Hamborgarabúlla Tómasar hefur lokað veitingastaðnum sem opnaður var í Malmö í Suður-Svíþjóð í maí árið 2016. Opnun Búllunnar í Malmö vakti talsverða athygli á sínum tíma og voru gefnir hamborgarar á opnunardaginn sem um 1400 manns biðu eftir að sporðrenna. Staðurinn var í litlu húsi, skúr, eða búllu, við Kungsparken í Malmö. Frá þessu var greint í sænskum fjölmiðlum nú í mars.
Hamborgarabúlla Tómasar er þekktasti íslenski hamborgarastaðurinn og líklega sá eini sem farið hefur í útrás til annarra landa með hamborgara sína en staðirnir í Berlín, Osló, London, Róm og Kaupmannahöfn eru ennþá starfandi. Önnur þekkt dæmi um útrás íslensks skyndibitastaðar er strandhögg Hlöllabáta í bensínstöðinni Listermacken í Mjällby, utan við smáborgina Sölvesborg í Blekinge í suðausturhluta Svíþjóðar.
Íslensk hamborgaramenning og Tommi
Búllan opnaði árið 2004 og er kennd við Tómas Tómasson sem kalla má einn helsta guðföður hamborgarans á Íslandi. Tómas stofnaði og rak veitingastaðinn Tommahamborgara á níunda …
Athugasemdir