engu máli hversu lítið eða stórt kolefnisfótsporið er, það geta allir tekið þátt í verkefninu. Við getum aðstoðað smærri aðila að áætla hversu mikið kolefnisfótsporið er, við erum með reiknivél á heimasíðunni okkar sem er talsvert notuð. Þegar allt kemur til alls þá berum við öll saman ábyrgð á umhverfi okkar og enginn á að skorast úr leik í þeim efnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár