Tjón laxeldisfyrirtækisins Arnarlax vegna skemmda á eldiskví í Tálknafirði, flutnings laxsins í kvínni yfir í aðra, nýrnaveiki og mikills sjávarkulda nemur um 900 tonnum af eldislaxi. Þetta er tæplega 1/5 hluti heildarframleiðslu Arnarlax í ár í Tálknafirði en í firðinum rekur eldisfyrirtækið tólf sjókvíar. Þetta kemur fram í máli Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, í svörum hans við spurningum Stundarinnar. „Afföllin í Tálknafirði vegna flutninga á fiski og vetrarsára liggur fyrir, samtals 900 tonn. Það breytir því ekki að megnið af fiski sem slátrað var í Tálknafirði var hágæða fiskur. Þrátt fyrir mikil afföll úr kví 8 vegna vetrarsára var megnið af fiski sem slátrað var úr kvínni heilbrigður og fallegur fiskur, hágæða afurðir,“ segir Víkingur í svari við spurningum Stundarinnar í tölvupósti.
Ítrekuð skakkaföll leiða til laxadauða
Stundin greindi frá því í febrúar að eldiskví Arnarlax í Tálknafirði hefði sokkið í sæ að hluta eftir að skemmdir urðu á kvínni …
Athugasemdir