Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Guðlaugur tekur við keflinu af Ragnheiði

Sjálf­stæð­is­menn í sam­tök­um íhalds­manna ásamt öfga­flokk­um.

Guðlaugur tekur við  keflinu af Ragnheiði
Varaformaður Guðlaugur Þór Þórðarson er orðinn varaformaður Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna. Mynd: www.aecr.eu

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn varaformaður Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna (AECR) í lok maí á ráðsfundi samtakanna sem haldinn var í Winchester í Bretlandi. Hann tekur við keflinu af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 

Á meðal þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur lag sitt við í samtökunum eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki og andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks. Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Norðurlöndum sem tilheyrir samtökunum að færeyska Fólkaflokknum undanskildum. 

„Engin öfgasjónarmið“

„Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið,“ sagði Ragnheiður Elín í viðtali við Fréttablaðið í fyrra þegar greint var frá því að hún væri orðin varaformaður AECR. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Réttlætis- og framfaraflokkur Tyrklands, flokkur forsætisráðherrans Recep Tayyip Erdoğan, hafði gengið í samtökin. Sá flokkur hefur sætt harðri gagnrýni vegna forræðishyggju, harkalegra aðgerða gegn blaðamönnum og mótmælendum og lokun á samfélagsmiðlunum Twitter og Youtube í Tyrklandi. 

Pólski íhalds- og þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti tilheyrir einnig samtökunum, en hann hefur verið marggagnrýndur fyrir hatursáróður gegn hinseginfólki. Hafa áhrifamenn í flokknum hvatt til mismununar á grundvelli kynhneigðar, reynt að stöðva Gay Pride-göngur og líkt samkynhneigðum við náriðla og barnaníðinga. Ragnheiður Elín vildi ekki útskýra ummæli sín um að ekki væri um neina öfgaflokka eða öfgasjónarmið að ræða þegar DV bauð henni það á sínum tíma.
Ragnheiður er sjóuð í samskiptum við erlenda hægriflokka, en frægt varð þegar þau Bjarni Benediktsson lögðu leið sína á landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins í Tampa árið 2012. DV greindi þá frá því að Ragnheiður hefði frætt þingið um hætturnar af Evrópuvæðingu vestanhafs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár