Guðlaugur tekur við keflinu af Ragnheiði

Sjálf­stæð­is­menn í sam­tök­um íhalds­manna ásamt öfga­flokk­um.

Guðlaugur tekur við  keflinu af Ragnheiði
Varaformaður Guðlaugur Þór Þórðarson er orðinn varaformaður Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna. Mynd: www.aecr.eu

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn varaformaður Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna (AECR) í lok maí á ráðsfundi samtakanna sem haldinn var í Winchester í Bretlandi. Hann tekur við keflinu af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 

Á meðal þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur lag sitt við í samtökunum eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki og andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks. Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Norðurlöndum sem tilheyrir samtökunum að færeyska Fólkaflokknum undanskildum. 

„Engin öfgasjónarmið“

„Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið,“ sagði Ragnheiður Elín í viðtali við Fréttablaðið í fyrra þegar greint var frá því að hún væri orðin varaformaður AECR. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Réttlætis- og framfaraflokkur Tyrklands, flokkur forsætisráðherrans Recep Tayyip Erdoğan, hafði gengið í samtökin. Sá flokkur hefur sætt harðri gagnrýni vegna forræðishyggju, harkalegra aðgerða gegn blaðamönnum og mótmælendum og lokun á samfélagsmiðlunum Twitter og Youtube í Tyrklandi. 

Pólski íhalds- og þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti tilheyrir einnig samtökunum, en hann hefur verið marggagnrýndur fyrir hatursáróður gegn hinseginfólki. Hafa áhrifamenn í flokknum hvatt til mismununar á grundvelli kynhneigðar, reynt að stöðva Gay Pride-göngur og líkt samkynhneigðum við náriðla og barnaníðinga. Ragnheiður Elín vildi ekki útskýra ummæli sín um að ekki væri um neina öfgaflokka eða öfgasjónarmið að ræða þegar DV bauð henni það á sínum tíma.
Ragnheiður er sjóuð í samskiptum við erlenda hægriflokka, en frægt varð þegar þau Bjarni Benediktsson lögðu leið sína á landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins í Tampa árið 2012. DV greindi þá frá því að Ragnheiður hefði frætt þingið um hætturnar af Evrópuvæðingu vestanhafs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár