Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður á ráðstefnu með þjóðernispopúlistum um hvernig megi „endurvekja traust til stjórnvalda og lýðræðislega ábyrgð“

Frétta­vef­ur­inn Politico hæð­ist að því að ís­lenska dóms­mála­ráð­herr­an­um hafi ver­ið boð­ið að flytja fyr­ir­lest­ur á ráð­stefnu Evr­ópu­sam­taka íhalds- og um­bóta­sinna sem fram fer í Brus­sel þann 22. mars næst­kom­andi.

Sigríður á ráðstefnu með þjóðernispopúlistum um hvernig megi „endurvekja traust til stjórnvalda og lýðræðislega ábyrgð“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra er á meðal ræðumanna á ráðstefnu Evrópusamtaka íhalds- og umbótasinna sem fram fer í Brussel þann 22. mars næstkomandi undir yfirskriftinni „Framtíð Evrópu֧“. Þar mun hún stíga á stokk ásamt fulltrúum hægriflokka og þjóðernispopúlista víðsvegar að úr Evrópu. Í lýsingu á atburðinum kemur fram að ráðstefnan feli í sér tækifæri til samtals um íhaldssama sýn á hvernig endurvekja megi „traust til stjórnvalda og lýðræðislega ábyrgð í Evrópu“.

Fréttavefurinn Politico hæðist að veru Sigríðar Andersen á ráðstefnunni og bendir á að hún er meðal þeirra fjölmörgu ræðumanna sem eiga sér umdeildan feril og hneykslismál að baki. Eitthvað virðast þó staðreyndirnar hafa skolast til, því Politico fullyrðir að Sigríður sé „næstum því fyrrverandi dómsmálaráðherra eftir að hafa rétt svo varist vantrauststillögu í kjölfar þess að hún náðaði barnaníðing með leynilegum hætti“. 

Þarna er væntanlega vísað til tveggja aðskildra mála, annars vegar þess að dómsmálaráðuneytið hélt því leyndu, í trássi við ákvæði upplýsingalaga, að faðir forsætisráðherra hefði skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðinginn Hjalta Sigurjón Hauksson þegar hann sótti um uppreist æru og hins vegar þess að dómsmálaráðherra braut stjórnsýslulög við skipun Landsréttardómara og varðist vantrausti á Alþingi vegna málsins í síðustu viku. 

Á meðal ræðumanna á ráðstefnunni er Angel Dzhambazki, búlgarskur Evrópuþingmaður og þjóðernissinni sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli um samkynhneigða, múslima og Roma-fólk. Árið 2016 kvartaði sænsk Evrópuþingkona undan hatursoræðu hans í garð minnihlutahópa og hvatti íhaldsmannaþinghópinn á Evrópuþinginu til að grípa til ráðstafana vegna málsins. Svo virðist þó sem hann njóti enn virðingar hjá Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna í Evrópu. 

Annar ræðumaður á ráðstefnunni er Victor Ponta, fyrrverandi forsætisráðherra Rúmeníu sem hefur sætt rannsókn vegna gruns um skattalagabrot og misbeitingu valds en verið hreinsaður af grun um peningaþvætti og fjársvik. Af norrænum gestum má nefna Evrópuþingmanninn Anders Primdahl Vistisen úr Danska þjóðarflokknum og Samuli Virtanen, varautanríkisráðherra Finnlands sem var ávíttur af lögreglu í fyrra fyrir að fela sig í bílskotti þegar hann átti leynifund með forsætisráðherra Finnlands. Nokkrir af ræðumönnum koma úr þingmannahópi stjórnarflokksins í Póllandi, Laga og réttlætis. Einn þeirra er Ryzsard Czarnecki sem nýlega var rekinn úr stóli varaforseta hjá Evrópuþinginu eftir að hafa kallað kollega sinn á þinginu „shmaltsovnik“ sem er skammaryrði yfir Pólverja sem notfærðu sér veika stöðu gyðinga þegar landið var hernumið af nasistum eða unnu með hernámsliðinu. 

Sjálfstæðisflokkurinn er einn af fáum hægriflokkum í Vestur-Evrópu sem tilheyra Evrópusamtökum íhalds- og umbótasinna, en þar eru meðal annars stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki, alræðistilburði og harða afstöðu gegn réttindum minnihlutahópa.

Á meðal systurflokka Sjálfstæðisflokksins í samtökunum eru Lög og réttlæti, sem hefur beitt sér af mikilli hörku gegn rétti kvenna til fóstureyðinga, og flokkur Erdogans í Tyrklandi, Réttlætis- og framfaraflokkurinn, sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir alræðistilburði, mannréttindabrot og kúgun. 

Eins og Stundin hefur áður fjallað ítarlega um hefur Sjálfstæðisflokkurinn hert stefnu sína í útlendingamálum í tíð Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra. Í því samhengi ætti ef til vill ekki að koma sérstaklega á óvart að hún taki þátt í viðburði með þjóðernispopúlistum frá öðrum Evrópuríkjum. Sigríður Andersen hefur sætt gagnrýni fyrir lögbrot við skipun dómara. Systurflokkar Sjálfstæðisflokksins í Póllandi og Tyrklandi hafa hins vegar gengið miklu harðar fram gagnvart dómsvaldinu. Þannig hefur til dæmis flokkur Erdogans staðið fyrir pólitískum hreinsunum þar sem dómarar í þúsundatali voru handteknir eða þeim vikið frá störfum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár