Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gylfi vill leggja 65 prósent skatt á „sjálftökuliðið“

For­seti ASÍ seg­ir stjórn­völd verða að bregð­ast við auk­inni mis­skipt­ingu

Gylfi vill leggja 65 prósent skatt á „sjálftökuliðið“
Ráðast þarf gegn misskiptingunni Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að enginn friður verði í samfélaginu nema stjórnvöld bregðist við aukinni misskiptingu. Hann vill að 65 prósent hátekjuskattur verði lagður á þá sem hæst hafa launin. Mynd: Hörður Sveinsson

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að aldrei muni skapast sátt í samfélaginu á meðan að örlítill hluti þjóðarinnar hrifsi til sín vermæti á kostnað almennings. „Það á bara að setja á 65 prósent hátekjuskatt, á þá sem hæstar hafa tekjurnar,“ segir Gylfi í forsíðuviðtali Stundarinnar sem kom út í dag.

Gylfi segir að verði sívaxandi misskipting í þjóðfélaginu ekki stöðvuð muni það enda með með ósköpum. Stjórnvöld verði að bregðast við, krafa Alþýðusambandsins í þeim efnum sé skýr. „Ef sitjandi ríkisstjórn vill ná einhverjum snefli af starfsfriði á þessu kjörtímabili þá verður hún að setja á hátekjuskatt. Ef hún vill  ná til þjóðarinnar, verður að hlusta á hana. Það á bara að setja á 65 prósent hátekjuskatt, á þá sem hæstar hafa tekjurnar, annars mun þetta sjálftökulið aldrei hætta að hrifsa til sín ómæld verðmæti á kostnað almennings.“

Lesa má viðtalið í nýjasta tölublaði Stundarinnar

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár