Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að aldrei muni skapast sátt í samfélaginu á meðan að örlítill hluti þjóðarinnar hrifsi til sín vermæti á kostnað almennings. „Það á bara að setja á 65 prósent hátekjuskatt, á þá sem hæstar hafa tekjurnar,“ segir Gylfi í forsíðuviðtali Stundarinnar sem kom út í dag.
Gylfi segir að verði sívaxandi misskipting í þjóðfélaginu ekki stöðvuð muni það enda með með ósköpum. Stjórnvöld verði að bregðast við, krafa Alþýðusambandsins í þeim efnum sé skýr. „Ef sitjandi ríkisstjórn vill ná einhverjum snefli af starfsfriði á þessu kjörtímabili þá verður hún að setja á hátekjuskatt. Ef hún vill ná til þjóðarinnar, verður að hlusta á hana. Það á bara að setja á 65 prósent hátekjuskatt, á þá sem hæstar hafa tekjurnar, annars mun þetta sjálftökulið aldrei hætta að hrifsa til sín ómæld verðmæti á kostnað almennings.“
Lesa má viðtalið í nýjasta tölublaði Stundarinnar.
Athugasemdir