Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður á ráðstefnu með þjóðernispopúlistum um hvernig megi „endurvekja traust til stjórnvalda og lýðræðislega ábyrgð“

Frétta­vef­ur­inn Politico hæð­ist að því að ís­lenska dóms­mála­ráð­herr­an­um hafi ver­ið boð­ið að flytja fyr­ir­lest­ur á ráð­stefnu Evr­ópu­sam­taka íhalds- og um­bóta­sinna sem fram fer í Brus­sel þann 22. mars næst­kom­andi.

Sigríður á ráðstefnu með þjóðernispopúlistum um hvernig megi „endurvekja traust til stjórnvalda og lýðræðislega ábyrgð“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra er á meðal ræðumanna á ráðstefnu Evrópusamtaka íhalds- og umbótasinna sem fram fer í Brussel þann 22. mars næstkomandi undir yfirskriftinni „Framtíð Evrópu֧“. Þar mun hún stíga á stokk ásamt fulltrúum hægriflokka og þjóðernispopúlista víðsvegar að úr Evrópu. Í lýsingu á atburðinum kemur fram að ráðstefnan feli í sér tækifæri til samtals um íhaldssama sýn á hvernig endurvekja megi „traust til stjórnvalda og lýðræðislega ábyrgð í Evrópu“.

Fréttavefurinn Politico hæðist að veru Sigríðar Andersen á ráðstefnunni og bendir á að hún er meðal þeirra fjölmörgu ræðumanna sem eiga sér umdeildan feril og hneykslismál að baki. Eitthvað virðast þó staðreyndirnar hafa skolast til, því Politico fullyrðir að Sigríður sé „næstum því fyrrverandi dómsmálaráðherra eftir að hafa rétt svo varist vantrauststillögu í kjölfar þess að hún náðaði barnaníðing með leynilegum hætti“. 

Þarna er væntanlega vísað til tveggja aðskildra mála, annars vegar þess að dómsmálaráðuneytið hélt því leyndu, í trássi við ákvæði upplýsingalaga, að faðir forsætisráðherra hefði skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðinginn Hjalta Sigurjón Hauksson þegar hann sótti um uppreist æru og hins vegar þess að dómsmálaráðherra braut stjórnsýslulög við skipun Landsréttardómara og varðist vantrausti á Alþingi vegna málsins í síðustu viku. 

Á meðal ræðumanna á ráðstefnunni er Angel Dzhambazki, búlgarskur Evrópuþingmaður og þjóðernissinni sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli um samkynhneigða, múslima og Roma-fólk. Árið 2016 kvartaði sænsk Evrópuþingkona undan hatursoræðu hans í garð minnihlutahópa og hvatti íhaldsmannaþinghópinn á Evrópuþinginu til að grípa til ráðstafana vegna málsins. Svo virðist þó sem hann njóti enn virðingar hjá Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna í Evrópu. 

Annar ræðumaður á ráðstefnunni er Victor Ponta, fyrrverandi forsætisráðherra Rúmeníu sem hefur sætt rannsókn vegna gruns um skattalagabrot og misbeitingu valds en verið hreinsaður af grun um peningaþvætti og fjársvik. Af norrænum gestum má nefna Evrópuþingmanninn Anders Primdahl Vistisen úr Danska þjóðarflokknum og Samuli Virtanen, varautanríkisráðherra Finnlands sem var ávíttur af lögreglu í fyrra fyrir að fela sig í bílskotti þegar hann átti leynifund með forsætisráðherra Finnlands. Nokkrir af ræðumönnum koma úr þingmannahópi stjórnarflokksins í Póllandi, Laga og réttlætis. Einn þeirra er Ryzsard Czarnecki sem nýlega var rekinn úr stóli varaforseta hjá Evrópuþinginu eftir að hafa kallað kollega sinn á þinginu „shmaltsovnik“ sem er skammaryrði yfir Pólverja sem notfærðu sér veika stöðu gyðinga þegar landið var hernumið af nasistum eða unnu með hernámsliðinu. 

Sjálfstæðisflokkurinn er einn af fáum hægriflokkum í Vestur-Evrópu sem tilheyra Evrópusamtökum íhalds- og umbótasinna, en þar eru meðal annars stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki, alræðistilburði og harða afstöðu gegn réttindum minnihlutahópa.

Á meðal systurflokka Sjálfstæðisflokksins í samtökunum eru Lög og réttlæti, sem hefur beitt sér af mikilli hörku gegn rétti kvenna til fóstureyðinga, og flokkur Erdogans í Tyrklandi, Réttlætis- og framfaraflokkurinn, sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir alræðistilburði, mannréttindabrot og kúgun. 

Eins og Stundin hefur áður fjallað ítarlega um hefur Sjálfstæðisflokkurinn hert stefnu sína í útlendingamálum í tíð Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra. Í því samhengi ætti ef til vill ekki að koma sérstaklega á óvart að hún taki þátt í viðburði með þjóðernispopúlistum frá öðrum Evrópuríkjum. Sigríður Andersen hefur sætt gagnrýni fyrir lögbrot við skipun dómara. Systurflokkar Sjálfstæðisflokksins í Póllandi og Tyrklandi hafa hins vegar gengið miklu harðar fram gagnvart dómsvaldinu. Þannig hefur til dæmis flokkur Erdogans staðið fyrir pólitískum hreinsunum þar sem dómarar í þúsundatali voru handteknir eða þeim vikið frá störfum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár