Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill skera ríkisútgjöld niður

Ís­land myndi fjar­læg­ast hin Norð­ur­lönd­in þeg­ar kem­ur að út­gjöld­um sem hlut­falli af þjóð­ar­fram­leiðslu. Yrði á pari við Lit­há­en og Rúss­land.

Sjálfstæðisflokkurinn vill skera ríkisútgjöld niður
Vilja skera ríkisútgjöld niður Samkvæmt landsfundarályktun vill Sjálfstæðisflokkurinn skera opinber útgjöld niður í 35 prósent af landsframleiðslu. Það myndi setja Ísland í hóp með löndum eins og Rússlandi og Litháen. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verði landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um samdrátt í útgjöldum hins opinbera að veruleika þýddi það að Ísland yrði á pari við lönd eins og Litháen og Rússland þegar kæmi að útgjöldum sem hlutfalli af landsframleiðslu. Í ályktuninni segir að stefnt skuli að því að „útgjöld hins opinbera verði ekki hærri en 35% af landsframleiðslu.“ Útgjöld hins opinbera voru árið 2017 41,9 prósent af landsframleiðslu. Því þyrfti að skera niður útgjöld um tæp 16,5 prósent frá því sem nú er til að ná því markmiði.  

 Ef landsfundarályktuninni yrði framfylgt myndi Ísland fjarlægjast Norðurlöndin verulega en árið 2015 voru sambærilegar tölur þar á bilinu 49 til 57 prósent af landsframleiðslu. Nú um stundir eru útgjöld Íslands á svipuðum slóðum og er í Bretlandi og í Þýskalandi.

 

Öflug velferðarþjónusta kostar fjármuni

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirFormaður Viðreisnar vill að horft verði til Norðurlandanna þegar þarfir íslensks samfélags eru skilgreindar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrir síðustu kosningar lofað milljarða uppbyggingu í innviði samfélagsins. Það skjóti því skökku við að boða bæði skattalækkanir og að draga skuli úr ríkisútgjöldum á sama tíma. „Ég held að það sé mun skynsamlegra að skilgreina það samfélag sem við viljum búa í, og skilgreina þá þjónustu sem þarf að veita í því samhengi. Ég horfi til Norðurlandanna í þeim efnum og vil að við höldum úti öflugu velferðarkerfi, sterku heilbrigðiskerfi og gerum vel við aldraða. Þetta kostar fjármuni og þó að við í Viðreisn viljum sýna aðhald í ríkisrekstri þá setjum við ekki kíkinn fyrir blinda augað hvað það varðar að öflug velferðarþjónusta, hún kostar aukin útgjöld. Sjálfstæðismenn lofuðu 100 milljörðum í innviðauppbyggingu fyrir síðustu kosningar. Að ætla að lækka skatta á sama tíma gengur ekki upp. Mestu skiptir að sýna skynsemi, að halda áfram að lækka skuldir ríkissjóðs en á sama tíma að byggja upp velferðarkerfið.“

„Þetta gengur augljóslega ekki upp“

Oddný HarðardóttirÞingmaður Samfylkingarinnar segir ef ályktun Sjálfstæðisflokksins næði fram að ganga væri horfið frá því að hér á landi væri haldið úti velferðarsamfélagi.

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir að ef ályktunin kæmi til framkvæmda þýddi það að horfið yrði frá því að hér á landi væri haldið uppi velferðarsamfélagi. „Þetta þýðir bara að þau hyggjast skera niður velferðarkerfið. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í heilbrigðisþjónustu og aðra velferðarþjónustu í landinu. Ef á að skera niður í útgjöldum verður að skera niður í velferðarkerfinu, við værum að hverfa frá því að hér sé haldið uppi velferðarsamfélagi.“

Oddný segir að ályktun sem þessi sé áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag. „Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í raun og veru að feta þessa slóð þá mun það skekja íslenskt samfélag og veikja það. Þetta þýðir 250 milljarða króna niðurskurður. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn lofað skattalækkunum en einnig innviðaupbyggingu. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Það vekur líka athygli að þessi stefna er í algjörri andstöðu við það sem samstarfsflokkurinn Vinstri græn hafa sett fram. Satt að segja get ég ekki séð hvernig efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og velferðarstefna ganga saman.“

Starfa bara eftir stefnuyfirlýsingu

Kolbeinn Óttarsson ProppéÞingmaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin starfi eftir stjórnarsáttmála og Sjálfstæðisflokkurinn hafi bara sína stefnu í þessum málum.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir að þar á bæ sé fólk fullkomlega ósammála stefnu samstarfsflokksins, þegar hann er spurður um viðbrögð sín við ályktun Sjálfstæðisflokksins. „Þetta eru tveir ólíkir flokkar og það á ekki koma neinum á óvart að við höfum ólíka stefnu í þessum málum. Í sjálfu sér eru engin sérstök viðbrögð við þessu af minni hálfu, þetta er þeirra stefna en ég er hjartanlega ósammála henni.“

Kolbeinn bendir á að flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórnina hafi komist að samkomulagi um stefnuáherslur og ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins breyti engu í þeim efnum. „Eftir stefnuyfirlýsingunni störfum við. Hver flokkur getur haft sína stefnu en í stefnuyfirlýsingunni felst að hverju við ætlum að vinna næstu árin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár