Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konur hvattar til að splæsa á maka og vini í nýrri herferð gegn kynjamisrétti

Her­ferð að norskri fyr­ir­mynd ýtt úr vör í kvöld. Myllu­merk­ið #húnsplæs­ir not­að til að vekja at­hygli á ómeð­vit­uðu kynjam­is­rétti í sam­fé­lag­inu.

Konur hvattar til að splæsa á maka og vini í nýrri herferð gegn kynjamisrétti
Kynbundið misrétti ekki bara kvennamál Fjóla Dögg Sigurðardóttir, sem er í forsvari fyrir herferðinni #húnsplæsir, segir að markmiðið sé að velti fyrir sér hvort það sjálft sé ómeðvitað að gera eitthvað sem næri staðalímyndir um hlutverk kynjanna. Mynd: Freyr Rögnvaldsson

„Kynbundið misrétti er ekki bara kvennamál, heldur mál sem varðar okkur öll. Markmiðið er að fá fólk til að gera sér grein fyrir því hvað kynbundið misrétti snertir marga, jafnvel litla, þætti í okkar daglega lífi.“ Þetta segir Fjóla Dögg Sigurðardóttir, læknir, sem er í forsvari fyrir #húnsplæsir herferðina sem hefst í kvöld með viðburði í Hannesarholti.

Herferðin er að norskri fyrirmynd og er markmið hennar að hefja umræðu um ómeðvitaða kynjamismunum í daglegu lífi og þau neikvæðu áhrif sem slík mismunum hefur á samfélagið. Fjóla hefur tekið þátt í herferðinni úti í Noregi og segir í samtali við Stundina að henni hafi þótt mikilvægt að sama umræða færi af stað hér á Íslandi. „Marie Louise Sunde, kollegi minn sem hóf herferðina úti í Noregi, gerði það vegna þess að hún tók eftir því að lítið mál var að fá konur til að taka þátt í jafnréttisumræðunni en að fá karlmenn inn í umræðuna var mun erfiðara. Hún vildi gera sitt til að breyta því enda er kynbundið misrétti mál sem varðar alla.“

Ójafnvægi í viðskiptalífinu

Samtökin sem standa að baki #húnsplæsir, sem í Noregi kallast #hunspanderer, hafa staðið fyrir tveimur herferðum sem hafa skilað miklu umtali og vitundarvakningu þar úti. Verkefnið hefur þá teygt sig víðar, meðal annars til Bretlands, Kanada, Ástralíu og Bandaríkjanna. Í ár var sjónum fyrst og fremst beint að viðskiptlífinu í Noregi. „Þó að þrjár valdamestu stöðurnar í norskri pólitík séu mannaðar konum þá er enn mikið ójafnvægi í viðskiptalífinu, ekki síst í fjármálageiranum, og dæmi um að fyrirtækjum sé eingöngu stýrt af karlmönnum. Því vildum við beina sjónum að því að jafnrétti er líka efnahagsmál. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki þar sem kynjahlutföll eru sem jöfnust, þeim vegnar betur,“ segir Fjóla.

„Markmiðið er að fólk horfi í spegilinn, í augu við sjálf sig, og velti því fyrir sér hvort við séum sjálf að gera eitthvað í hinu daglega lífi sem ómeðvitað stuðlar að því að næra þessar staðalímyndir um hlutverk kynjanna“

Fjóla segir að henni hafi þótt mikilvægt að þessi hugmyndafræði, þetta verkefni, yrði tekið upp á Íslandi og ákvað því sjálf að ýta því úr vör „Við erum sem betur fer komin langt á veg hér heima en ég sé það til dæmis bara á #karlmennskan átakinu sem er í gangi núna að það er þörf á að karlmenn komi með virkari hætti inn í kynjajafnréttisumræðuna. Ef við gerum okkur ekki grein fyrir þessu, þessari ómeðvituðu kynjamismunun, þá náum við ekki að færa okkur fram á við.“

Kyn á ekki að skipta máli þegar splæst er

„Þessir viðburðir ganga út á að fólk mæti, karlmenn og konur, og spjalli við okkur og fræðist. Við erum líka að hvetja til að fólk bjóði samstarfsfólki sínu, vinum eða fjölskyldu í mat eða drykk með það að markmiði að spjalla sérstaklega um þessi mál. Markmiðið er að fólk horfi í spegilinn, í augu við sjálf sig, og velti því fyrir sér hvort við séum sjálf að gera eitthvað í hinu daglega lífi sem ómeðvitað stuðlar að því að næra þessar staðalímyndir um hlutverk kynjanna,“ segir Fjóla og bendir á að það séu oft litlir hlutir sem fólk taki varla eftir í sínu daglega lífi sem hafi þessi áhrif. „Ég las til að mynda umfjöllun í norsku dagblaði þar sem fjallað var um konu, lögfræðing í stóru fyrirtæki, sem komin var til vinnu þremur eða fjórum dögum eftir að hafa fætt barnið sitt. Faðir barnsins var bara heima með ungabarnið og þetta því ekkert tiltökumál. Hins vegar varð einum kollega mínum, ljósmóður sem ég vinn með, svo um og ó að hún velti því fyrir sér að tilkynna málið til barnaverndar. Þetta sýnir okkur hvað þessi skekkja er inngróin, að meira að segja árið 2018 skuli fagfólk vera þeirrar skoðunar að börn séu betur sett hjá mæðrum sínum heldur en feðrum.“

En af hverju ættu konur að splæsa, í ljósi þess að enn mælist kynbundinn launamunur í samfélaginu? Fjóla segir að í því ljósi sé kannski enn mikilvægara að vekja umræðuna. „Ég held að það sé leiðin til að jafna laun kynjanna. Við viljum ekki að staðan sé sú að röksemdin sé að konur eigi ekki að splæsa af þessum sökum, heldur miklu frekar að eðlilegt sé að konur og karlar séu jafn sett launalega og þess vegna skipti kyn ekki máli þegar einhver splæsir í mat eða drykk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár