Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Eld­islax hef­ur drep­ist hjá Arn­ar­laxi vegna sjáv­ar­kulda. Um­hverf­is­stofn­un stað­fest­ir vitn­eskju um mál­ið og ósk­aði svara frá Arn­ar­laxi eft­ir að hafa feng­ið ábend­ingu um það. Arn­ar­lax hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um mál­ið síð­ustu þrjá daga. Eft­ir­lits­starf Arn­ar­lax tek­ið til skoð­un­ar.

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda
Drepst vegna kulda Eldislax getur drepist vegna mikils sjávarkulda en laxinn hættir þá að éta og getur drepist. Myndin er tekin við höfnina á Tálknafirði í síðustu viku og sýnir fullt kar af eldislaxi sem hefur drepist í í eldiskvíum í firðinum upp á síðkastið.

Stórfelldur laxadauði hefur átt sér stað í laxeldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði síðustu daga vegna mikils sjávarkulda. Tveir bátar hafa unnið við það nær stanslaust á Tálknafirði að flytja dauðan lax úr kvíunum í firðinum og til hafnar þaðan sem keyrt er með fiskinn í flutningabílum til Hafnarfjarðar og hann nýttur í gæludýrafóður. Þetta herma heimildir Stundarinnar. 

Dauði eldislaxa vegna sjávarkulda er vandamál sem komið getur upp í laxeldi og hefur það áður leitt til tjóns í íslensku laxeldi í sjó í gegnum tíðina. Þetta var til dæmis eitt af helstu vandamálunum í laxeldinu sem reynt var við strendur landsins á seinni helmingi tuttugustu aldarinnar. Eitt af því sem gerist við mikinn sjávarkulda er  að eldislaxinn verður viðkvæmari þar sem hann hættir að éta vegna kuldans og hann getur hlotið hreistursskemmdir. Niðurstaðan er: Stórfelldur laxadauði. Fóðrið sem dælt er í eldiskvíar nýtist því heldur ekki eins vel og þegar hlýrra er og laxinn étur eins og vera ber og sest fóðrið því í meira mæli á sjávarbotninn.  

 

Svarar enguStundin hefur reynt að fá svör um málið frá Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Arnarlax, síðan á föstudaginn en án árangurs.

Hafa ekki svarað spurningum

Arnarlax verst, eins og er, allra frétta af málinu. Stundin spurði Arnarlax um málið á föstudaginn var en þá sagði Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að hann myndi svara fyrirspurninni um málið eftir helgi. „Við munum svara þessu eftir helgina.“ Þegar Stundin bað Víking um svör um málið nú í morgun sagði hann í tölvupósti: „Svör okkar munu berast í dag.“

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur heldur ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar um málið.  

Stundin getur ekki fullyrt hversu mikið af laxi hefur drepist hjá Arnarlaxi vegna málsins en samkvæmt einni heimild er um að ræða tugi tonna á dag, jafnvel um 100 tonna, sem flutt hafa verið á land í Tálknafirði með bátunum tveimur um margra daga skeið. 

„Þau svör fengust að dauði hefði aukist vegna kulda og meðhöndlunar á fiski í sláturkví.“

Mikill fugl vomandi yfir kvíunum

Umhverfisstofnun staðfestir að stofnunin hafi átt í samskiptum við Arnarlax vegna málsins. Þetta segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Svo virðist sem frumkvæðið að þeim samskiptum hafi komið frá Umhverfisstofnun eftir að ábending barst um að mikið fuglager sæist vomandi yfir eldiskvíum Arnarlax í leit að æti. Í kjölfarið, þann 7. mars, sendi Umhverfisstofnun bréf til Arnarlax um málið og fékk þau svör að eitthvað af eldislaxi hefði drepist í kvíum fyrirtækisins. 

Orðrétt segir í svari Björns fyrir hönd Umhverfisstofnunar: „Umhverfisstofnun sendi Arnarlaxi fyrirspurn þann 7. mars sl. vegna ábendingar sem barst stofnuninni um fuglager við athafnasvæði Arnarlax í Hringsdal. Þau svör fengust að dauði hefði aukist vegna kulda og meðhöndlunar á fiski í sláturkví. Fram kom að dauði fiskurinn safnaðist fyrir í botni kvíar og honum væri dælt um borð í báta Arnarlax.  Við þetta getur myndast fituskán á yfirborði kvíar sem fuglar reyna að ná í.  Lífrænum úrgangi er samkvæmt því sem fram kemur í svörum frá Arnarlaxi safnað í lokaða frystigáma og hann svo nýttur í mjölvinnslu. Allar kvíar Arnarlax eiga að vera með fuglanet, en netið er fjarlægt meðan tæming stendur yfir.“ 

„Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að fara nánar yfir ráðstafanir rekstraraðila í eftirliti.“

Taka eftirlit Arnarlax til skoðunar

Umhverfisstofnun segir að stofnunin muni í kjölfarið fari nánar yfir eftirlitsstarf Arnarlax með eldi sínu: „Ofangreint skýrir samkvæmt svörum frá Arnarlaxi aukna umferð/vinnu við svæðið og ágang fugla. Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að fara nánar yfir ráðstafanir rekstraraðila í eftirliti. Rekstraraðili starfar eftir ASC umhverfisstaðlinum sem er alþjóða staðall í fiskeldi og gerir kröfur um góðar skráningar á framleiðslu og afföllum, þar með talinn dauðfisk,“ segir í skriflegu svari Umhverfisstofnunar. 

Tekið skal fram að svar Umhverfisstofnun á eingöngu við um laxadauðann í Arnarfirði en ekki Tálknafirði. 

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með þeim hluta starfsemi laxeldisfyrirtækja sem lýtur að dauðfiski svokölluðum, þegar eldislaxinn drepst í kvíunum og getur mögulega valdið náttúruspjöllum. Hreinsa ber laxinn úr kvíunum og eiga eldisfyrirtækin að koma honum í land sem fyrst. Í þessu tilfelli virðist frumkvæði Umhverfisstofnunar hafa byggt á ábendingu utanaðkomandi aðila en það var ekki þannig að Arnarlax tilkynnti stofnuninni um laxadauðinn líkt og fyrirtækið á að gera.

Matvælastofnun er einnig meðvituð um laxadauðann samkvæmt heimildum Stundarinnar. Svör um málið höfðu ekki borist frá Matvælastofnun þegar frétt Stundarinnar var birt 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár