Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvorki umhverfisráðuneytið né Umhverfisstofnun kolefnisjöfnuð

Hið op­in­bera hvet­ur til kol­efnis­jöfn­un­ar en tek­ur sjálft tak­mark­að­an þátt. Stjórn­ar­formað­ur Kol­við­ar er undr­andi á að­gerð­ar­leys­inu og vill sjá rík­ið ganga á und­an með góðu for­dæmi.

Hvorki umhverfisráðuneytið né Umhverfisstofnun kolefnisjöfnuð
Samningar um kolefnisjöfnun Landsvirkjun er eitt örfárra ríkisfyrirtækja sem eru þátttakendur í Kolviði. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning þar um árið 2013 og hefur fyrirtækið verið þátttakandi síðan. Mynd: Kolviður

Ekkert ráðuneyti, engin ríkisstofnun og nálega engin fyrirtæki í eigu hins opinbera eru þátttakendur í Kolviði, sjóði sem hefur það verkefni að gefa fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum færi á að gerast kolefnishlutlaus. Hvorki umhverfisráðuneytið né Umhverfisstofnun eru þannig þátttakendur í verkefninu. Stjórnarformaður Kolviðar segir það koma sér spánskt fyrir sjónir að hið opinbera ætlist til þess að aðrir kolefnisjafni sig en taki ekki þátt sjálft.

Kolviður er verkefni sem ýtt var úr vör árið 2006 og hóf starfsemi árið 2007. Í stofnskrá sjóðsins kemur fram að hann sé stofnaður með stuðningi ríkisstjórnar Íslands en stofnendur eru Landvernd og Skógræktarfélag Íslands. Markmið Kolviðar er að binda kolefni með plöntun trjágróðurs og draga þannig úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Sjóðurinn gerir aðilum kleyft að taka ábyrgð á eigin losun, sínu kolefnisfótspori, með því að greiða fyrir trjáplöntun sem aftur kolefnisjafnar starfsemi fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka eða heimilshald einstaklinga. Einkum er þar horft til samgangna, hvort sem er á láði, legi eða í lofti.

Efnahagshrunið dró úr þátttöku

Sjóðurinn hóf sem fyrr segir starfsemi árið 2007 og strax fyrsta árið tóku tólf fyrirtæki eða opinberir aðilar þátt. Þar að auki voru öll ráðuneytin þátttakendur í verkefninu og kolefnisjöfnuðu bifreiðaflota sinn. Meðal þeirra sem voru þátttakendur á þessu fyrsta starfsári sjóðsins voru flugfélögin Icelandair og Iceland Express, bílaleigan Hertz og Garðabær. Árið eftir, árið 2008, fækkaði þeim sem tóku þátt í verkefninu talsvert. Þannig var fjármálaráðuneytið eitt eftir af ráðuneytunum, ekkert flugfélag var þátttakandi og ekkert sveitarfélag. Árið 2009 hallaði enn undan fæti og aðeins þrír aðilar tóku þátt í verkefninu. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, segir að efnahagshrunið hafi þarna gert útslagið. „Það var heilmikil vakning þarna fyrir hrun, menn töldu jafnvel að fjölskyldur myndu taka sig saman og kolefnisjafna heimilisbílinn. Ekkert slíkt gerðist hins vegar, efnahagshrunið hafði slík áhrif að fólk og fyrirtæki höfðu alveg nóg með að borga af skuldbindingum sínum. Það var svo sem skiljanlegt.“

Landið að rísa

Planta skógiKolviður plantar árlega um 100 þúsund trjáplöntum til að kolefnisjafna starfsemi þeirra fyrirtækja og samtaka sem hafa gert samninga við sjóðinn.

Eftir því sem frá hruni leið jókst þátttaka í verkefninu þó hægt og bítandi, en alls ekki í eins miklu mæli og forsvarsmenn sjóðsins hefðu viljað sjá. Á síðasta ári voru það ekki nema 30 aðilar sem kolefnisjöfnuðu starfsemi sína að einhverju eða öllu leyti í gegnum sjóðinn. Reynir segir þó að þar á bæ hafi menn von um bjartari tíma.

„Festa, félag um samfélagsábyrgð, fór af stað hvað þetta varðar og fékk ríflega 100 fyrirtæki til að skrifa undir loftslagsyfirlýsingu í tengslum við Parísarsamkomulagið, í lok árs 2015. Þetta hefur ýtt við fyrirtækjum, þau hafa látið vinna úttektir á sinni kolefnislosun og þess vegna höfum við verið að fá þau hægt og bítandi inn í verkefnið hjá okkur. Sum þeirra hafa meira að segja óskað eftir því að kolefnisjafna sig afturvirkt, við höfum til dæmis fengið inn fyrirtæki hjá okkur sem óska eftir því að kolefnisjafna útblástur sinn á árunum 2016 og 2017 á þessu ári. Til þess að vera fyrirmyndar fyrirtæki í samfélagsábyrgð þurfa þau að tikka í þessi box og því erum við að sjá þau bætast í hópinn.“

Vill að ríkið sýni gott fordæmi

Þrátt fyrir að hægt gangi að fjölga fyrirtækjum í verkefninu er staðan þó sú að Kolviður plantar um 100 þúsund trjáplöntum á ári til að standa við skuldbindingar sínar um kolefnisjöfnun þeirra aðila sem taka þátt í samstarfinu. Reynir segir að planta þurfi í ríflega 20 hektara á ári og að í framtíðinni muni þurfa einhver hundruð hektara til skógræktar.

Hins vegar séu það vonbrigði að ekki hafi tekist að fá hið opinbera til að taka þátt í verkefninu. Til hafi staðið að kolefnisjafna flugferðir opinberra starfsmanna en aldrei hafi orðið af því. Þá hafi bílafloti hins opinbera ekki verið kolefnisjafnaður frá árinu 2007, sem fyrr segir. „Við viljum mjög gjarnan fá ríkið aftur inn í verkefnið, að það kolefnisjafni starfsemi sína. Bara rekstur bílaflota ríkisins, skipafloti Landhelgisgæslunnar og flug opinberra starfsmanna veldur gríðarlegum kolefnisútblæstri. Ríkið ætlast til þess af fyrirtækjunum í landinu að þau kolefnisjafni sig en gengur ekki á undan með góðu fordæmi, alla vega alls ekki í nægilega miklum mæli. Mér finnst hæpið að ætlast til þess að aðrir geri ákveðna hluti en taka svo ekki þátt sjálfur. Það eru tveir aðilar sem við myndum sérstaklega gjarnan vilja sjá taka þátt. Það eru umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun. Hvorugur aðilinn hefur hins vegar ljáð því máls.“

Bílaleigur, rútufyrirtæki og flugfélög sitja hjá

Ferðaþjónustufyrirtæki hafa í auknum mæli séð hag sinn í því að taka þátt í Kolviði að sögn Reynis. Hins vegar vanti þar inn þá aðila sem mengi langmest, bílaleigurnar, rútufyrirtækin og flugfélögin. „Ég veit ekki með hversu mörgum bílaleigum við höfum átt fundi en þær hafa þrátt fyrir það ekki hoppað um borð. Það væri mjög æskilegt, og raunar eðlilegt, að þær tækju þátt í þessu verkefni og ég verð að játa að ég er hissa á því að enginn þeirra hafi séð hag sinn í ríða á vaðið, taka þátt í Kolviði og markaðssetja sig sem grænt fyrirtæki. Við höfum heldur ekki séð rútufyrirtækin í verkefninu og flugfélögin hafa eiginlega verið undanskilin í allri þessari umræðu, svo undarlegt sem það er.“

Berum öll ábyrgð

Þá eru engin sveitarfélaganna á landinu þátttakendur í Kolviði og ekki byggðasamlög eða fyrirtæki á þeirra vegum. Þannig kolefnisjafnar Strætó sig til að mynda ekki í gegnum Kolvið. Útgerðarfyrirtæki hafa heldur ekki verið þátttakendur. Reynir segir að þarna sé um aðila að ræða sem í mörgum tilvikum skilji mikið kolefnisfótspor eftir sig og hvetur þá eindregið til að sýna samfélagslega ábyrgð og kolefnisjafna sína starfsemi. „Það skiptir engu máli hversu lítið eða stórt kolefnisfótsporið er, það geta allir tekið þátt í verkefninu. Við getum aðstoðað smærri aðila að áætla hversu mikið kolefnisfótsporið er, við erum með reiknivél á heimasíðunni okkar sem er talsvert notuð. Þegar allt kemur til alls þá berum við öll saman ábyrgð á umhverfi okkar og enginn á að skorast úr leik í þeim efnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár