Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Guðlaugur tekur við keflinu af Ragnheiði

Sjálf­stæð­is­menn í sam­tök­um íhalds­manna ásamt öfga­flokk­um.

Guðlaugur tekur við  keflinu af Ragnheiði
Varaformaður Guðlaugur Þór Þórðarson er orðinn varaformaður Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna. Mynd: www.aecr.eu

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn varaformaður Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna (AECR) í lok maí á ráðsfundi samtakanna sem haldinn var í Winchester í Bretlandi. Hann tekur við keflinu af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 

Á meðal þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur lag sitt við í samtökunum eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki og andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks. Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Norðurlöndum sem tilheyrir samtökunum að færeyska Fólkaflokknum undanskildum. 

„Engin öfgasjónarmið“

„Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið,“ sagði Ragnheiður Elín í viðtali við Fréttablaðið í fyrra þegar greint var frá því að hún væri orðin varaformaður AECR. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Réttlætis- og framfaraflokkur Tyrklands, flokkur forsætisráðherrans Recep Tayyip Erdoğan, hafði gengið í samtökin. Sá flokkur hefur sætt harðri gagnrýni vegna forræðishyggju, harkalegra aðgerða gegn blaðamönnum og mótmælendum og lokun á samfélagsmiðlunum Twitter og Youtube í Tyrklandi. 

Pólski íhalds- og þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti tilheyrir einnig samtökunum, en hann hefur verið marggagnrýndur fyrir hatursáróður gegn hinseginfólki. Hafa áhrifamenn í flokknum hvatt til mismununar á grundvelli kynhneigðar, reynt að stöðva Gay Pride-göngur og líkt samkynhneigðum við náriðla og barnaníðinga. Ragnheiður Elín vildi ekki útskýra ummæli sín um að ekki væri um neina öfgaflokka eða öfgasjónarmið að ræða þegar DV bauð henni það á sínum tíma.
Ragnheiður er sjóuð í samskiptum við erlenda hægriflokka, en frægt varð þegar þau Bjarni Benediktsson lögðu leið sína á landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins í Tampa árið 2012. DV greindi þá frá því að Ragnheiður hefði frætt þingið um hætturnar af Evrópuvæðingu vestanhafs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár